Stórmerkilegt mál

Hér er á ferðinni stórmerkilegt mál sem Mörður Árnason hefur tæplega þekkingu til að skilja.

Venjan er sú þegar flokkar klofna að þá fer sá aðili úr sambandinu sem ekki fellir sig við ákvörðun meirihluta að einhverjum ástæðum.

Fer hann þá venjulega slippur og snauður úr sambandinu annaðhvort vegna þess að ekki voru skilyrði til fjárhagsskipta eða aðilar áttuðu sig ekki á að þeir fóru að lögum slippir og snauðir úr sambandinu.

Síðasta dæmi þar um er þegar Borgararflokkurinn tvístraðist og þingmenn þess flokk fengu ekki Alþingisframlagið en það gekk beint til upprunalegrar hreyfingar sem fleytti þingmönnum inn á Alþingi, það er til Borgarahreyfingarinnar.

Nú hinsvegar íhuga þingmennirnir Atli Gíslason Lilja Mósesdóttir og  Ásmundur Einar Daðason að stofna nýjan þingflokk en ætla ekki að ganga úr Vinstri Grænum. Þá verða hugsanlega til tveir þingflokkar VG. Það mun sumum líka stórilla því þá fá þingmennirnir 3 áfram Alþingisstyrkinn. Þeir munu að vísu hafa frestað þessum aðgerðum ,,að svo stöddu" samkvæmt nýjustu heimildum.

Má því búast við einhverju málaþjarki.

Hinsvegar geta þingmennirnir beðið átekkta og farið í mikinn liðssamdrátt og sameinast öðrum öflum sem eru áhyggjufull um hvert stefnir í íslenskum stjórnmálum. Koma þar helst til álita hópar innan Sjálfstæðisflokksins og metnaðarfullir einstaklingar sem hafa áhuga á stjórnmálum.


mbl.is Þekkja aðeins viðvarandi flokkadrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband