Nú er spáð vondu veðri og því forvitnilegt hvort bændur komi sínum hrossum inn í hús eða í skjól við peningshús. Vitað er um töluvert pláss að ræða, sem hefur myndast í gömlum heyhlöðum og votheysgryfjum eftir að rúllubaggatæknin var tekin í notkun víða í sveitum og rúllur geymdar úti. Eins eru aflögð fjárhús oft til taks. Hættan þar er sú að þök á slíkum húsum geta rifnað af í heilulagi því sperruendar eru oft orðnir fúnir við vegginn.
Bændur hafa komist frá því að verða lögsóttir fyrir það ástand sem skapaðist í hrossagreinini í síðasta hríðarkasti og var Matvælastofnun eitthvað að fjalla um það að ekki væri hægt að koma auga á það að þarna væri um hanndvömm eða hirðuleysi að bænda kenna, eins og ég skildi málið. Matvælastofnun blessaði svo yfir málið.
Bændur er liðlegir í því að snúa á yfirvöld. T.D komust þeir vel út úr rolludauðanum hér um árið og voru búnir að koma því inn hjá stjórnvöldum að þetta væri veiki og fá dýralækna til að trúa þessu að mestu þar til mál voru rannsökuð vísindalega og niðurstaðan var að þetta var hvorki veiki eða smitandi sjúkdómur. En vissulega var þetta veiki, svokölluð máttleysisveiki sem hefur oft verið að hrella bændur á vorinn.
Ég var allatíð viss um að þarna væri ekki allt með felldu. Víða þar sem maður fór um, leit fé illa út. Rúllur voru settar í hringlaga grindur þar sem komust ef til vill 15-20 ær á garða sem gerði það að verkum að féið misgekkst og ef ær komast ekki óhindrað í fóður þá eru þær fljótar að missa hold.
Hér í eina tíð man ég eftir bónda sem setti oft margt á svo þröngt var í húsum en bóndi hafði nóg hey. Þegar bóndi var búinn að gefa svo sem 2 hnepp þá þurfti hann að byrja að smala garðnn og reka ærnar úr flekknum og niður í kró. Voru ærnar sérlega lunknar að stökkva upp á bakið á vinkonum sínu og upp í garða. Bóndi var alltaf jafn hissa á þessu atferli og skildi það ekki. Hér í gamladaga var féi sem misgekkst hyglað með því að gefa einstklingum extraskammt af rúgdeigi. Voru miklar spekúlasjónir hvað vær hæfilegt. Voru gamlir menn iðnir við þetta og ærnar héldust í holdum.
Hræddur er ég um að lítið sé til af gögnum um holdafar á hrossum heilt yfir einn vetur. Hryssur far að leggja af upp úr áramótum þegar fylið fer að þurfa meiri næringu og þarf extra umhirðu og fóður.
Þessi nýja búgrein að taka blóð úr hryssum til notkunar í lyfjageiranum er umhugsunarverð út frá fóðrun hrossa að vetri til. Það þarf nú eitthvað til að standa undir ca 20 lítra pr hryssu blóðtöku yfir sumarið og meta það þegar hugað er að haust og vetrarútigangi stóðmera. Ég er ekki viss um að menn séu búnir að átta sig nægilega vel á þessu og hvaða extra ráðstafanir þarf að gera til að mæta blóðtökunni. Það er eðlilegt að bændur nýti sér þetta til að auka arðsemi af hrossum, því hun er nú fátækleg af stóðbúskap og vetrarharki.
Ég man eftir einum bónda sem útbjó sér skjól fyrir hross. Það var svona langur skápur, festu niður í jörð með staurum sem hross gátu stungið inn hausnum og étið í friði. Svo var skápurinn fylltur og engin hætt á að heyið fyki út í veður og vind sem alltaf er hætta, þegar gefið er úti.
![]() |
Djúp og víðáttumikil lægð á leiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2020 | 09:45 (breytt kl. 10:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er búið að einkavæða og hver á hvað og hvað er hvurs? Var ekki vinnsla orku og flutningur hennar aðskilinn?
Þetta þurfa stjórnmálamenn að fræða þjóðina um og hver er munurinn og hver á að halda dreifikerfinu við? Og dugar einkaframtakið við svona aðstæður?
Það er svo sem virðingarvert að ráðherrar fari í vettvangsferð til að kynna sér aðstæður, en það hefði mátt vera fyrr. En dugar skammt að ráðherrarnir séu í verkum að berja klaka af línum, með girðingarstaurum.
Ein ástæða þess að Blanda var virkjuð á sínum tíma var að hún var ekki á eldvirku svæði, þannig að hún eyðileggðist ekki í jarðskjálftum. Það kallast fyrirhyggja og eins var hæpið að láta Hundin að sunnan duga til að fullnægja orkuþörf á Norðurlandi sem stóð tæpt eftir sprengingar við Laxá og hrakfarir við Kröflu.
Hundurinn var heiti á bráðabyrgðalínu að sunnan þegar allt stefndi í óefni. Og nú er teygt og togað um hvar línan frá Blöndu á að liggja skilst mér. Því réttur landeiganda er æði mikill.
![]() |
Skort stuðning við uppbyggingu kerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.12.2019 | 18:55 (breytt kl. 19:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fjölsóttur fundur var haldinn í Veröld Húsi Vigdísar á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar og Bændasamtaka Ísland. Þar voru flutt 4 erindi og voru þau mjög skilmerkileg og fróðleg og síðan leyfðar fyrirpurnir.
Mér leist ekkert á þetta og fannst flest svífa um í lausu lofti.
Prófessor Ólafur Arnalds greindi frá hver losun lands væri og ýmis önnur losun. T.d gæti rofin úthagi á ´Islandi verið að losa 2-20 milljón ígilda af CO2. Hann taldi að Styrkja þyrfti grunnrannsókir í þessum efnum.
Það er einmitt það. Mitt helsta erindi á þessa dagskrá var að afla mér mér þekkingar á því hvernig þetta væri mælt. En það var ekki útskýrt almennilega hvernig þessar tölur væru fengnar. Margar spurningar voru spurðar og var þeim svarað. En auðvitað rann fundartíminn fljótt út og var ekki tímai til að spyrja allara spurning sem nauðsynlegt er að spyrja, en það kemur nú smátt og smátt.
Þá grunar mig að viða vanti löggjöf til að starfa eftir í þessum málum. Þarna kom meðal annars framm æskilegt sé að stöðva ætti alla nýja þurkun á landi, það væri skynsamlegt en það er ekki hægt nema hafa einhverja löggjöf. Að vísu hefur vöntun á fjármagni hægt á þeirri starfsemi.
Þeir frummælendur sem þarna hófu upp raust sína töldu að það vantaði ef til vill samráðsvettvang og samræmingu á vinnu þessara aðila.
Þá er spurningin þarf ekki að gera það sama og í ríkissaksóknaramálinu og lögreglu landsins að stofna landbúnaðrráð til að samhæfa mál og auka samtal.
Ætli nokkuð sé farið að tala við bændur hvernig málu eigi að vinda fram til að moka ofan í skurði og ýmsar aðgerðir við nýja skipan beitarmála.
Vonandi verða þessi erindi birt einhverstaðar á netinu sem fyrst. Ekki tók ég eftir því að ritari hafi verið skipaður þó þetta væri kallaður fundur en það er ekki móðins lengur að rita fundargerð og það er gert með harmkvælum og lítið að græða á slíku skrifi.
Ekki eins og Grímur Gíslason frá Blönduósi/ Saurbæ skrifaði hér í gamladaga, þar sem var hægt að les hvað hver sagði og hvernig allt fór fram.
Stjórnmál og samfélag | 6.12.2019 | 10:45 (breytt 13.12.2019 kl. 09:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr Hrönn Egilsdóttir sjávarlíffræðingur efndi til fundar í haust á vegum Háskólans í Reykjavík um súrnun sjávar. Var hann haldinn í bátaskýli vestur í Nauthólfsvík.
Hrönn var með fyrirlestur um þetta málefni og gaf fundarmönnum ádrátt um að hægt væri tjá sig eftir fyrirlesturinn. Þetta var ekki fjölmennur fundur svona innan við 20 manns. Fyrirlesturinn var prýðilegur og öll framsetning glögg og skilmerkileg, þannig að maður gat í fljótheitum áttað sig á því hvað er að gerast í sjónum að mati Hrannar og eftir hennar niðurstöðum með rannsóknum sínum.
Þegar orði var gefið frjálst stóð maður upp sem vildi tjá sig um málefni og þá varð einhver óstöðuleik í salnum og ég áttaði mig ekki alveg strax á því hver var fundarstjóri, en svo kom það í ljós. Ekki man ég svo gjörla efnisatriði fundarmansins en það var ágætlega fram sett, en það kom fljótlega fram að nauðsynlegt væri að vera varkár í ályktunu og vera á verði. Ræðumaður bar ekki brigður á málflutninga Hrannar en hægt var að finna einhverja mótstöðu í salnum.
Ég var búin að ákveða fyrir fundin að taka til máls og reifa ákveðið mál þarna og var því búin að legga línurnar um hvað ég ætlaði að ræða. Bað ég nú um orðið. Varð þá einhver órói aftur á fundinum og ég fann mótstöðu þyt fara um salinn og upplifði að ég væri ekki velkominn þarna. Maður á fremsta bekk með blöð í hendinni rétt áður en ég hóf mál mitt, sagði er nú einn afneitarinn enn kominn og virtist vera sármóðgaður og var með uppsteyt. Fundarstjóri sussaði á þennan óróa og sagði að á fundinum ríkit málfrelsi.
Það sem ég fjallaði um var að upp úr 1970 hafi verið mikið verið talað um súrt regn svo að til verulegra vandræði gæti horft með skóga. 'Eg sagðist hafa verið á ferð Svíþjóð og hefði sett mig í stellingar að taka eftir því hvernig skógur væri á sig kominn og hvort einhver tré væru að dauða kominn Lýst ég því yfir að mínum dómi hefði það skóglendi sem ég sá verið í fínu standi.
Ég tek það fram að þetta var ekki nein sérstök vísinda athöfn, að eins reynt að glöggva sig á ástandinu sem mér virtist vera þar sem ég fór um. Þarna höfðu verið miklir þurrkar, en var úr að rætast.
Ég lagði áherslu á að náttúran væri ráðgóð og brigðist við.
Þessi umræða leiddi til góðs. Þegar dr. Hrönn tók til máls velti hún þessu fyrir sér. Gerði hún ekki athugasemdir við mitt mál en útskýrði að ástæðan fyrir því að þessi súrnun regns hefði ekki svo mjög haft áhrif, væri að brugðist hafi verið við þessari þróun,tímanlega, verksmiðjum lokað o.þ.h. Þetta getur nefnilega átt nú við með hlýnu jarðar að mannskepnan í samvinnu með nátturunni getur að að einhverrju leiti haft áhrif og betri afkomu jarðarinnar, þannig að þessum hlýnunarhalla verði útrýmt.
Annað dæmi nefndi ég og það var svona. Fyrir margt löngu kom upp umræða að fosfór væri komin yfir öll mörk í norskum firði. Var þetta rakið til landbúnaðar og höfðu menn áhyggjur af þessu. Náttúran lét ekki leika á sig og einhverjir grænþörungar komu og eyddu öllum fósfórnu og átu hann.
Svo mótmæli ég rithöfundinum að það eigi að halda niðri umræðu um þessi alvarlegu mál og fólk megi helst ekki ræða þau.
Vísindi byggjast auðvitað á því að rökræða og velta hlutunum fyrir sér og taka eftir. Og ég mótmæli því að fólk sé uppnefnt sem afneitunarsinna þó skoðanir þess fari ekki saman við einhvern annan.
![]() |
Óboðleg umræða afneitunarsinnna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.11.2019 | 09:20 (breytt kl. 09:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skemmtilegt að sjá þarna skip sem er gjörólíkt Samherjaskipunum. Þarna mætast tveir heimar. Og mikill munur á kostnaður við útgerðina, aðeins þarf að setja nokkra frystiskáp um borð, þá er gróðinn tryggður, nema að skipið fá á sig brot og sökkvi.
Ég var að lesa þetta viðtal við rannakanda Samherjaskjálanna Elisabeth Roscher sem eru á vegum SH, sem er langt og ítatrlegt. Hún kom og bauð Mogganum óvænt viðtal. Auðvitað er þetta ekki sambærilegt og rannsókn lögreglu og héraðssaksóknara engin þarf að,sverja eið fyri dómi, svo kemur ekki fram nein vottun á lögmannstofunni.
Þetta minnir mig svolítið á bóndan sem var að slátra heima hjá sér og raðið hausunum soldið afsíðis og hélt svo áfram slátruninni. Þá kom nágranna bóndinn gekk að hausahrúgunni beygði sig niður að hausunum tók í eitt eyrað eins og bændur gera þegar þeir lýsa mörkum, spurði svo og sagði svo, er þetta ekki sýlt? Það fór heima- bóndinn úr jakkanum henti honum yfir hausahrúguna tók utan um nágrannabónda og sagði við skulum koma heim og fá okkur kaffi.
Þessi uppsetning á vörnini hjá Samherja er mjög glæsileg og sannfærandi og það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer.
Bestu sauða þjófar okkar skáru fé í lækinn og létu blóðið renna í burt svo ekkert sæist og áttu þá auðveldara með að fela slóðina.
Svo það er margt í mörgu, en það er nauðsynlegt að ruglast ekki á skjölum og mörkum.
![]() |
Höskuldur og Guðmundur á miðin í Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.11.2019 | 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er von að þeir stjákli Samherja menn þegar þeir átta sig á að þeir geta ekki haft allt eins þeir kjósa.
Svona athugun gætir verið skýr og hrein, en hún gæti líka orðið að góðu leikriti með fallegum myndum eftir listamenn.
1. Blöndudeilan var risa mál í litlu samfélagi á sínum tíma og margan lærdóm hægt að draga að því máli. Það var til að byrja með rekið á gatnamótum í samkomuhúsum í fundarformi þar sem púað var á menn og ræðumenn rifu sig upp í hástert. Krröfuspjöldum og áróðursprentunum á nærboli og síðan löngum samningafundum. Það þurfti alltaf að halda slagkraftinum í fólkinu sem skapaði þungan í málinu
2. Frá mínum bæjarhóli séð getur þessi Samherjadeila orðið umsvifa mikil og ákafasta deila í málaferlum á eftir Njálsbrennu, útfærslu landhelginnar og Geirfinns mál á mörgum stigum. Og svo er Samherjamálið, raunverulega þjóðmál rekið í tveim löndu og nú er farið að víkja valdsmönnum frá ráherradómi í öðru landinu þar sem margar greinar ríkivalds koma við sögu. Haldið að það sé gert bara si svon út í loftið. Og íslenskir skipstjórar handteknir. Haldið að það sé geðslegt.
3. Þá er komið að því af hverju var erlent fyrirtæki valið af Samherjmönnu? Afhverju ekki endurskoðunarskrifstofa eða jafnvel virtur háskóli? Það er ekkert hægt að segja til um fyrir ókunnuga. En Íslendingar segja gjarnan að þegar eitthvað er hulið að þá liggur fiskur undir steini og svo getur legið í þessu máli.Eins er um þessa rannsókn að segja. Menn furða sig á henni og er eitthvað að marka svona? Íslendingar eru mjög varir um sig og komnir í byltingarástand, jaðrar við sama ástand og var í búsáhaldabytlingunni, nema nú er fólk ögn reiðara, sem sést á aksturlagi manna bæði í hringtorgum og aðalbrautum og forsætisráðherra kominn á eldvarnarnámskeið til að læra að slökkva elda á almannafæri.
4. Mesta listin er að búa mál út svo þau verði ekki eyðilögð vegna formgalla eða menn sendir með þau heim í hérað.
5. Þetta mál er á fyrstu stigum lagapólutískt mál. Þ.e.a.s. það þarf að vera eitthvað verkjastillandi handa pöpulnum og reyna að hafa hann með sér og fá hann með sér í ferðalag og slengja einhverri góðri og trúverðugri skýrslu fram. Það er galdurinn. faðma fólk og segja nú verðum við að standa saman. Og svo kemur skýrslan og þá er hægt að segja: ég sagði þér það er allt í himnalagi.
6.Þér að segja gæti málið endað í því að verða teiknimyndasaga, eða myndskreytt falleg ljóð sem dásömuðu forystumenn Samherja og sýndu þá í litklæðum. Hvað dómur mundi taka mark á slíku skjali? Það yrði hengt upp á vegg í bestafalli. Þær eru stundum þunnar og hárfínar línurnar sem liggja milli þessa sem er gallað og galið og þess sem ónýtar athafnir og skjöl fyrir dómi.
![]() |
Furðar sig á gagnrýni á rannsókn Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.11.2019 | 10:15 (breytt 22.11.2019 kl. 10:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðni forseti er eina af aðalstoðum í utanríkismálum og þarf að mæta þar sem viskiptamenn hafa rótast um eins og naut í flagi.
Auðvitað verða einhverjir tilbúnir að segja að hann eigi ekki að vera að skipta sér af eldheitu ástandi eins og það birtist þessa dagana hér á landi og í Namibíu og ekki að láta orð um það falla.
Forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar og þarf að mæta og horfa í beint í á augun á fátæku fólki. Það getur reynst erfitt. Svo hefur Guðni forseti engan sérstakan leiðarvísir eins og sá gamli. Verður að fara eftir sínu hyggjuviti.
Á meðna hinn var með skrifaða handrið um hvernig ætti að bera sig að við viðskiptamenn ( Útflutnigsleiðin Grænbókin) sem nokkrir hagfræðingar sömdu og Alþýðubandalagið samþykkt sem innleg í Evrópumálin samkvæmt mínum skilning Og var svona kátlegt skjal um eitt og annað hvernig menn ættu að bera sig til og taka í hendina á viðskiptamönnum og ganga samræmt göngulag fornt og hvernig ætti að haga orðum. Það er ekkert auðvelt að vera forseti þó menn hafi góða ábúðarjörð og einkabíl. Þá getur verið beigur í ráðmönnum að mæta þeim aðstæðum sem þetta Samherjamál hefur skapað Íslendingu á erlendri grund. Það verður híað á okkur fram að næstu jólum fram og til baka og viðbúið að einhverjir fari í jólaköttin. Hér hafa skapst formdómalausar aðstæður sem menn verða að mæta við dagsbrún nýrrar aldar og greiða úr með heimsóknum og samræðum, það er eina leiðin. Það er hægt að benda á heitt vatn og eldfjöll og byggja sig upp með víðtækum samræðugrundvelli, það er t.d. hægt að segja frá íslensku sauðkindinni hún hafi bjargað íslensku þjóðinni á meðan þjóðin hafði ekki vit á að nota heitta vatni.
Það verður ekki skemmtilegt verk fyrir forsetan að ferðast til Namibíu með vorinu. Hann verður að kveðja sér til halds og traust glögga og jafnlynda menn t.d. Jón Stefán Hafstein eða Sighvat hin gamla Björgvinsson, en gæti látið viðskipta menn bera töskurnar en þá mega ekki vera í þeim verðmæti, því þá væru þeir stokknir upp í næsta Land Rover.
![]() |
Óverjandi framferði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.11.2019 | 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er spurningin hvað stjórnvöld í Namibíu gera og hvernig lög þar virka. Verða brottreknir ráðherrar saksóttir og verða hinir brottreknu ráðherrar látnir skila meintu mútufé og er einhver svipaður dómurstóll starfandi í Namibíu eins og hjá okkur? Þá á ég við Landsdóm okkar Íslendingar. Þori varla að nefna það orð upphátt.
Og verða einhverjir Samherjamenn settir í gjæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna og orðssporshalla? Nei það er svo ljótt.
Þetta eru allt spurningar sem gott væri að fá svar við.
Samaherjamenn eru búnir að teikna upp vörnina. Birtar eru myndir af Þorsteini faðma eldri konur og tilkynna að nú þurfi fólk að standa saman. Þetta var dóldið gert þegar var verið að setja kvótakerfið á í landbúnaði, á Íslandi. Allir áttu að standa saman og engin mátti ganga fram fyrir annan. Ég sá ekki að þorsteinn stigi til hliðar heldur steig hann upp í pall eða tröppu til að tala við sitt fólk og þó var hann búinn að fá annan fyrir sig. Þeir verða halda fólki til vinnu og forðast uppreisn innan fyrirtækisins og ekkert fari í hnút eða skrall.
Þeir ráða erlenda lögfræðistofu til að láta líta út að þetta sé nærri óvilhöll stofnun varðandi þetta mál. Aðal galdurinn er að reyna blekkja sem mest og nota sterk orð eins og að blöskra þessi umræði en blöskra er ljótasta orð sem ég heyri.
Svo geta þeir farið frjálslega með bókhaldi nema þær tölur sem verða að standa þar sem bankareikningar koma við sögu. Og svo þessi ansans WikiLeaks skjöl.
Það er alveg ógurlegt mál að vinna í þessum bókhaldi og skjölum trúi ég. Alþingi þegar búið að leggja Samherj lið með því að neita auknum fjárveitingum til reksturs málins.
Nú má ég fara vara mig að því að nafn mitt er Þorsteinn gæti verið vanhæfur að fjalla um þetta mál og allir Þorsteinar nema Þorsteinn í Samherja. En það má svo sem ekki grínast með þetta mál það er svo alvarlegt.
Svo gæti Karlinn á Kassanum allt í einu birst og sagt allt búið og eingin veit neitt.
En ég vorkenni þessum Namibíuráherrum ef þeir þurfa að skila fénu.
Þorsteinn minn farð nú að drulla þér að fara út með hundinn.
![]() |
Alvarlegt áfall fyrir þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.11.2019 | 15:53 (breytt kl. 17:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nú ansi stórt mál sem Þorsteinn er kominn með á herðarnar. Hann hristir einhverja af sér. Már seðlabankastjóri hefur ef til vill kominn með eitthvað gruggugt til skoðunar svo það er ekki óeðlilegt þó Seðlabankinn hafi hjólað í Samherja. Þeir lágu bara of lengi yfir þessu. En þarna geta legið einhverjar eftirverkanir eins og sagt er í áburðarfræðinni. En Þorsteinn vann glímuna hann er svo taugsterkur og á nóg af peningu.
Það ekki skemmtilegt að þjóðin sé kominn á gráan list yfir þjóðir sem standa í peningaþvotti og svindli og gráhærða fólkið þarf að gang með lambhúshettur.
Held að Þorsteinn hristi einhverja af sér. Svo fer hann bara í kaf eins og mjög var gert í seinni heimstyrjöldinni og skýtur tundurskeytum í allar áttir.
Al verst er að Namíbíumenn fá ekki að njóta fulls arðs af auðlindum sínur. Þar liggur skömmin hjá okkur sem þroskað lýðveldi.
Stórnvöld voru víst að lækka veiðigjöldin til að útgerðarmenn á Íslandi svo þeir geti keypt sér stór skip og silgt til þróunarlanda að veiða fisk.
Fjölmiðamaðurinn Stefán Jón Hafstein sem hefur verið lengi í Afríku við störf en er kominn til Hinna sameinuðu þjóða getur ef til vill sagt okkur eitthvað á vökunni af svona málum.
Eitt hef ég heyr að einhverstaðar sé skipakirkjugarður í Afríku þar sem gömlum skipum er silgt upp í og þau yfirgefinn, ryðga þar. Þetta er auðvitað ódýrara fyrir heimskapitalistana.
![]() |
Forseti Namibíu vill losna við spillta ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.11.2019 | 12:29 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað þarf að semja við sjúkraþjálfara sem strjúka fólki þegar það á bágt í kroppnum og teygja axlir og skánga svo menn eru jafnvel með óhljóðum, því sjúkraþjálfara geta verið fantar. Sjúkraþjálfara þurfa að fá vísitölubætur á sitt kaup því oft eru þeir með ómegð eða gamalmenni hjá sér í heimili.
Svo er alltaf verið að glamra um tækinlausnir.
Jafnvel hafa ráðherrar leitt hugan að því að það sé hægt að aflegga að hafa peninga í umferð.
Þá segi ég: auðvitað á fólk að vera með kort frá Sjúkratryggingum og geta farið með það í hraðbanka eða sjálfsala, það er framtíðin í umhverfismálum. Það er græn lausn heldur en að vera aka frá Seltjarnarnesi upp í Grafarholt til að kroppa upp í kosnað hjá Sjúkratryggingum og lenda svo jafnvel í umferðarslysi og þá er allt komið í hönk og fólkið hjá Sjúkratryggingunum verður að far færa fólkinu matinn vegna sparnaðar á Sjúkrastofnunum.
![]() |
Misvísandi svör SÍ vegna niðurgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.11.2019 | 17:31 (breytt kl. 17:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 36
- Sl. sólarhring: 228
- Sl. viku: 2582
- Frá upphafi: 595802
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 2215
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar