Tifandi tímasprengjur?

Nú um nokkurt tímabil hafa húseigendur og byggingarverktakar, tekið upp þann móð að klæða hús að utan.

Uppi voru þeir tímar að menn héldu að steinsteypan væri ódrepandi og stæðist íslenskt veðurfar öll áhlaup árstíðanna á steypuna, hiti sól og þensla, regn, frost og vindur og íslensk hús byggð úr steinsteypu væru eilíf.

Á sínum tíma fór að bera á alkalísskemmdum í Breiðholti í Reykjavík og komu fram skýringar á því að steypan væri ekki nógu góð og þar fóru menn að klæða hús í grið og erg því steypan morknaði. Það er alveg ótrúlegt hvað steinsteypan og múrinn geta látið undan tímanstönn og veltur á því auðvitað hversu vandað hefur verið til verks en þekking manna hefur vaxið við gerð steinsteypu. Þá hefur ónóg þekking á málningu valdið húseigendum tjóni. Má þar nefna dekamálningu sem þakti vel og myndaði kápu utan á veggjum, en hleypti raka ekki út svo veggurinn andaði ekki.

Á Vesturlandsvegi við Leirá er steypt akbraut sem stendur sig fyrnavel. Svo eru til dæmi, þar sem áreyramöl hefur staðið sig vel og hef ég dæmi um það úr mínu umhverfi.

Nú verð ég að segja að um þau mál sem reifuð eru í fréttinni þekki ég ekki svo gjörla enda er þarna um að ræða klæðningu af annari tegund, en hér er til umfjöllunar.

Þessar vangaveltur mínar hér snúa fyrst og fremst að festingunum með múrboltum í útvegg húsa.

Nú, nú, komum þá að því sem fyrirsögnin vísar til. Þessar stóru klæðningar þekja mikil svæði á húsum og taka veður á sig alla tíð og eru meir og minna á hreyfingu og þá reynir á múrboltana. Smátt og smátt jagast múrboltarnir í sætum sínu vegna hreyfingar og smátt og smátt minnkar haldið, því allt sætið verður rýmra eftir aldri og hreyfingunni sem boltinn hefur mátt þola og að lokum má búast að múrboltinn sé laus og hætti að gegna hlutverki sínu og þessir stóru flekar vera haldlausir og gætu sunkað niður og af húsinum.

Nú er ég ekki að vísa í neinar rannsóknir og veit ekki hvort þær hafa verið gerðar. Byggi ég þetta aðeins á minni reynslu við að umgangast hús, byggð úr steinsteypu um langan tíma. Vinnu með múrboltum við að fest hluti með múrboltum, ásamt lítils háttar námi í grein sem hét Byggingarfræði og var kennt á Hvanneyri.


mbl.is Vinsæl utanhússklæðning dæmd gölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband