,,Blómabændurnir á Espiflöt fengu afhent landbúnaðarverðlaun ársins 2020 á Búnaðarþingi í dag. Athygli vakti að við afhendinguna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á verðlaununum fengu þeir afhentan innfluttan blómvönd segir í frétt Morgunblaðsins.
Þetta er engin tilviljun. Þetta er gert með stálvilja Sjálfsæðiflokksins. Hræddur er ég um að margir bændur gleypi loft.
Hvað verður um sauðfjárbændur, þegar grænmetið og hvítakjötið er komið í bandalag. Maður spyr sig? Og Guðni ný búina að skrifa þróttmikla grein og brýna bændur, og segja þeim að vera vara um sig. Svo er bara blómakarl með fangið fullt af erlendum blómun orðin aðal karlinn upp í Bændahöllinni og konan með sínar frostrósir sett til hliðar eða bak við eldavélina eins og karlinn sagði og slátrað. Það er ekkert upp á hana að klaga, kom bara vel fyrir. Hver ber ábyrgð á þessu?
Þó svo ylrækt sé fögur búgrein og góð þar sem hún á við, verður hún varla uppistaða landbúnaðarins, varla á þorranum. Þó gæti hún vaxið ef hún fengið rafmagn á stóriðjutaxtanum.
![]() |
Blómabændur fengu innfluttan blómvönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.3.2020 | 15:17 (breytt kl. 15:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnvöld eru á réttu róli eftir mikla grýni á verklagi og ónógri aðgæslu varðandi það ástand sem nú hefur skapast í landi okkar. Ráðist er í hverja aðgerðina á fætur annari til umbóta.
Það var lærdómsríkt að sjá sýnikennslu í sjónvarpinu á því hvernig á að þvo hendur sínar til að það virkaði og þær væru vel sótthreinsaðar efti handþvott. Þá hverfur hugurinn að almennum þrifnaði sem er ef til vill er ónógur þó engar almennar rannsókinr séu til um það. Að vísu setti Halldór Kiljan fram einhvern texta hér í den um málefnið sem ég hef ekki við hendina.
Í landbúnaði er aðeins í fjósum og mjólkurhúsum kúabúa handlaugar til að þvo sér. Í fjárhúsum er það held ég undantekning að handlaugar séu til staðar. Bændur hjálpa ám við burð og þurfa oft að krækja fyrir löpp eða haus svo ærin geti fætt lambið. Sjaldnast þvegið sér á eftir, látið duga að þurka sér á heyi.
Mikilsvert er að gera meira en minna í sóttvörnum við þessar aðstæður sem við eru kominn í og gætu orði langar og þurfa mikið úthald.
Það að taka hótel á leigu fyrir fólk sem er ekki með fasta búsetu og ferðamenn sem þarf að einangra er skynsamleg ráðstöfun.
Þessi veiki ætti að varpa ljósi á að nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að búfjárhald Íslendinga verði fyrir rothöggi og um margt varpar ljósi á hvernig einangrunin hefur á vissan hátt verndað okkur, þó hún geti líka virkað í hina áttina að við höfum ef til vill minna mótefni fyrir vikið. Sjálfur er viss um að ég sé mjög eitraður eftir að hafa alist upp í torfbæ og sennilega eini Íslendingur sem hefur flutt úr bragga í torfbæ, þannig að ég er baneitraður.
Undarlegt er að handþvottur sé ekki kenndur í heilsufræði grunnskóla.
Í fiskvinnslu og iðnaði spá ég að ástandi sé betra.
Handrið í fjölbýlishúsum eru eitraða peðið og hér í mínu fjölbýli voru það konur sem vöktu athygli á því að það þyrfti að sótthreinsa þau í einhverri vorhreingerningunni. Svona geta verið gildrur um allt þjóðfélgið. En svo þegar þekkingin á sóttvörnum eflist, getur þjóðin litið glöð framm á veginn.
Þegar Sigurður hestamaður frá Brún í Svartárdal gekk frá Akureyri til Reykjavíkur til að fara í Kennaraskólann, tók hann eftir því á leið sinni að víða gekk fólk úr vegi hans og vildi ekkert við hann tala og þó var hann af Guðlaugsstaðaættinni, því mikla kjaftakyni. Hann skildi ekkert í því. Hann fór svo að hugleiða að spánskaveikinn grasseraði og það var ástæðan fyrir þessu hátterni fólks.
Heimild: Einn á ferð og oftast ríðandi, ævisaga.
![]() |
Kostar á annað hundrað milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.3.2020 | 20:55 (breytt kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðlag Reynisstaðabræðra er væntanleg þekktasta ferð á hálendinu, en þeir voru sendir til fjárkaupa yfir í Biskupstungur. Urðu þeir úti á Kili. Þeir tóku ekki mark á byggðamönnum og aðvörunum þeirra,en drifu sig í dauðan Þetta er löng saga og verður ekki frekar rifjuð upp hér. Hér gilti gamla máltækið,, eigi verður feigum forðað, né ófeigum í hel komið.
Höndin af Jóni Aystmanni fannst á Blöndugili en hann hafði haldið áfram og hefur sennilega ætlað að freista þess að komast niður í Blöndudal og fá hjálp. Oft hefur verið spjallað um þetta í göngum á Auðkúluheið og margir verið hissa á þessu. Mig minnir að hestur Jóns hafi fundist með sundurskorinn reiðtygi og hesturinn skorinn á háls. En höndin? Allar líkur eru á því að tófan hafi komið höndinni á þann stað sem hún fannst á.
Þrír sveitungar mínir fóru á rjúpnaveiðar framm á heiðina eitt sinn í denn og urðu að yfirgefa jeppann út í Seiðisá. Þeir gengu niður og komust seint um nótt niður að Eldjárnsstöðum þar sem þeir áttu ætt og uppruna. Það var vel tekið á móti þeim þar. En þeir voru við það að gefast upp.
Ég hef trú á pólverjanum. Hann virðist vita í hvað hann er að leggja. Engin veit svo sem sína æfi fyrr enn öll er, segir annað máltæki.
![]() |
Í tjaldferð á hálendinu í óveðrinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.2.2020 | 15:35 (breytt 28.10.2021 kl. 20:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér áður fyrr var Vegagerðin nokkrum sinnum að auglýsa að Holtavörðuheið væri ófær. Oft var það að menn tóku ekkert mark á þessu og brutust yfir, stundu við illan leik. Það þótti hraustleikamerki. En þá voru allir með skóflu og spotta og oft með keðjur í skottinu. Oft var það þannig í pottin búið, að skyggni virtist gott yfir heiðina spáin ekki sem verst.
Auðvitað var vegargerðarmönnum illa við að bílar væru skildir eftir í köntunum og væru fyrir þegar Holtavörðuheiðarjarlinn, Gunnar í Hrútatungu,kom að moka.
Nú er að festast í sessi að hættulegum fjallvegum og leiðum er lokað með slá. Kemur það einkum til vegna þess að óvanir útlendingar eru að ferðast við aðstæður sem þeir kunna ekkert á og ráða ekki við þær, rangla ef til vill frá bílnum eða innfæddir á blankskóm og þá er dauðinn vís.
Lokanir er nauðsynleg ráðsöfun til að yfirvöld hafi fullt vald á aðsæðum og getir ráðið við það verkefni að stjórna umferðinni.
Almennt eru menna að verða fylgjandi þessu held ég, nema þá í einstaka tilfellum að menn á stórum jeppum finnst sér misboðið.
![]() |
Snarpar hviður og mögulegar vegalokanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.2.2020 | 10:30 (breytt kl. 10:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við þekkjum það að lægðir sem koma upp að landinu sleikja Reykjanesskaga og eru ekkert ógurlega djúpar. Fara svo með suðurströndinni, kíkja stundum inn á hálendið fara svo austur fyrir land og deyja þar eða minnka kraftinn.
Nú virðist þetta að vera breytast. Lægðirnar grafa sig niður á miðju Atlandshafi dýpka hratt og hreyfa sig meir að Bretlandseyjum í fyrstu. Igildi, fellibyls fara þar á land. Afgangurinn klofnar frá aðallægðinni og heldur norður á bóginn og hittir þar kunningja sinn kyrrstaða hæð fyrir norðan land sem bíður þar eins og þýskur kafbátur til að gera usla. Lægðin er þá komin austur fyrir land og saman vinna þessi tvö veðrakerfi að gera landsmönnum lífið leitt.
Þetta er munstur sem mér finnst hafa verið að festa sig í sessi. Af hverju hef ég ekki kunnáttu til að segja um? Grunar þó að á Atlandshafi sé mikið af hlýju lofti sem er gott fóður fyrir lægðir að dafna í og Grænlandsjökull enn á sínum stað og leggur til kuldan úr norðri.
Nú verða menn að fara að vara sig bæði í dreifbýli og þéttbýli og þá er það aðalega búsmali og gömul hús sem eru orðin léleg sem eru í hættu. Saumur á þökum orðin laus. Sperruendar fúnir svo þök sviptast af í heilu lagi og mannskapurinn fýkur og er orðin láréttu á snöggu augabragði. Í þéttbýli eru náttúrlega allir lausamunir sem þarf að fest sérstakleg á byggingasvæðum og leggja bílum ekki þétt og svo auðvita allur báta og skipaflotinn í uppnámi.
Menn kunna þetta svo sem en allur er varinn góður og menn hlaupa ekki að verkefnunum þegar allt er komið í óefni.
![]() |
Óvissustigi almannavarna lýst yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.2.2020 | 15:33 (breytt kl. 15:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk hefur verið að bera Nóbelsverðlaun Halldórs saman við Óskarðsverðlaun Hildar Guðnadóttur að mikilvægi fyrir þjóðina.
Það má segja að á þessu tvennu er nokkur munur að mínu mati. Halldór kom með Gullfossi heim og hélt ræðu m.a. um ömmu sína og upp úr hverskonar jarðvega hann væri vaxin.
Þá var þjóðin ekki alveg viss að hún væri mjög góð.
Nú hinsvegar er þjóðin alveg handviss að mínu mati um að hún sé góð. Meir að segja mjög góð. Allt að því montin. Enda búið að vera segja henni það í langan tíma. Dagskrá útvarpsins er full í tíma og ótíma af tónlist. Rétt si svona flutt talað mál inn á milli. Áður fyrr var tónlist flutt í afmörkuðum þáttum. Lög ungafólksins. Óskalög sjúklinga og Óskalög sjómanna með kveðjur frá Jóni og Gunnu. Það gefur á bátinn við Grænland og svoleiðis lög. Svo auðvitað sinfóníutónleikar sem engin skildi nema Vínarvalsana, en þá var dansað. Nú orði dansar gamla fólkið um miðjan dag.
Í tíð Halldórs var hver maður með bók á náttborðinu sínu. Nú segja mælingar að lesskilningur sé heldur bágur og ekki eins mikið fjallað um bókina. Minna talað um bækur fyrir jólin.
Með ömmuna er heldur fastara undir fæti hjá Hildi, því amman er þjóðfrægur vísindamaður og prófessor Margrét Guðnadóttir og rannsakið litlar veirur og bakteríur, sem gerður búsmala bænda skráveifu, en þær sjást ekki nema í smásjá.
Amma Halldórs býr afur á móti í þjóðarminningunni að prjóna sokka út um allt land.
Haaaaaaaaaaaa, handaupplyfting.
Svo veit þjóin litið um kæki eða tiktúrur Hildar ef slíkt er þá yfir höfuð fyrir hendi.
En auðvitað eru þau bæði jafn dýrmæt lítilli þjóð norður í Dumbshafi, sem engin skilur að geti verið til með texta og lagi. Svo étur þjóðin allan matarforðan upp á sérstökum samkomum á Þorranum. Forði sem dugði langt fram á útmánuði.
![]() |
Hildur velkomin á Bessastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.2.2020 | 19:47 (breytt kl. 20:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til er markskonar, hlaup spretthlaup grindahlaup boðhlaup höfrungahlaup og pokahlaup og vafalaust fleiri tegundir.
Mikið er talað um höfrungahlaup meðal ráðamann nú um stundir og það gert að einhverskonar samnefnara fyrir auknum launahækkunum ef slík hlaup ætti sér stað.
Höfrungahlaup er þannig að reynt er að hlaupa yfir röð af fólki sem er bogið í baki og stokkið klofvega yfir það. Svo gengur runan og halarófan áfram og hver stekkur yfir annan, svo hlaupið tekur tæplega enda og í hagkerfinu verða eintómar launahækkanir.
Betra væri að viðhafa pokahlaup, það gæti dregið úr launahækkunum hugsanlega. Stjórnmálafólk setur báða fætur í strigapoka eða seglpoka og hleypur svoleiðis, með því að stökkva eins og kengúra. Bæði þessi hlaup voru tíðkuð þegar bloggari var í göngum fyrir 60 árum. Keppenda skalinn var breiður frá 14 ára- 70 ára. Þetta var gert til skemmtunar og ná úr sér styrðleikanum eftir að vera á hestbaki allan daginn. Stjórnmálafólk gæti notað þetta til að halda jafnvægi.
Spretthlaup var notað hér áður fyrr, fyrir hrun til að kaupa banka. Sá sem var fljótastur upp í fjármálaráðuneyti vann.
Boðhlaup gætu bændur t.d. notað við að koma sínum málum fram. Þá væri fyrst samþykkt einróma tillaga sem gæti hljóðað einhvern veginn svona: Aðalfundur búnaðarfélags X-hrepps harmar víxlhækkanir verðlag og telur verð á áburði orðinn allt og hátt og óviðráðanlegt fyrir nýliða. Síðan væri þessi tillaga borinn upp á aðalfundi búnaðarsambandsins og fulltrúarnir færu með hana þangað og afhentu hana. Til sannindismerki um afhendingu væri notaður hrossleggur og kerfið færi með þetta til Búnaðarþings sem ályktaði um málið og sendi þetta inn í landbúnaðrráðuneyti og þar væri engin til að taka við því, vegna þess að allir væru hættir að vinna þar og skrifstofur læstar. Þá gengju leggirnir til baka og ekkert gerðis og engin sigurvegari.
Grindahlaup væri hægt að nota fyrir stjórnmálaflokka á fundarferð til að stökkva yfir þéttbýlisstaði til að þurfa ekki að mæta í pontu og halda ræður og fá svo á sig vammir og skammir frá vanþakklátu fólki sem færi ekki snjómokstur o.þ.h.
Grindahlaup gætu sjómenn notað til að príla aftur á bátaþilfar og reyna að ná brottkasti inn í skipið. Þetta hlaup væri einungis notða á netaveiðum.
Gönuhlaup væri það kallað þegar álitsgjafar væru að fjalla um að allt færi á hliðina ef launþegar fengju eðlilegan arð af vinnuframlagi sínu.
Allt búið.
![]() |
Vissulega mjög persónuleg barátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.2.2020 | 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú um nokkurt tímabil hafa húseigendur og byggingarverktakar, tekið upp þann móð að klæða hús að utan.
Uppi voru þeir tímar að menn héldu að steinsteypan væri ódrepandi og stæðist íslenskt veðurfar öll áhlaup árstíðanna á steypuna, hiti sól og þensla, regn, frost og vindur og íslensk hús byggð úr steinsteypu væru eilíf.
Á sínum tíma fór að bera á alkalísskemmdum í Breiðholti í Reykjavík og komu fram skýringar á því að steypan væri ekki nógu góð og þar fóru menn að klæða hús í grið og erg því steypan morknaði. Það er alveg ótrúlegt hvað steinsteypan og múrinn geta látið undan tímanstönn og veltur á því auðvitað hversu vandað hefur verið til verks en þekking manna hefur vaxið við gerð steinsteypu. Þá hefur ónóg þekking á málningu valdið húseigendum tjóni. Má þar nefna dekamálningu sem þakti vel og myndaði kápu utan á veggjum, en hleypti raka ekki út svo veggurinn andaði ekki.
Á Vesturlandsvegi við Leirá er steypt akbraut sem stendur sig fyrnavel. Svo eru til dæmi, þar sem áreyramöl hefur staðið sig vel og hef ég dæmi um það úr mínu umhverfi.
Nú verð ég að segja að um þau mál sem reifuð eru í fréttinni þekki ég ekki svo gjörla enda er þarna um að ræða klæðningu af annari tegund, en hér er til umfjöllunar.
Þessar vangaveltur mínar hér snúa fyrst og fremst að festingunum með múrboltum í útvegg húsa.
Nú, nú, komum þá að því sem fyrirsögnin vísar til. Þessar stóru klæðningar þekja mikil svæði á húsum og taka veður á sig alla tíð og eru meir og minna á hreyfingu og þá reynir á múrboltana. Smátt og smátt jagast múrboltarnir í sætum sínu vegna hreyfingar og smátt og smátt minnkar haldið, því allt sætið verður rýmra eftir aldri og hreyfingunni sem boltinn hefur mátt þola og að lokum má búast að múrboltinn sé laus og hætti að gegna hlutverki sínu og þessir stóru flekar vera haldlausir og gætu sunkað niður og af húsinum.
Nú er ég ekki að vísa í neinar rannsóknir og veit ekki hvort þær hafa verið gerðar. Byggi ég þetta aðeins á minni reynslu við að umgangast hús, byggð úr steinsteypu um langan tíma. Vinnu með múrboltum við að fest hluti með múrboltum, ásamt lítils háttar námi í grein sem hét Byggingarfræði og var kennt á Hvanneyri.
![]() |
Vinsæl utanhússklæðning dæmd gölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.2.2020 | 15:27 (breytt kl. 16:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggari hefur átt kost á því að fljúga skoðunarflug yfir Biskupstungnamannarétt mánaðarmótin Júni/Júlí. Auk þess hefur hann oft ekið yfir Kjöl. Gengið í Þjófadali og niður að Hvítárnessskála og skoðað Fögruhlíð, sem er fallegasta villta gróðurlendi sem bloggari hefur séð, end á sauðkind erfitt með að komast þangað því hlíðina verja jökulföll á báðar síður og jökull á eina hlið.
Ekki voru teknar myndir í flugferðinni af tillitsemi við bændur. Skemmst er frá því að segja afrétturinn er gróðursfarslega í henglum að mínu sjónmati.
Þá er spurning ef þjóðgarður nær fótfestu á hálendinu hvort ekki verði að gera heilstætt mat um gróðurfar og illa meðferð á landi. Erfitt er að ákveða við hvað ætti að miða. Íslendingabók Ara fróða sem segir að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Bloggari telur að í bók Ara sé kommuvilla vaðandi þann þátt að landið var ekki viði vaxið heldur víði vaxið. Á því er mikill munur og léttbærara fyrir bændur að greiða álagið ef til kæmi heldur en þurf aða far til Noregs eins og Ingimundur Gamli gerði þegar hann var að heyja sér við í hús sín, það styrkir þessa kommuvillukenningu mína. Ekki hafa utanferðir þurft til þessa að kaup húsavið ef landið var viðivaxið milli fjalls og fjöru.
Burt séð frá því mundi útektin sem yrði gerð augljóslega þannig að halla myndi á bændur. Bændur yrðu greiða landeiganda sem hér er íslenks ríkið álag. Þar sem um þjóðlendur væri að ræða. Svona úttektir eru framkvæmdar þegar leiguliðar sest á jörð og þegar þeir skila þeim og þá er reiknað álag. Bloggari hefur setið tvær leigujarðir og þurft að afhenda þær með úttekkt. I báðum tilfellum var leiguliða greitt álag. Flestir bændur eru það sem kallað er sjálfeignarbændur alfrjálsir. Ég vorkenni þeim ekki að þola svona rannsókn og mat að bestu manna yfirsýn.
Bloggari viðurkennir að hafa fengið ábendingu frá fulltrúa Landgræðslunnar um eitt hólf sem þurfti að létta beit hrossa af og var það gert samstundis. Svo það getur hent alla menn að ofbeita land sem þeir eru ábyrgir fyrir. Aðlaatrið er hvernig menn bregðast við því.
Bændur hafa mikið hampa því að vera að græða upp land og er það vel. Ég lýt nú mest á þá vinnu sem herbragð til áróðurs. Þó er ekki hægt að hafna því að eitthvað vinnst við það, en getur hallað á niður í byggð ef efni af húsdýraáburði bakkteríur kemst í grunnvatn.
Besta uppgræðslan lands er friðun fyrir beit.
Frægt var hér um árið dirfska bænda þegar þeir óku féi inn á Þórsmerkursvæði og slepptu því þar. Jú þeir voru að verja upprekstrarrétt sinn og ekki hafði verið staðið við einhvern lið í samningunum um girðingar. Þar höfðu bændur ekki hugmynd um hvað orðstír þeir væru að skapa sér til framtíðar með slíku háttalagi.
Það er ánægjulegt að bændur eigi víðast hvar upprekstur á afréttum og þjóðlendum. Víðast hefur hrossum verið vísað af afréttum og er það vel. Því ábyrgir menn sáu að stefndi í óefni, en nú er sem semsagt komið að því að taka afréttirnar og gera úttekkt. Í raun ætti ríkið alls ekki að taka við þjóðlendunum nema með einhverju formlegu mati svo það liggi skjalfest fyrir hvernig ástandið er og hægt að byggja beitarbúskapinn á og ef ráðast þarf í einhverskonar ítölu, sem bændur hata að mínu mati.
![]() |
Ríkið ráðskast í fullkominni andstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.1.2020 | 11:37 (breytt 20.1.2020 kl. 07:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það ber að fagna þessu einstæða björgunarafreki. Þvílíkt og annað eins afrek. Gleðilegt að allir séu hólpnir, björgunarsveitarfólk líka og fagnaðrefni að allir séu heilir eftir fréttum að dæma þó sálin sé ef til vill löskuð.
Við fljótum á því Íslendingar að þessi björgun hafi tekist jafn gitusamlega og raun ber vitni um. Þannig að við verðum ekki að viðundri og dæmdir vitleysingar um víða veröld. Það er ekkert grín að vera venjulegur borgari og þurfa að undirgangast það að fólk geti ekki bjargað sér í eigin landi og fá skellin af umfjöllun af svona málum
Almennt séð finnsta manni Íslendingar vera vaxnir frá landi sínu og veðurfarsaðstæðum sem geta skapast og vankunnandi.
Líklega er sjómannastéttin eini hópurinn sem eitthvað kann fyrir sér gagnvart veðurfari og svo auðvitað þessir frábæru veðurfræðingar sem við eigum, það er mín tilfinning.
Þetta dæmalausa fyrrir hyggjuleysi skilur maður ekki, veðurskeyti eru búin að vera marg endurtekinn í öllum fjölmiðlum.
Það þarf að taka þetta mál sem alvarlega aðvörunn um að Íslendingar fái allsherjar þjálfun og menntun um hvernig ber að haga sér í samskiptum við land og veður.
Nýr þjógarður á hálendinu gæti haft hér hlutverki að gegna hvað varðar umsjón og heildar eftirlit og stjórnun á hálendinu og menntun.
Ríkislögreglustjóri hefur hlutverki hér að gegn að hóa í eina ráðstefnu um þessi mál. Hann er alinn upp í sveit og hefur væntanlega farið á milli húsa og bæja í vondu veðri.
![]() |
Fólk á öllum aldri í hópnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.1.2020 | 08:27 (breytt kl. 18:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 447
- Sl. sólarhring: 595
- Sl. viku: 2533
- Frá upphafi: 595725
Annað
- Innlit í dag: 413
- Innlit sl. viku: 2173
- Gestir í dag: 404
- IP-tölur í dag: 396
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar