Sýnikennsla á því þegar Þórður kakali slapp undan Kolbeini unga á Löngufjörum

Feðgaferð 009Jónas Kristjánsson var dágóður  hestamaður og átti trausta ferðahesta. Hann er ættaður úr minni uppeldissveit Svínavatnshreppi. Ég átti þess kost að kynnast honum örlítið í hestaferðum Fáks hér á árum áður og þar skrifaði hann söguna í sandinn og lauk upp fyrir mér flóttareið Þórðar kakala undan Kolbeini unga sem hafði komið norðan úr Skagafirði um Tvídægru og Arnarvatnsheiði í Reykholt og ætlaði að taka Þórð þar. Honum tókst það ekki og varð mikill eltingaleikur vestur Mýrar þar sem Þórður slapp undan Kolbeini á yfirskilvitlegan hátt á Löngufjörum. Rétt væri og skilt að endurtaka slíka þolreið  á Landsmóti hestamanna í júlí n.k.

Það eru ekki allir sem átta sig á því hvernig stóð á því að Þórður kakali slapp. Það helgast af því að ríða þarf Löngufjörur á hárnákvæmum tím vegna sjávarfalla.

Feðgaferð 075Við lögðum upp á réttum tíma frá Snorrastöðum og riðum fjörurnar all greitt. Lentum í því að 2 hestar sneru heim og það tafði okkur um hálf tíma. Það var nóg til að raska áætlunninni. Jónas reið galvaskur fremstur eins og Þórður forðum og kunni öll trixin.

Meginn hópurinn beið un stund á meðan Jónas kannaði erfiðasta álinn. Hann fór gætileg end vanur maður eins og Þórður Feðgaferð 076kakali.

 

 

Við urðum þess vör að farið var að hækka í álnum og hann hættulegur yfirferðar enda vorum við á eftir áætluðum tíma.

Feðgaferð 084Jónas hélt ótrauður áfram. en þegar farið var að vætla yfir lendar hestsins og hann að því kominn að vera á sundi, þá fóru að koma vomur á mannskapinn að fara yfir, enda í raun ófært þó sér í lagi fyrir óvana sem vitaskuld voru í hópnum. Eftirreiðin því töpuð eins og í gamladaga. Hópurinn dólaði sér upp fyrir sem var mikið tafsamara. Þegar við hittum svo Jónas var hann rosmildur og glaðahlakkalegur.

Minning Jónasar lifir með margvíslegum hætti í sögunni.


mbl.is Andlát: Jónas Kristjánsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði amman?

Stákurinn var orðin flugstjóri og þá sagði amman. ,, Er ekki um að gera að fljúga nógu hægt og lágt, vinur, þá blessast þetta hjá þér elskan".


mbl.is Heiðra landsliðið með lágflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnasamningar sveitastjórna

Húnavellir 23.4. 2013Um þessar mundir eru að fæðast svokallaðir málefnasamningar sveitastjórna vítt og breytt um landið.

Þar kennir margra grasa vafalaust þó í megin atriðum gangi þeir út á samkomulag um verkaskiptingu og skipan í nefndir og einhverjum tilvikum um lækkun launa bæjarstjóra.

islenski_faninn_1Sjálfur hélt ég upp á 17. júní, einn, á Drottninargötu í Stokkhólmi í Svíþjóð og þekkti engan mann þar. Samferðafólk mitt fór í Tívolí.

Svona í framhjá hlaupi var gerð róttæk breyting á fjallaskilaseðli Vatnsdælinga í fyrra haust þar sem  hlutaðeigandi stjórnvöld beindu þeim texta til gangnamanna að áfengi væri notað í hófin og urðu menn svo sannarlega við þeim tilmælum og komu glaðir og reifir til byggða með safn sitt fyrir myrkur.

Feðgaferð 103Nú,nú, engin svona fyrirmæli voru í fjallskilaseðli Auðkúluheiðarmanna og hef ég það fyrir satt að þeir hafi komið seint til byggða og heldur úfnir.

Það hefur verið venja á þessum slóðum að menn hafi getað gengið að því vísu að setja brauð í nestistösku sína og skellt sér í hnakkinn án mikilla málalenginga.

 Löngufjörur 004En, nú brá svo við að menn urðu að smyrja sitt brauð sjálfir og risu úfar með mönnum út af þessu og töfðust menn dálítið af málinu. Þetta frétti ég hjá sannorðum manni við Seiðisá þegar ég var þar að athuga hvernig Þjóðlendan væri smöluð s.l. haust Það skiftir miklu máli að smala vel afréttir svo ekki þurfi að borga bætur, ef fé fennir í kaf eins og gerðist hér um árið fyrir norðan. Við sem erum komirn á áttræðis aldur lærðum það ungir að það væri jafn nauðsynlegt að horfa aftur fyrir sig eins og framm fyrir því oft lónuðu ær aftur fyrir ganganröðina og leyndust á bak við hana og yrðu eftir. Ekki væri nóg að vera á hágengum tölturum sem steyptust svo á hausinn þegar þeir kæmu í stórþýfi og sæist hvorki aftur fyrir eða fram fyrir.

SteiniTraktorminniNú þegar ég var á rápi þarna á Drottningargötunni víkur maður sér að mér af norskum ættum og segist eiga ættingja á Íslandi og spyr hvort samið hafi verið um það í sveitarstjórnarkosningum þar á svæðinu og sett inn í málefnasamning að það yrði skylda að hafa vínarbrauð og slátur í nesti manna og hálfan fleig af Kapitain Morgan? Ég kom alveg af fjöllum, enda á slóðum Eyvindar og Höllu og sagðist ekki vita görn um málið? En sagðist geta athugað þetta. Og kem því hér með á framfæri ef einhver veit eitthvað um þetta mál.

Feðgaferð 004Því spyr ég hefur einhver fréttir af því að það sé í málefnasamning sveitastjórn á framangreindu svæði í A-Hún. að það eigi að vera vínarbrauð og slátur í nesti gangnamanna?

 


Stríð milli fjalls og fjöru í Árneshreppi

Ætli þessr kærur breyti nokkru, nema rétt skal vera rétt. Mér sýnist kæruatrið aðallega snúast um formatriði.

Það verður þá bara kosið aftur og varla endurtekinn sami leikurinn með fólksflutninga inn í hreppinn. Hreppsnefndin fékk skýrt umboð.

Þó veit maður aldrei nema einhver sé með tromp á hendi.

Náttúruverndarmál eru alvöru mál og miklar tilfinningar í gangi.


mbl.is Kosningarnar í Árneshreppi kærðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband