Margir hafa lent í svaðilförum á Vatnsskarði

Ég man eftir tveim ferðum yfir Vatnsskarð.

Fyrri ferðin vorum við einhverjir að koma af Sæluvikunni. Ökumaður var Stefán frá Tungunesi, sá allrabesti. Við komumst að Vatnshlíð og fengum aðhlynningu þar og komum keðjum á öll hjól. Farartækið var nýlegur Willys jeppi og lögðum við ótrauð á Vatnsskarðið í blindbyl. Í þá daga átti fólk lambhúshettur sem voru afbragðs höfuðföt ef lengi þyrfti að aka með höfuðið út um gluggann. Svona var brotist áfram og bylurinn harður en alltaf malaði Willys-inn og hafðist að komast upp á há Skarðið, en þá rofaði til og var frekar auðsótt að komast niður af Skarðinu. Komu keðjurnar sér vel því jeppinn var eins og skriðdreki, malaði þetta jafnt og þétt, enda Stefán með duglegustu ökumönnum að fara leiðar sinnar.

Síðari ferðin var ferð af þrettándagleði í Miðgarði, en það voru skemmtilegustu samkomur á þeim tíma.  Við hjónin á Syðri-Löngumýri og hjónin í Litladal, Svavar Jóhannsson og Sigurbjörg Jónsdóttir vorum á Þrettándagleðinni, Svavar er Konnari og eru þeir bræður eitilharðir piltar. Didda er frá Stóradal og er dugleg og hefur á sínum yngri árum átt við beitarfé við ýmsar aðstæður hvað veðurfar snerti, en hún var seig við að halda fé að beit á yngri árum. Farartækið, Austin Gipsy í þokkalegu lagi og gat Svavar ekið áfallalaust yfir, en með höfuðið úti, en það var ekki mikil fyrirstaða, en blint mjög. Okkur var orðið ansi kalt þegar upp á Skarðið var komið og miðaði vel niður brekkurnar, sem heita Botnastaðabrekkur en ekki Bólstaðarhlíðarbrekkur, eftir því sem ég hef heyrt. Og heim komumst við ókalinn og við bestu heilsu.

Svo er þekkt saga af því þegar rúta fór út af í Botnastaðarbrekkunni og var það heljarinnar mál að koma henni á veginn og fór fólkið í skjól að Bólstað sem þá var prestsetur og var sóknarpresturinn síra Hjálmar Jónsson vinsæll, prestur sem heimsótti alla bæi í prestakallinu þegar hann tók við sínu starfi og geri aðrir betur. Einn í þessum ferðahópi var ráherra kirkjumála, Ólafur Jóhannesson, þingmaður í kjördæminu. Svo þegar Hjálmar þurfti að fara að messa í Hlíðarkirkju var auðvitað borðleggjandi að kirkjumálaráðherra sæti guðþjónustuna. Tafðist brottför hópsins eitthvað við það, en búið var að ná farartækinu upp á veg. Lýkur svo að segja svaðilförum á Vatnsskarði.

Þetta var nú einfalt, en við getum minnst Marka-Leifa sem oft fór þessa leið fótgangandi, með erindi bæði bréf og eftirlegukindur og tryppi í óskilum í alskonar veðrum.

Ég man að Leifi gisti að Syðri-Mýrinn einu sinni í svona ferð og varð þess áskynja að ég átti afmæli þann dag. Haldið að hann hafi ekki gefið mér túkall. Ég varð glaður við það enda var lítið um gjafar eða afmælisstand á þeim tímum.


mbl.is Björgunarsveitin leiðir hópakstur niður Vatnsskarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk er dáfögur kona.

Björk Guðmundsdóttir er dáfögur kona, en ég held að henni yrði kalt á Íslandi í þessum fatnaði, en það er einmitt tilgangurinn að vera velklædd þó hún sé ekki velklædd.

Það er gaman að mörgum uppátækjum hennar og eru þau listilega saman sett. Hún ku auka hróður landsins út á við og er það yndislegt. Ég kann ekkert lag eftir hana, en það kemur ekki að sök og hefur ekki verið kvartað yfir því. Var í útför í dag þar sem hinn látni söng í byrjun altso upptaka, það var skínandi gott. Mér hefur dottið í hug að gaman væri að vera með myndband í útförum. Þá væri hægt að fá fólk úr tónlistargeiranum til að búa til skemmtileg myndbönd. Það væri nýsköpun og hægt að sýna líf í sögu þjóðar.

Í minni sóknarkirkju er svakalega flottur hvítur veggur sem væri fínn til þeirra nota.

Það væri ef til vill hægt að fá listamannastyrk í það verkefni. Auðvitað ætti Ríki verkið og gæti notað það við ýmis tækifæri til að kynna land og þjóð.

Forseta frambjóðendur gætu fengi  myndbandi leigt til að sýna ættinni, saumaklúbbum og öðrum hópum sem skorað hafa á einstaklinginn að bjóða sig fram si svona.

Það er ómögulegt fyrir frambjóðandan að fara einn í pontu það er lásý.  Það verður að vera fútt í hlutunum og hafa gaman, þá hrúgast atkvæðin inn í skoðanakönnunum og og allir geta sagt, ég var nærri því búin að vinna.

Nú hefur fólk verið að tjá sig um biskupskosningar. Áhöld eru um hver eigi kosningarétt í þeim kosningum. Sumir segja að góð kirkjusókn undanfarna mánuði og að fara með bænirnar sína dugi til að hafa atkvæðisrétt, en það er ekki hægt sanna.

Nú er svo komið að það gæti brotist út borgarstyrjöld þegar menn fatta þessa kenningu og aðstöðumun að það eru bara prestar og sóknarnefndir sem hafa kosningarétt eins og ég skil hlutina.

Nú er mannfall fram undan í forsetakosningunum þar sem allir hafa kosningarétt, en engin veit hvað hann á að kjósa. En nú virðast sóknarnefndir koma sterkar inn biskupskjörið, ekkert spáð í það hvort allir séu á lífi sem kosnir voru síðast í sóknarnefndir og sennilega engin kjörskrá til og menn verða spurðir um kosningarétt og þá segja menn, ég fer alltaf með faðirvorið.

 


mbl.is Björk prýðir forsíðu Vogue í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjáin

Hafi gjáin verið löguð með því að fylla hana og tyrfa yfir er það sérkennileg vinnubrögð að merkja hana ekki. Okey. Gjáin hefur þá opnast neðar og vatn eða sjór verið gerandi í því að færa fingerðast efnið í burtu. Svo hafa jarðefnin sigið. 

Þetta leiðir hugan að því hvort þurfi að gera varanlega við svæðið, en jarðsjáin dugar vel og gott að Grindvíkingar séu á rekspöl með að hafa vald yfir aðstæðum sínu sem mér sýnis að sérfræðingar séu að ná utanum með þessari jarðsjá. Vonandi endar Grindavík ekki, sem Feneyjar norðursins.

Hér þurfa engir að hafa sérstök réttindi til að skrifa hjá mér, eins og hjá nágrannan mín við þessa frétt

Grindvíkingar eru duglegir og glöggir með að fylgjast með göngulagi stjórnvalda, en það er margt sem hefur verið rétt gert, en ýmislegt eftir svo sem.

Páskarnir koma og svo Sjómannadagurinn og verður vonandi haldið upp á hann? Það var nú gaman að koma til Grindó hér í gamla daga og fá þetta fína kaffi í Festi. Takk fyrir það.


mbl.is Búkolla féll ofan í holu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný staða í heimsmálunum

Gerbreytt staða er í heimsmálunum. Hvað er að gerast? Gerbreytt stað hjá Pútin. Hann veit lítð hvað gerist næst.

Best að segja sem minnst og vera varkár í orðum og skrifum. Hafa herfræði Kennedy bræðar að leiðarljósi í bókinn  Kúbudeilan 62. þar var íhygi og farið varlega í málinn, en vera viðbúin öllum aðstæðum.

Það þýðir ekkert fyrir Pútín að hefna sín á Úkraníumönnum. Átakapunkturinn er að færast að Miðjarðahafsbotni og þar um kring.  Eða hvar sem er.

 


mbl.is Ríki íslams að baki árásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til minningar um hann afa minn, Magnús Guðmundsson, Ísafirði og hugurinn leiddur að þróun söngs

Söngfólk, söngmenning og söngmenntun.

Þáttur í Ríkissjónvarpinu um afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna um daginn, var flottur og gaman að fylgjast með þessu glæsilega unga fólki. En það er bráðnauðsynlegt að fjalla soldið um mússik. Hér áður fyrr þegar einhver hóf söng, þá lærði fólk fljótt melódíuna og gat fólk fljótt farið að syngja lagið. T.d ef maður stóð niðri í Laugarnesfjöru og nýsköpunartogari sigldi á sundinu, þá söng maður hárri röddu "Það gefur á bátinn við Grænland". Þetta lag kunni hver maður  í landinu eftir að hafa lært það í útvarpinu. Eins var það með lagið "Nú andar suðrið sælum vindum þýðum". Ástin á söngnum umvafði sálina og skóp vellíðan og að þessi þjóð væri alvöru þjóð með söng og tónlist. En nú er sýnu erfiðara að læra það sem borið er fram í tónlistargeiranum. Sjálfur get ég bara alls ekki lært nokkurn skapaðan hlut að meðaltali.

En þar með er ég ekki að segja að söngurinn sé ómögulegur. Maður finnur að þetta er gild mússik og allir sem að henni koma eru lærðir í söngskólum landsins og fara vel með allt prógrammið. Það var þarna ræðumaður undir það síðasta í dagskránni, sem benti einmitt á þátt tónlistarskólanna. Það ætti að vera námsgrein í barnaskólum að læra að lesa nótur eins og að læra að lesa.

 

---------------------------------------------------

 

Þegar þjóðin var að verða til, átti hún engin hljóðfæri og ef það þurfti að flytja lag varð þjóðin að treysta á sjálfa sig til að syngja lagið.

Þegar verið var að meika lag þá varð hún að treysta á sjálfa sig og flytja efnið og seinna eftir að Kaninn kom var hægt að blístra lögin, fólk lærði það.

Það þurfti að syngja við útfarir, messur og skírn og á samkomum, t.d. þorrablótum og hjónaböllum. Ekki var gaman að söng þegar fólk hittir ekki á réttan tón. En þá komu forsöngvararnir til sögunnar. Þar voru á ferðinni  lagvissir menn með fallega rödd og björguðu málunum.

Á heiðum sungu gangnamenn hver með sínu nefi, en yfirleitt var það vandaður söngur, oftast raddaður og þótti lélegt að kunna ekki textann. Þessu var gert góð skil í myndinni 79 af stöðinni, þar sem sveitadrengurinn, sem gerist leigubílstjóri í Reykjavík, verður vinsæll í réttum, þar sem hann kom með söngvatnið.

Karlakórar mynduðust í sveitum landsins og urðu til með ýmsu móti.  Eitt sinn sungu bændur í Bólstaðarhlíðarhreppi ákaflega laglega fram við Galtará á þeim slóðum sem Jónas greiddi stúlkunni lokka við Galtará og  ákváðu að stofna karlakór þegar þeir kæmu til byggða. Þeir létu verða af því og til varð Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Með stuðningi bænda í Svínavatnshreppi og víðar í héraðinu, lifir þessi kór enn og tók þátt í eina tíð í söngmótum, sem voru kölluð Heklumót norðlenskra karlakóra. Karlakórinn tók þátt í kóramóti sem háð var í sjónvarpinu og vann keppnina. Það var bragur að því.

------------------------------------------------------

 

Mangi foriMagnús, forsöngvari, Guðmundsson

En snúum okkur að Magnúsi Guðmundssyni. Hann fæddist að Kaldbak í Kaldraneshreppi, f. 16.sept. 1869, d. 3.jan. 1959 á Ísafirði, verkamaður, forsöngvari og góður vefari á Folafæti, síðar trésmiður og vélaviðgerðarmaður á Ísafirði.

Kona l, 25.okt. 1892, Júlíana Þorvaldsdóttir, f. 15.sept. 1874 á Fæti, d. 31.maí 1974. For.: Þorvaldur Þorsteinsson, bóndi á Fæti, Súðavíkurhreppi, f. 1.nóv, 1841, í Múla í Ísafirði, d. 2.sept. 1884 og k.h. Matthildur Helgadóttir, f. 27.júlí 1834 á Fæti, d. 25.ágúst 1901.

Börn þeirra a) Sophus Salómon, f. 19.okt. 1893, lengi vinnumaður hjá Matthíasi í Kaldraðanesi b) Þorvaldur Matthías, f. 19.ágúst 1895, síðast bátsmaður á Ingólfi Arnarsyni c) Óskar, f. 31.des 1896, skipstjóri (formaður) og útgerðarmaður, fórst með vélbátnum Snæbirni frá Súðavík. Öll áhöfnin fórst d) Hildur(fædd Guðmunda), f. 24.mars 1900 e) Kristveig, f. 4.apríl 1903 f) Júlíana,f. 14.maí 1904.

Kona 2 (skildu), 18.nóv 1907, Karítas Skarphéðinsdóttir f. 20.jan. 1890 í Æðey, Snæfjallaströnd, d. 29.des 1972, verkakona og baráttukona á Ísafirði, síðar í Reykjavík og nágrenni. For.: Skarphéðinn Hinrik Elíasson, bóndi á Laugabóli, Ögurhreppi, f. 11.júlí 1861 í Vigur, d. 1.maí 1947 og k.h. Petrína Ásgeirsdóttir f. 3.des 1864 á Látrum í Mjóafirði, d. 9.nóv. 1890.

Börn þeirra g) Svanberg, f. 9.jan 1909, skipstjórnarmaður, rak um tíma trilluna Rúnu með mági sínum h) Petrína Sigríður, f. 5.okt 1910 i) Þorsteinn,f. 13.apríl 1913, skipstjóri á línuveiðaranum Pétursey frá Ísafirði, sem skotinn var niður af kafbáti Þjóðverja og fórst Þorsteinn þar með áhöfn sinni j) Aðalheiður, f. 3.okt 1915, húsfreyja í Reykjavík og Grindavík k) Guðmundur, f. 3.júlí 1917 l) Anna, f. 3.júlí 1917 m) Halldóra, 24.júní 1918 n) Skarphéðinn, f. 16.feb 1921, skipstjóri o) Einar, f. 4.júlí 1924, verkamaður og sjómaður, háseti á Max Pemberton sem sökk við Ísland en Einar var í fríi, vinnumaður um skeið á Söndum í Miðfirði og lausamaður þar um slóðir, þekktur munnhörpu leikari í sínu umhverfi p) Pálína, f. 25.júní 1926, öryrki (að eigin sögn) og tók saman Pálsætt á Ströndum í samvinnu við Ættfræðistofnun Þorsteins Jónssonar.

Heimild Pálsætt á Ströndum 3 bindi.

 

-------------------------------------------------------

 

 
Minningargrein um Magnús Guðmundsson, sem birtist í Baldri þann 17.01.1959, eftir Halldór Ólafson.
 
"Þann 8. þ. m. var jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju Magnús Guðmundsson, vistmaður á Elliheimili Ísafjarðar, en þar andaðist hann 3. þ. m.
 
Magnús Guðmundsson var fæddur 16. september 1869 að Kaldbak í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu, voru foreldrar hans Guðmundur Guðmundsson og Soffía Pálsdóttir í Kaldbak Jónssonar. Er frá Páli mikill ættbálkur kominn í Strandasýslu og víðar, svonefnd Pálsætt.
 
Þau Guðmundur og Soffía áttu 13 börn. Fjögurra ára gamall fluttist Magnús með foreldrum sínum að Kaldrananesi til hjónanna Árna Guðmundssonar og Önnu Guðmundsdóttur og ólst upp hjá þeim til 18 ára aldurs. Þá réðist hann vinnumaður að Stað í Steingrímsfirði til séra Ísleifs Einarssonar, sem þar var prestur 1883—1892.
 
Vistin á Stað var ærið misjöfn hvað aðbúnað og annan viðurgerning snerti. Á vetrum var viðurgerningur hinn allra bezti og lagði prestur áherzlu á að fjármenn og aðra, sem útivinnu stunduðu, skorti ekkert í fæði og aðbúnaði, aftur á móti var viðurgerningur á sumrin miklu lakari. Á Stað lærði Magnús tvennt, sem honum varð til gagns og ánægju síðar á ævinni. Hann lærði þar að vefa og varð síðar ágætur og afkastamikill vefari, einnig fékk hann þar tilsögn í söng, en hann var söngmaður og í 15 ár forsöngvari í Eyrarkirkju í Ögurþingum, en að Eyri fluttist hann frá Stað 1890 til Guðmundar bónda þar Bárðarsonar og átti þar heima í 3 ár.
 
Þegar Magnús fór frá Eyri, kvæntist hann fyrri konu sinni Júlíönu Þorvaldsdóttur og fluttist með henni að Folafæti. Eignuðust þau 6 börn. Er 3 þeirra á lífi: Sophus á Drangsnesi í Strandasýslu, Þorvaldur og Guðmunda, bæði búsett í Reykjavík. Fyrri konu sína missti Magnús eftir fárra ára sambúð. Magnús kvæntist í annað sinn 1907 Karitas Skarphéðinsdóttur og átti með henni 10 börn. Af þeim eru á lífi: Svanberg og Einar, báðir í Hafnarfirði, og Skarphéðinn, Aðalheiður og Pálína, öll búsett í Reykjavík.
 
Eftir að Magnús flutti að Ísafjarðardjúpi, stundaði hann aðallega sjómennsku og var þá lengst af vélgæzlumaður og mun hafa verið með þeim fyrstu er þá atvinnu stunduðu hér um slóðir, en vélgæzlu lærði hann fyrir áeggjan Guðmundar Stefáns Guðmundssonar föður þeirra Guðmundar hafnsögumanns og Maríasar skrifstofumanns á Ísafirði, en fyrsti maðurinn, sem hann var vélgæzlumaður hjá, var Bjarni Sigurðsson á Borg í Skötufirði. Eftir að Magnús fluttist til Ísafjarðar, hætti hann sjómennsku og stundaði aðallega smíðar meðan heilsa entist. Síðustu árin fékkst hann við saumavélaviðgerðir og tókst það starf með afbrigðum vel.
 
Magnús Guðmundsson var með afbrigðum hraustur maður andlega og líkamlega, skapfestumaður mikill, geðríkur og tilfinninganæmur. Hann var mjög ákveðinn í skoðunum og fylgdi þeim fast eftir. Hann var ákveðinn verkalýðssinni og sósíalisti og vann þeim hugsjónum allt það gagn er hann mátti, hefur Sósíalistaflokkurinn sannarlega misst traustan fylgismann við fráfall hans. Magnús var um margra ára skeið útsölumaður Þjóðviljans og umboðsmaður Máls og menningar á Ísafirði og gegndi þeim störfum af einskærri trúmennsku og dugnaði. Eftir að hann varð vistmaður á Elliheimili Ísafjarðar, hafði hann umsókn með bókasafni hælisins og hafði mikinn áhuga á að auka það sem mest og koma á það góðu skipulagi, en vegna takmarkaðs geymslupláss tókst það ekki eins vel og hann vildi. Kom í því starfi hans glöggt fram áhugi hans á bókum, þrá hans til fróðleiks og mennta og löngun hans til að samferðamenn hans gætu einnig notið þeirrar ánægju og menningar sem góðar bækur veita.
 
Lífið tók Magnús Guðmundsson allt annað en mjúkum höndum og oft var að honum þungur harmur kveðinn við missi ástvina hans, en hann lét aldrei bugast, á honum sannaðist það sem Stephan G. segir um grenitréð: „Brotnar aldrei brestur í bylnum stóra seinast.“ Blessuð sé minning þessa ágæta samherja og baráttumanns."

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband