Leikhússtjóri Alþingis

Komin er fram tillaga frá einum bloggara um að strika Kolbrúnu Halldórsdóttur umhverfisráðherra út af lista Vinstri -grænna. Einn bloggari sagði að hún væri klikkuð öfgamanneskja sem ætti að halda sig í leikhúsin. Það er einmitt það. Ég hélt nú að það þyrfti að vera leikhússtjóri til að stjórna dramanu á Alþingi.

Annar sagði að Kolbrúnu Halldórsdóttur og Þórunni Sveinbjörnsdóttur ætti að koma fyrir upp á Árbæjarsafni eins og traktornum hér á bloggsíðunni.

Umhverfisráðherrar hafa svolítið sérstaka stöðu þar sem þeim ber að standa með náttúrunni og fara varlega með hana. Öll höfum við náttúru og erum hluti af henni. Sá sem er á móti umhverfisráðherra er því í raun á móti sjálfum sér.

Varðandi útstrikanirnar  er það að segja  að mér sýnist kjörstjórnir verði að hafa tiltækar reglustikur þannig að þetta líti sómasamlega út. Það verður vafalaust mikið um útstrikanir þar sem sumir vilja strika ýmsa út á hinum mismunandi listum og mikið að gera í kjörklefanum.

Það vill nú því miður brenna við að svona reddingar á síðustu sekúndunum fara í handaskolunum og titrandi setur kjósandinn x á réttan stað og þorir ekki að hreyfa við kjörseðlinum af því að hann er svo dýrmætur og einstakur og má ekki eyðileggjast.

Hinu hef ég meiri áhyggjur af og hef raunar aldrei skilið, sem stendur í reglum um kjörklefa að þar skuli alltaf vera nægjanlegt ritblý og það vel yddað. Við talningu er auðvelt að vera með strokleður og breyta kjörseðli svo lítið beri á. Ég held að RÖSE ætti að athuga þetta. Ég hefði haldi að það væri öruggara að vera með penna.


mbl.is VG ekki gegn olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband