Hvað eiga þeir sameiginlegt Geirmundur Valtýsson og Mozart?

Geirmundur Valtýsson hélt upp á 80 afmælið sitt í Hörpu með sönghátíð. Við hjónin fór á sönghátíðina um eftirmidaginn í gær.

Ég hef verið viðhengi við hans spor og söng frá 1963 að telja, en þar byrjaði hann með Rómó tríóið sínu í Húnaveri með bróður sínum Gunnlaugi Sigurðurði Valtýssyni. Hann lagði Húnaver undir sig á þessum tíma en það var ný byggt.

Hann spiluð þessi dægurlög sem voru vinsæl á þeim tíma svo sem ,,Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Marína, Marína, Marína og var voð gaman að dansa eftir öllum lögunum sem spiluð voru. Ég á þetta allt á lagalista því sjálfur spilaði ég lítil háttar á harmonikku.

Þá spilaði Geirmundur stundum á Húnavökunni með heimamönnum, Örvari Kristjánssyni algjörum harmonikkusnillingi, Einari Þorlákssyni fv. sveitarstjóra á Blönduósi, Ásgeiri raveitustjóra Blönduósi. Músikin dreyfðist um allt og það var feiknastuð.

Geirmundur hefur verið feikna afkasta mikill laga höfundur og og átt innangengt til góðra textahöfunda og allt er þett dýrmætt fyrir okkur.

Ég hef ekki möguleika á að lýsa þessum tónlistaviðburði og var ekki í aðstöðu til þess ekkert, borð , ljós, eða penni til að nótera niður. En mér fannst ég ekki geta gengið frá borði án þess að tjá mig lítillega um þessi tímamót Geirmunds. Í lok viðburðarins var Geirmundur kallaður upp á svið og var giska vel á sig kominn.

Þakkaði fyrir sig sagði á á þessum seinnparts tónleikun hefðu verið 700 manns og áætlaði að að 15oo yrðu um kvöldið.Hann var ræðin og hélta þarna góða ræðu. Að lokum söng hann með öllum sem hann var með á sviðinu. Hefur sennilega aldrei sungið eins vel og af svo miklum krafti

Það sem ég uppgötvaði á þessum tónleikum og elska, það er að gott er að læra lögin hans Geirmundar og að syngja svoleiðs lög er svo gott fyrir sálina Og þessi sterki þáttur sem fylgir lögum Geirmundar, sem maður þekkir strax þarna er þegar tónarnir byrja aað svífa um loftið er Geirmundur á ferð. Svona er þetta þegar maður heyrir verk Mózarts það veit maður í einni hendingu að þar er Mózart á ferðinni þegar fyrsta línan er komin. Það eru þessi persónulegu einkenni, sem maður hrifst af þó hér sé að sjálsögðu ólík verk á ferðinni.

En eitt að lokum sem ekki er hægt að þegja um, það var ekkert jóðlað þarna. Roy Rogers jóðlaði allt af í sýnum söng. Það væru nú beinast að ætlast til þess að sú söngmenning komi úr Skagafirði.

Ég þekki eina konu sem kann að jóðla, Það er Þuríður Sigurðardóttir frá Laugarnesi, hún tekur ef til vill málið í sínar hendur.

Að lokum, elsku þakkir til þín Geirmundur góður.


Bloggfærslur 7. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband