Dýrmætir varahlutir = gjaldeyrissparnaður

Það getur verið að þessir hlutir séu ekki á réttum stað á réttum tíma.

100_5652En það er löngu viður kennt að miklir fjármunir eru í gömlum bílum og að not þá í varahluti og er það  verðmæta- og atvinnusköpun og sjálfbær þróun sem alltaf er  klifa á og ætti að fá mörg prik fyrir. Einnig er það gjaldeyrissparandi atvinnuvegur, nú þegar ferðamennirnir  koma ekki með evrur og dollara lengur.

Aftur á móti væri hægt að rífa bílana hraðar og farga þeim fyrr Þá þyrfti ekki allt þetta pláss. Það vantar oft og ef til vill hefur umhverfis elimentið hjá Vöku ekki verið nógu sterkt og öðrum partasölum. Nýta þarf hvern fermetra þarna og þarf að grafa sig niður í melin og setja drenlagnir og olíugildrur á slík geymslusvæði.Svo þarf fyrst og fremst  að setja manir kring um geymsluplássið og svo að þróa vinnulag þannig að varahlutirnir séu rifnir sem fyrst úr bílflökunum og bílflökunum fargað í járnahauginn, enda er förgunargjald innheimt í upphafi söluverði bílsins og fá partasölurnar það gjald að lokum. Setja varahlutina upp í hillur, en þá gæti allt orðið dýrara.

Það er ekki það sem menn eru að leita eftir þegar þeir fara upp í Vöku. Í gamla daga máttu menn rífa þetta sjálfir þá var það ódýrara. Veit ekki hver háttur er á þessu núna.

100_5653En ég get sagt eina undrasögu af að versla við Vöku. Ég var eins og allir af minni kynslóð að möndla það að fara hringvegin í mínu sumarfrí eftir að búð var að byggja brýrnar. Við vorum á tveim Landkúserum 1966 model. Á síðasta spottanum heim brotnði augablaðið hjá mági mínum. Var nú ekki gott í efni.  Umboðið átti ekki augablað og var afardýrt að nálgast það.

Þá var að vinur minn og strákarnir í Vöku sem fullyrtu að það væri hægt að nota blað úr blöðru Skóta, þessi sem sagt var um ,, Skóti ljóti spýtir grjóti. Blöðruskótinn var með þverblöð undir miðju boddíinu að mig minnir og augablaðið úr honum passaði akkúrat í Krúserinn. Þetta fannst okkur kátlegt. Málið var leyst

 Ef til vill þarf Vaka að grafa sig inni í fjall svo þeir hafi vinnu frið. Og gætu  þeir kallað sig Mjallhvít og dvergarnir 7. eftir það.


mbl.is Lýsa óánægju með bílhræ og rusl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margt er landans dýrmætt drasl,
dóti ljótt að henda,
mikið líka bílabasl,
brátt hjá Vöku lenda.

Þorsteinn Briem, 21.5.2020 kl. 13:26

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er aldeilis fartin á þér nafni, í kveðskapnum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.5.2020 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband