Hvað er hér á seiði? Til þeirra sem málið varðar.

Merkilegar en óstaðfestar kenningar sem hér eru á ferðinni sem nauðsynlegt er að fá botn í ekki síst þegar um viðkvæm mál, flutt framm af miðborgarstjóra og fínum tónlistarmanni og áhrifavaldi.

Nauðsynlegt er að landlæknir upplýsi um framkomnar heimildir í málinu og hvort þær standist einhver vísindalega kvarða.

Ákjósanlegt er að einhver erfaðfræðingur fjalli um málið og almennt að læknar smokri sér inn í umræðuna.

Á heildina má ef til vill ætla nútímafólk sé orðið mengað vegna áts á alskonar. Sumir segja að þegar prestar kasti rekunum þá sé ekki hægt að vera viss um að þula þeirra virki,, Af moldu eru kominn o.s.frv. og allir verði eins og múmíur og hverfi ekki á vit móður jarðar vegna þess að mikið er komið af rotvarnarefnum í líkamann, þó sálin fari auðvitað upp, en hún er fokgjörn enda ekki talinn nema 7 gr. og er ekki viðriðin þessa kenningu.

En hvort  þessi ummæli komi eitthvað einhverfu við er vafasamt í meira lagi. Viðkomandi er búinn að biðjast afsökunnar í málinu, en það lifir nú samt. Gæti verið bragð til að komast í sviðsljósið.

Skrifari er alinn upp á hafragraut og slátri  tvisvar á dag og hræringi í hádeginu beint frá býli og mjólk drukkinn með, svo enginn beygur er kominn í hann.


mbl.is Umfjöllun Jakobs „öll hin furðulegasta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband