Höndin á Jóni Austmanni fannst á Blöndugili

Ferðlag Reynisstaðabræðra er væntanleg þekktasta ferð á hálendinu, en þeir voru sendir til fjárkaupa yfir í Biskupstungur. Urðu þeir úti á Kili. Þeir tóku ekki mark á byggðamönnum og aðvörunum þeirra,en drifu sig í dauðan Þetta er löng saga og verður ekki frekar rifjuð upp hér. Hér gilti gamla máltækið,, eigi verður feigum forðað, né ófeigum í hel komið.

Höndin af Jóni Aystmanni fannst á Blöndugili en hann hafði haldið áfram og hefur sennilega ætlað að freista þess að komast niður í Blöndudal og fá hjálp. Oft hefur verið spjallað um þetta í göngum á Auðkúluheið og margir verið hissa á þessu. Mig minnir að hestur Jóns hafi fundist með sundurskorinn reiðtygi og hesturinn skorinn á háls. En höndin? Allar líkur eru á því að tófan hafi komið höndinni á þann stað sem hún fannst á.

Þrír sveitungar mínir fóru á rjúpnaveiðar framm á heiðina eitt sinn í denn og urðu að yfirgefa jeppann út í Seiðisá. Þeir gengu niður og komust seint um nótt niður að Eldjárnsstöðum þar sem þeir áttu ætt og uppruna. Það var vel tekið á móti þeim þar. En þeir voru við það að gefast upp.

Ég hef trú á pólverjanum. Hann virðist vita í hvað hann er að leggja. Engin veit svo sem sína æfi fyrr enn öll er, segir annað máltæki.


mbl.is Í tjaldferð á hálendinu í óveðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband