Upplýsa hver á hvað og hver ber ábyrgðina?

Hvað er búið að einkavæða og hver á hvað og hvað er hvurs? Var ekki vinnsla orku og flutningur hennar aðskilinn?

Þetta þurfa stjórnmálamenn að fræða þjóðina um og hver er munurinn og hver á að halda dreifikerfinu við? Og dugar einkaframtakið við svona aðstæður?

Það er svo sem virðingarvert að ráðherrar fari í vettvangsferð til að kynna sér aðstæður, en það hefði mátt vera fyrr. En dugar skammt að ráðherrarnir séu í verkum að berja klaka af línum, með girðingarstaurum.

Ein ástæða þess að Blanda var virkjuð á sínum tíma var að hún var ekki á eldvirku svæði, þannig að hún eyðileggðist ekki í jarðskjálftum. Það kallast fyrirhyggja og eins var hæpið að láta Hundin að sunnan duga til að fullnægja orkuþörf á Norðurlandi sem stóð tæpt eftir sprengingar við Laxá og hrakfarir við Kröflu.

Hundurinn var heiti á bráðabyrgðalínu að sunnan þegar allt stefndi í óefni. Og nú er teygt og togað um hvar línan frá Blöndu á að liggja skilst mér. Því réttur landeiganda er æði mikill.


mbl.is Skort stuðning við uppbyggingu kerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er ekki rétt að skoða betur, áður en vaðið er af stað með það að kröfur um að Blöndulína 3 sé lögð sem mest í jörð, sé ástæðan fyrir því að rafmagnslaust er enn á allt öðru svæði en þessi stóriðjulína á að liggja um?

Ómar Ragnarsson, 13.12.2019 kl. 19:08

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki erfitt að komast að því hver á Landsnet. Þarf enga stjórnmálamenn til að "upplýsa" um það: Landsnet er í eigu ríkisins.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.12.2019 kl. 12:37

3 identicon

Í dag í þættinum Silfrinu  barði Framsóknarmaðurinn sér á brjóst og vildi kenna öðrum um að ekki næðist fram úrbætur á öryggiskerfum rafveitna vegna ágreinings við hagsmunaaðila,hann gleymdi því að flokkur hans er búinn að vera í ríkisstjórn það lengi að hægt hefði átt að vera búið að breyta fyrir löngu lögum á þann veg að hægt væri að tryggja öryggi allra þó slæmt veður kæmi.Það er bara mín skoðun að stjórnmálamenn eru fljótir að hlaupast undan ábyrgð sinni á þörfum fólksins ef þeir finna fyrir smáandstöðu við málefnið þá er svo auðvelt að víkja sér undan og kenna öðrum um mistökin.Það er skömm af þessum pólitíkusum sem haga sér þannig.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband