Graskögglaverksmiðjan í Vallhólmi

Ég var í 60 ára afmælisboði að Löngumýri í Skagafirði í vetur. Þar sögðu menn mér að stefnt væri að því að afskrifa verksmiðjuna og rífa tromluþurrkarann. Ég var satt að segja svolítið hissa á þessu.

Kaupfélagið fékk verksmiðjuna á sínum tíma á 10 milljónir ef ég man rétt. Hugmyndir voru uppi hjá okkur stjórnarmönnum verksmiðjunnar að gerðar yrðu athuganir á því að þurrka grasmjöl við jarðhita sem er nóg af í Varmahlíð. Það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt í staðin fyrir að þurrka með olíu.

Ég leyfi mér í þessu sambandi að benda á þingsályktunartillögu sem Þuríður Bachman er fyrsti flutningsmaður að og fjallar hún um innlenda fóðurframleiðslu mál númer 242.

Til hamingju með afmælið Skagfirðingar.


mbl.is Öllum Skagfirðingum er boðið í afmælisveislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband