Jarðalögin 1976 og braskararnir

HveravellirJarðarlögin frá 1976 voru um margt ágæt löggjöf. Það hafði færst í vöxt að braskarar stæðu í jarðakaupum áður en sú löggjöf var sett.

Sveitarfélög höfuð forkaupsrétt að jörðum ef talið var að hagsmunir sveitarfélagsins krefðust þess.

Þá var ákvæði í lögunum að ef einhverskonar gervitilboð bærust í jarðeignir sem spenntu upp verð var hægt að krefjast þess að dómkvaddir matsmenn legðu mat á sanngjarn kaupverð. Þessi ákvæði eru nú öll horfin úr lögunum og hafa sveitarstjórnarmenn bent á það.

Með engu móti verður séð að erlendur aðili sem hyggst reisa hótel á Íslandi þurfi allt þetta landsvæði.

Aðstaða á landsvæði við norður Atlandshaf eru mikilvægir hagsmunir og er eðlileg að leiða að því hugan að þeir séu undirliggjandi.

Verði heimild til sölunnara hafnað koma skaðabætur ekki til álita. Enda er slíkur málflutningur fjarstæðukenndur og hefur ekki neina lagastoð.

Þess vegna væri innanríkisráðherra rétt og skilt í samvinnu við forsætisráðherra sem fer með þjóðlendueignir að bjóða Kínverjanum lóð til að byggja hótel þar sem þess er þörf.

Rétt er að vekja athygli á ályktun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps nýlega þar sem ályktað er um hálendismiðstöð á Hveravöllum.

Á Hveravöllum eru sóknarfæri og þar er til deiliskipulag eftir því sem best er vitað og allt tilbúið en vantar fjármagn.


mbl.is Olnbogar sig ekki áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2011 kl. 18:55

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það í raun skiptir engu hvað Kínverjinn ætlar að gera því þetta er á móti lögum og á móti þjóðarsálinni.Ég vil hann burt af íslandi. Hann á heima í Kína.

Valdimar Samúelsson, 12.11.2011 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband