Málaferli í Skálholti

Ég er nú frekar hlynntur varðveislu gamalla húsa og endurbyggingu þeirra, enda alinn upp í fallegum burstabæ úr torfi. En þegar ég sá fyrst fréttir af byggingu Þorláksbúðar við Skálholtskirkju og afstöðumynd við umhverfið þá fannst mér þetta algert stílbrot á umhverfinu, eins glæsileg Skálholtskirkja er. Við þessu virtist ekkert hægt að gera þar sem fullyrt var að öll leyfi væru fyrir hendi.

Ég var mjög óánægður að þeir sem eiga að gæta Skálholtsstaðar hefðu ekki komið auga á þetta stílbrot sem verið var að fremja á umhverfi kirkjunnar. Ég veit í raun ekki enn, hver fer með húsbóndavald í Skálholti, biskup eða dómsmálaráðherra ( innanríkisráðherra ) eða hver er landsdrottinn þar.

Það má búast við að Þorláksbúðarfélagið uni ekki þessari skyndifriðun, og leiti undankomuleiða í málinu með kærum eða úrskurðum.

Þótt Húsfriðunarnefndin hafi sitt í gegn er viðbúið að hún sé skaðabótaskyld í málinu vegna þess hve friðuninn er seint fram komin. Þó hefur Húsfriðunarnefnd upplýst að til greina komi að finna þessu merka húsi annan stað en þá þarf að vinna allt húsið upp og færa og er það ærið starf.

Er því rétt að biskup gangi nú á milli manna og reyni að leita sátta svo það verði ekki leiðindi út af þessu máli. Nógar annir eru nú hjá okkur bloggurum nú um stundir þó þetta bætist ekki við.


mbl.is Skálholt skyndifriðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Húsafriðunarnefnd fer út fyrir valdsvið sitt.Ef henni verður gefið vald í þessu máli, þá er verið að gefa henni vald til að banna allar byggingar húsa á Íslandi sem henni dettur í hug að banna byggingar á, á hverjum tíma.Húsafriðunarnefnd sá ekki tilefni til þess að gera athugasemd þegar byggt var hús í nágrenni Hvalsneskirkiju sem er friðuð vegna aldurs sem Skálholtskirkja er ekki.Líka var byggt hús í nálægð Kálfafellstaðarkirkju og eflaust fleiri kirkna.Þessi nefnd hlýtur að verða leyst upp og ný skipuð.Hún varð sér til skammar. 

Sigurgeir Jónsson, 9.11.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já þetta er allt hið versta mál og fáir góðir leikir í stöðunni. En það verður að reyna til þrautar að ná sáttum annað er ekki sæmandi fyrir Skálholtsstað.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.11.2011 kl. 21:14

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þorsteinn- eg er sammála þer að þessi bygging er ekki á rettum stað miðað við glæsileik og fegurð kirkjunnar.

Eg er hinsvegar mjög hrifin af að þetta forna hús verði byggt á stað sem hæfir því - og er ekki í æpandi mótsögn við aðrar byggingar á staðnum- ksnnski of seint ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 9.11.2011 kl. 21:18

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er allt hæg, ef viljinn er fyrir hendi og svo margt gert í Skálholti í gegn um tíðina að það, að færa eitt hús stendur varla fyrir mönnum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.11.2011 kl. 21:39

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Einhvern veginn er það nú svo að flestallt sem hugmyndasmiður Þorlálsbúðar gerir er í hrópandi ósátt, við bæði menn og umhverfi. Honum tekst að láta hlutina birtast, bara af því honum datt það í hug, hvort sem er Skálholti, Kvíabryggju eða bara úti í guðsgrænni náttúrunni.

Þessi ótrúlega atorka hans fær útrás í allar áttir fyrir, í, eða eftir fangelsi. Það þarf líklega að setja eftirlitsmyndavél á manninn svo hann rústi ekki fleiri kirkjustöðum víða um land, eða breyti Litla Hrauni í ennþá meira lúxushótel en það er með því að skipta um allar rúmdýnurnar, eða jafnvel rúmin og setji inn ný, í ævafornum lokrekkjustíl sem myndu fara Hrauninu jafnvel og Þorláksbúð Skálholti

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.11.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband