Flott flugsýning

FlugvélarÞað var virkilega gaman að fara á flugsýningu Flugmálafélag Íslands á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þarna var mikið úrval af gömlum flugvélum sem gaman var að skoða. Í skemmunni var ýmiss fróðleikur um flugsöguna.

Sýningaratriðin voru fjölbreytt svo sem kallarnir sem hengu niður úr fallhlífum og flugu um eins og Georg gírlausi í Andrés Önd. Listflugið var glæsilegt og ekki laust við að hrollur færi um mann stundum í áhættusömum atriðum. Barnabarnið var yfir sig hrifið þegar reykurinn kom úr vélunum.

Páll Sveinsson, gamli þristurinn, fór með menn í fallhlífarstökk og svifu þeir til jarðar sex saman í hóp og lentu mjúklega, þó maður héldi ævinlega að þeir myndu lenda einhversstaðar á öxlunum í tré upp í Öskjuhlíð.

Margt er ótalið. En það var tignarlegt að sjá þegar Boeing 757 þota Icelandair flaug yfir og lenti og tók af stað.

Þetta var hin besta skemmtun og fræðsla og hafi þeir þökk fyrir sem að henni stóðu.


mbl.is Fjölmenni á flugsýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband