Aðalfundur Snarfara, félags sportbátaeigenda

AfmælisritAðalfundur Snarfara, félags sportbátaeigenda var haldinn í félagsheimili félagsins Naustavogum 26. jan. s.l.

Hafþór L. Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar og kom þar m.a. fram að unnið hefði verið að jarðvegskiptum á plani og aðstöðu fyrir félagsmenn með báta sína og búnað. Flotbryggja væri í smíðum og væri búið fá leyfi yfirvalda til að staðsetja hana í Viðey en með því er langþráður draumur félagsmanna að rætast. Félagið á flotbryggju upp í Hvammsvík í Hvalfirði . Sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur í félagsheimili félagsins og drukku þar a.m.k. 200 manns kaffi. Veiðidagurinn var haldinn í júli og er hann svona félagsleg keppni um hver veiðir mest og stærst og er farið út á flóa að veiða bæði ungir og gamlir. Unnið er útgáfu á skrá um félagsmenn þar sem upplýsinngar eru um símanúmer, báta o.þ.h. um félagsmenn. Félagar í Snarfara eru 320.

Guðrún Valtýsdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Rekstrarrekjur félagsins voru 18.423.303 kr. og rekstrargjöld 12.078.890 kr. Vaxtagjöld voru -2.731.413 kr og hagnaður tímabilsins var 3.613.048 kr.

SnarfarahöfnFélagið á fasteignir og tæki upp á 92.238.451 kr sem saman stendur af félagsheimili, skemmu bryggjum og hafnaraðstöðu og búnaði. Handbært fé og kröfur eru 11.072.842 kr og og hefur útistandandi kröfur lækkað um helming milli ára, voru 4.4millj. eru nú tæpar 2 millj.

Langtímaskuldir, veðskuld eru 24.779.853 kr og skammtímaskuld 3.119.333 kr. Skýrsla stjórnar og reikningar voru samþykktir athugasemdarlaust, sammhljóða.

Tillaga var gerð um að gjaldskrá félagsins svo sem félags- inntöku- hafnar-og aðstöðugjöld yrðu óbreytt. Kosningar fórum fram með miklum friði.

Hafþór Sveinsson færði félagin gjöf frá gömlum félaga, Einari Sigurbergsyni forláta taflamenn í öskju og með dýrindis taflborði. Var það mál manna að ef félagar lenntu í snerrum eða ágreiningi að þá gætu menn gert út um það við taflborðið.

Undir liðnu önnur mál var rætt um að kaupa á nýjan traktor, stjórninn falið að athuga með fastan krana til að hífa skútur og margt margt fleira.

Snarfari er skínandi gott félaga og gaman að vera í. Oftast hægt að renna við og fá sér kaffisopa og ræða málin.

Færsluhöfundur er félagi í Snarfara með 30 tonna skipstjórnarpróf og var farmaður og fiskimaður hér fyrr á árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband