Veldissproti Bretadrottningar

Elísabetu Bretadrottningu hefur verið sent bænaskjal, sem er byggt á 800 ára gömlu lagaákvæði, um að hún hlutist til um að sparifjáreigendur á Guernsseyju fái sparifé sitt frá Landsbankaum þar á eyju. Það má búast við að drottningin geri eitthvað í málinu, hún hefur víðtæk völd og her til að styðjast við.

Þegar bankahrunið skall á og almenningur fór að velta þeim málum fyrir sér, hér heima, var viðkvæðið að það mætti ekki persónugera þessi mál það væri voða ómaklegt gagnvart þeim sem stjórnuðu bönkunum og báru stjórnarábyrgð, að því sem manni skyldist. Og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði eitthvað á þá leið, að það væri ekki hægt að klína bankahruninu á Sjálfstæðisflokkinn. Það er að vísu rétt að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki stjórnvald inn í bönkunum. Bankarnir voru orðnir alþjóðleg prívatfyrirtæki. Þess vegna er ekki heldur hægt að klína bankahruninu og undanskoti sparifjár almennings og fjárþurrð, ef um það er að ræða, á almenning og þá almenning á alþjóðavísu eins og verið er að fjalla um í framangreindri frétt. Bankahrunið er alþjóðamál.

Verslun og viðskipti og þar með talið frjálst flæði fjármagns milli þjóðríkja er orðið staðreynd. Af þeirri ástæðu hlýtur rannsóknin á meintum afbrotum að lúta sömu lögmálum, það er að vera alþjóðleg. Og ef að í þessu máli eru aðilar sem hafa komið upp alþjóðlegri fjármála svikamyllu, þá þarf að finna þá og færa þá fyrir dómstóla, gera grein fyrir hvar féð er, og dæma í málunum, annað er ekki boðlegt almenningi á alþjóðavísu.

Þess vegna má búast við að Bretadrottning finni færar leiðir án þess að persónugera þessi mál til að upplýsa þetta allt saman. 

Ein af leiðum drottningarinnar væri væntanlega að kæra málið til alþjóðlegrar lögreglu Interpol.


mbl.is Drottningin aðstoði í Landsbankamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Djúparpælingar Steini minn. Gott hjá þér að velta þessu upp.  Misrétti á sér víða stað.  Það bjuggu víðar fjárglæframenn en ég Íslandi, en gerir það ekki frelsið í lagaflækjunni, verður það ekki en flóknara í framhaldi? EES ESB er ekki best að vera utan þess?..  Þú veist að við erum oft sammála, þó það sé ekki alveg alltaf. Eigðu daginn ljúfan í kuldanum.  Hlý kveðja í bæinn þinn..

Sigríður B Svavarsdóttir, 23.2.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband