Alþingi í Seðlabankann

Heyrt hef ég þá sögu að Seðlabankinn hafi eitt sinn verið ein skúffa í Landsbankanum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Seðlabankinn er dýrindis höll með Landnámsmanninn á bæjarhólnum. Þar ku vera íburður og mikið málverkasafn innandyra. Þar hefur ákveðin elíta hreiðrað um sig og talið sig ósnertanlega. Nú í þessu erfiða árferði líður þeim ef til vill eins og heylausum bændum á Þorranum.

Alþingishúsið er gamalt hús. Á þaki hússins er skjaldarmerki Danakonungs. Það er lítið rými fyrir þingmenn í þingsal og borðpláss takmarkað fyrir skjöl. Á degi hverjum eru alþingismenn minntir á það að þeir eru annars flokks með því að þurfa að horfa á ráðherrana við háborðið í betri stólum. Það ætti að gera Alþingishúsið að safni og veita almenningi aðgang að því.

Það er löngu tímabært að Alþingi komist í nýtt húsnæði og ráðherrarnir og framkvæmdavaldið hafi ekki yfirburðastöðu sálræns eðlis í þinghúsinu. Þá mundi sjálfstraust alþingismanna aukast og skilin milli löggjafar-og framkvæmdavalds verða skýrari.

Það gæti verið táknrænt í þeirri stöðu sem þjóðin er nú í, að hún flytti  Alþingi sitt í Seðlabankahúsið. Það þyrfti bara að bæta einni grein við Seðlabankafrumvarpið, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið;

Jafnframt skal Alþingi flutt í Seðlabankahúsið.

Seðlabankinn gæti svo flutt í eitthvað nýtt og ríflega fokhelt.


mbl.is Stefnt að lokaumræðu á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er stórbrotin pæling. Já og góð og kjarnyrt bloggsíða, til hamingju með það!

Snæbjörn Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 12:50

2 identicon

Ágætis hugmynd að flytja Seðlabankann og þá helst aftur í skúffuna góðu en þingmönnum mætti fækka og þá verður meira rými fyrir þá sem eftir sitja.

 .

Jón Örn Bragason (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 20:45

3 identicon

Algjörlega sammála síðasta ræðumanni, óvenjuleg og frumleg hugmynd.

Ágústa (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband