Flóaáveitan á Brúnastaðaflötum - Landeyjarhöfn

Hjálmar Magnússon fv. framkvæmdastjóri Borgarvirkis skrifaði uppörfandi grein í Morgunblaðið nýverið um að nota hugmyndafræðina sem er notuð í Flóaáveitunni til að ryðja sandi úr Landeyjarhöfn. Þar er hægt að sjá allar aðstæður hvernig þarf að stýra vatni úr Markarfljóti inn í höfnina í Landeyjum.

Verkfræðingur hjá Vegagerðinni hefur sagt mér að þessi hugmynd hafi verið skoðuð af Vegagerðinni en ekki þótt álitleg. Ekki fylgdi hvers vegna. Hollendingar hafa víðtæka reynslu af glímunni við samspil lands og hafs. Þar væri ef til vill að hægt að fá reynslu.

Ég var á ferðalagi við inntak vatns í Flóaáveituna úr Hvítá með búfræðingum 1965 árgerðinni og Brúnastaðamenni þeir Ketill og Guðni Ágússynir  skálmuðu með okkur upp að inntaksskurðinum og stýribúnaðinum og sýndu okkur þetta allt saman og er mjög frólegt að skoða þetta í ljósi þess sem gera mætti við Landeyjarhöfn. Í ferðinni var spurt hvað mikið vatn væri í skurðinum. Bloggari giskaði á 15 m3/sek Guðni las úr skýrslum að það væru 19m3/sek. Vetrarrennsli í Blöndu áður en hún var virkjuð var að mig minnir 25m3/sek, sem ég teldi álitlegt a.m.k..

Einu sinni heyrði ég af Vestmanneyingum að þeir fóru að henda bílhræjum á eitthvað svæði við eyjarnar til að byggja upp búsvæði fyrir ungfisk. AUðvitað voru bílhræinn hreinsu af olíu og plasti áður enn þau voru látin lagó í hafið. Það fannst mér snjallt.Í svona aðstæðum þarf að hugsa nógu frumlega og einhenda sér í málin.

Myndir sem teknar voru þarna eru mér ekki aðgengilegar í svipinn, Þannig að það verður að bíða að sinni.

Það væri nú eftil vill hlutverk fjöðlmiðla að veita þessari hugmynd athygli og útskýra málið.

 


mbl.is Þurfa að leigja 300 tonna krana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband