Stofnbrautir í þéttbýli

Það hefur verið rík hefð í stjórnmálum á Íslandi að samgöngumálaráðherra væri úr dreifbýli. Ég minnist þess ekki að þéttbýlið hafi haft samgöngumálaráðherra innan síns kjördæmis. Þetta hefur einnig gilt um formann samgöngunefndar. Það var held ég fyrir fáum árum að Reykvíkingar fengu formann samgöngunefndar í sinn hlut, Guðmund Hallvarðsson.

Fyrrverandi samgönguráðherrar hafa verið duglegir að vinna að vegagerð og er nú hringvegurinn lagður bundnu slitlagi. Þá hafa göng verið boruð hér og þar, eftir því sem óskað hefur verið eftir og fjármunir lagðir til. Það hefur verið býsna sterk hugsun að efla vegagerð enda vegakerfið lengi vanburðugt og vegir varla verið forsvaranlegir, þar sem snjóalög hafa verið mikil. Allt þetta hefur þróast í rétta átt og eiga fv. samgönguráðherrar þakkir skyldar fyrir dugnað.

Við myndun þéttbýlis á Faxaflóasvæðinu hefur verið vanrækt að byggja almennilegar stofnbrautir og er nú svo komið að miklar umferðartafir myndast á álagstímun í og úr þéttbýli. Þannig hefur fólk mátt búa við það að aka innan um umferðakeilur í allt sumar í gegn um Mosfellsbæ, heima kjördæmi innanríkisráðherra, líkast því að menn séu í hægum rallýakstri. Einbreið brú er á Leirvogsá þ.e. í gagnstæðar áttir. Engin talar lengur um Sundabraut, sem væri mikil samböngubót í Reykjavík. Langar bílalestir  eru austu fyrir fjall þannig að sjúkrabílar- og lögregla kæmust varla ferða sinna við slíkar aðstæður. Suðurnesjamenn verða aki inn til Hafnafjarðar, (kjördæmi innanríkisráðherra) ef þeir vilja komast á Suðurlandsundirlendi í sumarbústað.

Mér virðist einboðið að innanríkisráðherra verði að horfa til hefðarinnar og efla samgöngumannvirki í sínu kjördæmi, SV-kjördæmi, eins og kostur er, en þar eru nú 58203 atkvæðisbærir menn. Fyrir vestan væri svo hægt að laga það sem fyrir er með ofaníburði o.þ.h. en í NV-kjördæmi eru 21294 kjósendur til Alþingis.


mbl.is Gengu af fundi með Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Ekki alveg rétt hjá þér. "og er nú hringvegurinn lagður bundnu slitlagi"

Hringvegurinn, þjóðvegur nr 1 liggur um Breiðdalsheiði og Skriðdal til Egilsstaða og að hann liggi um Öxi í Skriðdalinn. Það fer lítið fyrir bundnu slitlagi á þessum leiðum báðum.

Hitt er rétt hjá þér að komið er bundið slitlag á Hringveginn UM AUSTFIRÐI ef undan er skilin stuttur kafli í botni Berufjarðar en þar liggja einmitt gatnamót vegar um Öxi en merkilegt nokk er það ekki þjóðvegur nr 1. þ.e. vegurinn um Ausfirði norðan Berufjarðar til Egilsstaða.

Viðar Friðgeirsson, 20.9.2011 kl. 18:05

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

"og vilja sumir að hann liggi um Skriðdalinn" átti þetta að vera.

Viðar Friðgeirsson, 20.9.2011 kl. 18:07

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Takk fyrir ábendingu og leiðréttingu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.9.2011 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband