Sýnikennsla á því þegar Þórður kakali slapp undan Kolbeini unga á Löngufjörum

Feðgaferð 009Jónas Kristjánsson var dágóður  hestamaður og átti trausta ferðahesta. Hann er ættaður úr minni uppeldissveit Svínavatnshreppi. Ég átti þess kost að kynnast honum örlítið í hestaferðum Fáks hér á árum áður og þar skrifaði hann söguna í sandinn og lauk upp fyrir mér flóttareið Þórðar kakala undan Kolbeini unga sem hafði komið norðan úr Skagafirði um Tvídægru og Arnarvatnsheiði í Reykholt og ætlaði að taka Þórð þar. Honum tókst það ekki og varð mikill eltingaleikur vestur Mýrar þar sem Þórður slapp undan Kolbeini á yfirskilvitlegan hátt á Löngufjörum. Rétt væri og skilt að endurtaka slíka þolreið  á Landsmóti hestamanna í júlí n.k.

Það eru ekki allir sem átta sig á því hvernig stóð á því að Þórður kakali slapp. Það helgast af því að ríða þarf Löngufjörur á hárnákvæmum tím vegna sjávarfalla.

Feðgaferð 075Við lögðum upp á réttum tíma frá Snorrastöðum og riðum fjörurnar all greitt. Lentum í því að 2 hestar sneru heim og það tafði okkur um hálf tíma. Það var nóg til að raska áætlunninni. Jónas reið galvaskur fremstur eins og Þórður forðum og kunni öll trixin.

Meginn hópurinn beið un stund á meðan Jónas kannaði erfiðasta álinn. Hann fór gætileg end vanur maður eins og Þórður Feðgaferð 076kakali.

 

 

Við urðum þess vör að farið var að hækka í álnum og hann hættulegur yfirferðar enda vorum við á eftir áætluðum tíma.

Feðgaferð 084Jónas hélt ótrauður áfram. en þegar farið var að vætla yfir lendar hestsins og hann að því kominn að vera á sundi, þá fóru að koma vomur á mannskapinn að fara yfir, enda í raun ófært þó sér í lagi fyrir óvana sem vitaskuld voru í hópnum. Eftirreiðin því töpuð eins og í gamladaga. Hópurinn dólaði sér upp fyrir sem var mikið tafsamara. Þegar við hittum svo Jónas var hann rosmildur og glaðahlakkalegur.

Minning Jónasar lifir með margvíslegum hætti í sögunni.


mbl.is Andlát: Jónas Kristjánsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband