Prúðmannleg framganga lögreglu

Úfar hafa risið vegna úrlausnar Gerðardóms um kjör lögreglumanna. Lögreglumenn eru ósátti við niðurstöðuna.

Af því tilefni efndu þeir til kröfugöngu frá Lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu til að afhenda fjármálaráðherra yfirlýsingu.

Það var vel til fundið af lögreglumönnum að fara í þessa göngu sem fram fór í dag.

Með því gefa þeir landsmönnum fordæmi um prúðmannlega framgöngu í sínum málum. Vissulega hafa allir leyfi til að leggja áherslu á málefni sín með friðsamlegum hætti.

Lögreglumenn hafa með þessum hætti slegið hinn rétta tón í málefnabaráttu.

Ef til vill geta þeir komið fulltrúa inn á Alþingi í næstu Alþingiskosningum.

Það væri spennandi viðfangsefni.

Þeir ættu að reyna að tala við Guðmund Steingrímsson. Hann er með laus pláss og getur munstrað fólk.


mbl.is „Mikil samstaða lögreglumanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk lögreglu

Í lögreglulögum frá 1996 nr. 90 13. júní segir svo um hlutverk lögreglu, tekið af vef Alþingis:

I. kafli. Hlutverk lögreglu o.fl.
1. gr. Hlutverk.
1. Ríkið heldur uppi starfsemi lögreglu.
2. Hlutverk lögreglu er:
   a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
   b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
   c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð [sakamála]1) eða öðrum lögum,
   d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
   e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
   f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
   g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.


mbl.is Óljóst með aðgerðir við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeirðarlögregla

Komið hefur fram í fréttum að liðsmenn óeirðarlögreglu séu að segja sig frá störfum í óeirðarsveit lögreglu. Eins og þetta birtist í fréttum að þá virðist sem hér sé um hálfgerð sjálfboðstörf að ræða og virðist sem það sé í hendi hvers og eins lögreglumanns að ákveða hvort hann sé í óeirðarlögreglu eða ekki. Svipað og menn séu í björgunarsveitum.

Svo virðist við fyrstu skoðun að engin sérstök lög gildi um óeirðarsveitir og ekkert sérstakt boðvald yfir lögreglumönnum á umrótartímum. Nú er síðuritari ekki lögfróðu, en það kemur á óvart að engin sérstök lög gildi við aðstæður sem komið geta upp eins og nú háttar í þjóðfélaginu.

Þingið er að koma saman núna á laugardaginn og þá virðist sem sá möguleiki sé fyrir hendi að lögreglan verði ekki á staðnum til að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir að engin meiðist eða troðist undir og alþingismenn geti gengið til starfa sinna svo sem þeir eru kosnir í lýðræðislegum kosningum.

Það virðist sem nauðsynlegt sé að sett séu sérstök lög um óeirðarlögreglu.

Þess vegna legg ég til að Alþingi verði sett á Þingvöllum undir berum himni og þingmenn sitji á hestum sínum við þingsetninguna í þetta sinn og geti þá riðið frá þingstað í allar áttir ef til ótíðinda dregur.


mbl.is Lögreglumenn sitja enn á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerðardómur

,,Lögreglumenn eru ósáttir við hvernig málum hefur miðað í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Í samningum þeirra við ríkið er kveðið á um, að náist ekki samningar í kjaraviðræðum, megi vísa málinu í gerðardóm. Niðurstaða hans er svo endanleg. Lögreglumenn vísuðu málum sínum í gerðardóm í júlí. Þrír sitja í dómnum, einn fyrir hönd hvors deiluaðila og einn formaður, sem skipaður er af ríkissáttasemjara" Heimild Rískisútvarpið.

Lögreglumönnum ber að virða dóma eins og öðrum landsmönnum hvort sem þeir eru sáttir við dómin eður ei.

Hvernig fer ef menn virða ekki dóma?

Aftur á móti gæti komið til álita að bjóða einstaka þætti lögregluverkefna út á Evrópska efnahagssvæðinu svo sem að líta eftir því að menn tali ekki í farsíma akandi og fólk sé með öryggisbeltinn spennt. Þetta mundi létta á lögreglunni í störfum og ef þetta gæfist vel þá mætti auka þetta.

Þannig er landhelgisgæslan með skip í leiguverkefnum erlendis til að afla tekna. Líkt getur staðið á í ýmsum löndum, að stjórnvöld séu með lausa lögregluhópa tímabundi, í millibilsástandi og gætu hugsað sér að hala inn tekjur á ýmsum verkefnum.

Það er jú frjálst flæði vinnuafls á Evrópska efnahagssvæðinu.


mbl.is Vinna ekki frumkvæðisvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur kann til verka

Nú eru miklir alvöru tímar. Mikil ringulreið hefur átt sér stað í þjóðfélaginu vegna hrunsins. Þeir flokkar sem tóku við eftir hrun hafa barist áfram eins og bændur fyrr á öldum í hríðarveðri ellegar sjómenn við brimskafla. Það má eiginlega sæta furðu að menn þar á bæ hafi ekki farið að gráta yfir öllu þessu fári. Þeir í stjórnarandstöðunni hafa þó eftir því sem ég hef heyrt grátið á laun yfir óförum sínum.

Guðmundur kann til verka- ef til vill. Það má eiginlega segja að hann sé einskonar verktaki í þessu máli eða gangnaforingi. 

Það hlaut að koma að þessu.

Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera. Ekki get ég stofnað stjórnmálaflokk eins og Guðmundur þó ég sé alinn upp innan um Framsóknarmenn og hafi alla tíð þótt vænt um þá.

Ég hef orðið fyrir nokkrum útgjöldum vegna þess að ég hef haft mig í frammi í máli sem varðar misvægi atkvæða og þurfti að fá lögfræðaðstoð til að skrifa Umboðsmanni Alþingis.

Ég er að hugsa um að fara að safna dósum í Suðvesturkjördæmi til að hafa upp í kostnað og þá er náttúrlega hægt að ræða við fólk í leiðinni um stjórnmál.Smile


mbl.is Áhugi víða fyrir nýju framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnbrautir í þéttbýli

Það hefur verið rík hefð í stjórnmálum á Íslandi að samgöngumálaráðherra væri úr dreifbýli. Ég minnist þess ekki að þéttbýlið hafi haft samgöngumálaráðherra innan síns kjördæmis. Þetta hefur einnig gilt um formann samgöngunefndar. Það var held ég fyrir fáum árum að Reykvíkingar fengu formann samgöngunefndar í sinn hlut, Guðmund Hallvarðsson.

Fyrrverandi samgönguráðherrar hafa verið duglegir að vinna að vegagerð og er nú hringvegurinn lagður bundnu slitlagi. Þá hafa göng verið boruð hér og þar, eftir því sem óskað hefur verið eftir og fjármunir lagðir til. Það hefur verið býsna sterk hugsun að efla vegagerð enda vegakerfið lengi vanburðugt og vegir varla verið forsvaranlegir, þar sem snjóalög hafa verið mikil. Allt þetta hefur þróast í rétta átt og eiga fv. samgönguráðherrar þakkir skyldar fyrir dugnað.

Við myndun þéttbýlis á Faxaflóasvæðinu hefur verið vanrækt að byggja almennilegar stofnbrautir og er nú svo komið að miklar umferðartafir myndast á álagstímun í og úr þéttbýli. Þannig hefur fólk mátt búa við það að aka innan um umferðakeilur í allt sumar í gegn um Mosfellsbæ, heima kjördæmi innanríkisráðherra, líkast því að menn séu í hægum rallýakstri. Einbreið brú er á Leirvogsá þ.e. í gagnstæðar áttir. Engin talar lengur um Sundabraut, sem væri mikil samböngubót í Reykjavík. Langar bílalestir  eru austu fyrir fjall þannig að sjúkrabílar- og lögregla kæmust varla ferða sinna við slíkar aðstæður. Suðurnesjamenn verða aki inn til Hafnafjarðar, (kjördæmi innanríkisráðherra) ef þeir vilja komast á Suðurlandsundirlendi í sumarbústað.

Mér virðist einboðið að innanríkisráðherra verði að horfa til hefðarinnar og efla samgöngumannvirki í sínu kjördæmi, SV-kjördæmi, eins og kostur er, en þar eru nú 58203 atkvæðisbærir menn. Fyrir vestan væri svo hægt að laga það sem fyrir er með ofaníburði o.þ.h. en í NV-kjördæmi eru 21294 kjósendur til Alþingis.


mbl.is Gengu af fundi með Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnaðarnám Íslendinga

HvanneyriLandnámsmenn hafa komið með búnaðarreynslu þegar þeir komu frá Noregi, annars hefðu þeir ekki komist af í landinu nema kunna til verka.

Árið 1866 byrjuðu Íslendingar að sækja búnaðarnám til Noregs. Núverandi landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason er búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum Ási í Noregi.

Fyrsti vísir til búnaðarkennslu hér á landi var á Frostastöðum í Skagafirði 1852 og 1853. Veturinn 1857-1858 og eitthvað lengur var kennt búfræði í Flatey á Breiðafirði.

Fyrsti búnaðarskóli hér á landi var stofnaður 1880 í Ólafsdal, þá Hólaskóli 1882, Eiðaskóli1883 og Hvanneyraskóli 1889.

Framhaldsdeildin á Hvanneyri var stofnuð 1947. Nú eru tveir skólar sem sinna kennslu í búfræði og skyldum greinum. Háskólinn að Hólu í Hjaltadal í Skagafirði og Landbúnaðarháskóli Íslands að Hvanneyri í Borgarfirði.

Heimild sótt í: Íslenskir búfræðikandidatar, Guðmundur Jónsson fv. skólastjóri á Hvanneyri.


mbl.is Búfræðimenntun metin til launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott flugsýning

FlugvélarÞað var virkilega gaman að fara á flugsýningu Flugmálafélag Íslands á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þarna var mikið úrval af gömlum flugvélum sem gaman var að skoða. Í skemmunni var ýmiss fróðleikur um flugsöguna.

Sýningaratriðin voru fjölbreytt svo sem kallarnir sem hengu niður úr fallhlífum og flugu um eins og Georg gírlausi í Andrés Önd. Listflugið var glæsilegt og ekki laust við að hrollur færi um mann stundum í áhættusömum atriðum. Barnabarnið var yfir sig hrifið þegar reykurinn kom úr vélunum.

Páll Sveinsson, gamli þristurinn, fór með menn í fallhlífarstökk og svifu þeir til jarðar sex saman í hóp og lentu mjúklega, þó maður héldi ævinlega að þeir myndu lenda einhversstaðar á öxlunum í tré upp í Öskjuhlíð.

Margt er ótalið. En það var tignarlegt að sjá þegar Boeing 757 þota Icelandair flaug yfir og lenti og tók af stað.

Þetta var hin besta skemmtun og fræðsla og hafi þeir þökk fyrir sem að henni stóðu.


mbl.is Fjölmenni á flugsýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr áfram borgarstjóri

Verður þá Jón Gnarr áfram borgarstjóri?

Hefur Hanna Birna verið einhver hornkerling í Sjálfstæðisflokknum?

Er mikilvægara að fella eigin félaga en Jón Gnarr borgarstjóra?

Þetta er að verða kúnstug pólutík.


mbl.is Útilokar ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísað heim til Alþingis til frekari meðferðar.

Þetta mál er mjög sérstakt. Það hefur ekkert fordæmi til að styðjast við, því ekki hefur verið ákært áður á grundvelli laga um ráðherraábyrgð og Landsdóms.

Hér urðu mikil tíðindi við bankahrunið margir hafa orði fyrir miklum búsifjum. Almennigur eru í miklum raunum og erfiðleikum. Svoleiðis meðferð á fólki er alveg til skammar.

Hjálpræðisher fv. stjórnmálamanna og fótgönguliða í stjórnmálum hefur ekki haldið neinn stuðningsfund fyri almenning í Hörpu eins og haldin var fyrir ákærða.

Ákærði kvartar undan því að hafa ekki verið yfirheyrður. Þjófar séu yfirheyrðir og er ekki gott að vita hvað ákærði á við með því. En yfirheyrði ekki Rannsóknarnefnd Alþingis mannskapinn sem hér á hlut að máli?

Bankaeinkavæðingin var glórulaus. Á almenningur að gjalda þess?

Flestir telja að aðeins séu tveir kostir í stöðunni fyrir Landsdóm. Að vísa málinu frá eða taka það til efnislegrar meðferðar.

Þriðji kosturinn gæti verið, að vísa málinu aftur til Alþingis.


mbl.is Frávísunarkrafa til úrskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband