Ég vil nú gera grein fyrir atvikaröð í þessu máli sem gæti átt sér stað í alvörunni.
Segjum sem svo að þetta verði þróunin að Besti flokkurinn eigi möguleika á 4 mönnum í borgarstjórn.
Látum okkur detta í hug að á síðustu metrunum hætti Besti flokkurinn við framboðið og vilji frekar fara og gefa öndunum. Bara hættur si svona. Og kjósendur búnir að ákveða sig.
Eiga kjósendur þá ekki rétt á skaðabótum?
Ég hef heyrt að þetta sé töluvert vandamál hjá Framsókn þar sem fólk er að segja sig af listanum sem fólk var búið að ákveða að kjósa og veit ekkert hvað það á að gera.
Mér sýnist að þessi kosningamál í Reykjavík séu öll komin í algjöran hnút, eða lykkju, ég meina snöru.
Svo finnst mér nú aðalgrínið að einungis þurfi 8 fulltrúa til að skipa meirihluta í Reykjavík í 120.000 manna byggðarlagi, einum fleiri en 7 manna samhent hreppsnefnd 460 manna sveitarfélags norður í landi.
Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá upphafi hreppaskipunar á Íslandi árið 1281 hefur verið þjóðstjórnarfyrirkomulag í hreppum.
![]() |
Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.4.2010 | 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir eru hraustir þarna í Lindunum enda vanir fjallamenn.
Upp og niður, upp og niður. Út og suður, út og suður. Hoppa, hoppa, hoppa. Hvar kem ég nú niður?
Til hamingju Lindaskóli.
![]() |
Lindaskóli sigraði í Skólahreysti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.4.2010 | 22:49 (breytt kl. 22:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er erfitt að mynda sér viðhorf til þessa máls af þeim fréttum sem birst hafa um það.
Fyrsta fréttin hér á mbl.is er kl: 05:30 og heitri Jörðin seld án auglýsingar. Af þeirri frétt er lítið hægt að átta sig á málavöxtum.
Svo kemur frétt þar sem segir: Verið að fremja níðingsverk í bönkum og er ræðumaður Árni Johnsen.
Til þess að fá heildarmynd af málinu er nauðsynlegt að fá upp skuldastöðuna. Uppruna skuldanna. Verðmætin sem keypt voru fyrir lánin sem bankinn lánaði. Ráðleggingar og skýrslur fagaðila, innan bankans og utan um ráðleggingar vegna lántöku og rekstraáætlanir hvort lántökurnar hafi verið arðbærar. Hækkun lána sem leiddi af hruninu og svo framvegis.
Svo þarf að rannsaka og upplýsa hvernig ríkjandi landbúnaðarstefna hefur haft áhrif á þessa atburðarás og hver ber ábyrgð á landbúnaðarstefnunni og þeim búvörulögum sem hér eru að keyra allt í þrot.
Ef hinsvegar það er talið nauðsynlegt af þjóðhagslegum ástæðum að halda landbúnaðarframleiðslunni gangandi vegna matvælaöryggisins verður landbúnaðarráherra að skerast hér í leikinn og koma með úrræði.
Það er rétt sem talsmenn bankans segja að það er erfitt fyrir bankann að standa í orðaskaki vegna viðskipta einstaklinga á opinberum vettvangi. En eðli máls er væntanlega margt búið að gerast í málinu sem ekki kemur fram í fréttaflutningi af málinu.
![]() |
Eftirlitsnefnd fari yfir feril málsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.4.2010 | 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhrif skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fer um landið líkt og Svartidauði og leggst mjög þungt á stjórnmálalíf þjóðarinnar.
Þar sem ég var að koma af námskeiði um Sturlungu hjá HÍ er mér rétt og skylt að koma með sáttatillögu til Framsóknarmanna.
Hún er sú, að þeir bjóði fram 2 lista, B-lista, skýrslumenn þar verða allir Framsóknarmenn sem nefndir eru beint og óbeint í skýrslunni. BB-listi, ekki skýrslumenn, þar verða þeir sem ekki eru nefndir í skýrslunni. Með þessu móti nær flokkurinn að halda utan um allt sitt kjörfylgi og meiri friður skapaðist.
![]() |
Segir sig af lista Framsóknarflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.4.2010 | 23:03 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég fór í vettvangsferð í Laugarnesið seinnipartinn. Þar stendur nú yfir mikið hreinsunarstarf vegna framkvæmda sem hafa átt sér stað án heimildar borgaryfirvalda.
Umrætt land er borgarland og er gert ráð fyrir því á deiliskipulagi að þar sé aðstaða til höggmyndasýninga.
Í birtingu föstudaginn 5. febrúar 2010 varð almenningur þess var að steypubíll og steypudæla/krani voru að störfum að Laugarnestanga 65. Seinniparti var ljóst að hús hafði verið steypt í Laugarnesfjörunni. Byggingarframkvæmdir hafa nú verið stöðvaðar af yfirvöldum.
Hreinsunarstarfið felst einkum og sér í lagi í því að fjarlægja allt sem hefur verið gert í óleyfi.
Þetta verk er umfangsmikið starf og hafa gröfur og kranar og þungaflutningabifreiðar verið notaðar til verksins þar sem stór björg spýtnarusl og jarðvegur hafa verið flutt af svæðinu.
Í fréttum kl: 14:00 föstudaginn 24 apríl s.l. kom fram að einhverskonar sátt hafi náðst um að fjarlægja hluti af svæðinu sem talin eru einhver verðmæti í og er það sjálfsagt mál að hjálpa til.
Kostnaður af þessu hreinsunarstarfi fellur á þann sem staðið hefur fyrir þessum aðdráttum á borgarlandið og verður fylgst vel með því hvað þetta komi til með að kosta.
Í æviminningu Sigurðar Ólafssonar eins ástsælasta söngvara okkar Íslendinga og listamanns í hestamennsku, Í söngvarans jóreyk, segir frá því að eftir að hann var hættu búskap í Laugarnesi og fluttur burt hafi hann sett niður kartöflur í Laugarnesinu. Eitt sinn er hann var að stinga upp beðin að þá mættu allt í einu tveir fílefldir lögreglumenn og áttu orðastað við hann.
Þá spyr ég, hafa borgaryfirvöld eitthvað hvatt til lögreglu í máli þessu og er ekki rétt að lögreglan mæti á vettvang eins og forðum daga og athugi aðstæður til kartöfluræktar?
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2010 | 19:43 (breytt 20.8.2013 kl. 17:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hluthafar bera einungis ábyrgð á rekstri hlutafélaga með hlutafé sínu.
Stjórnir hlutafélaga bera margvíslegar skyldur.
Ein sú ríkasta skylda er sú að rýra ekki veð og möguleika lánadrottna til að fá kröfum sínum fullnægt ef í óefni stefnir með rekstur.
Hlutafélagsstjórnum og svo sem öðrum, sem eru í einhverskonar rekstri verða því að stöðva reksturinn í tíma, annaðhvort með ósk til fógeta um greiðslustöðvun eða ósk um gjaldþrotameðferð tímanlega svo kröfuhafar tapi ekki öllum sínum möguleikum.
Oft eru allmiklar eignir til í þrotabúum sem geta gengið upp í kröfur.
Nú hinsvegar er það meir og minna regla að engar eignir eru til í þrotabúnum en himinháar milljarðaskuldir, sem sýnir það að einhversstaðar hefur verið glannalega veitt lán og tekið á móti lánum, sem engin möguleiki er á að greiða. Ef höfuðstóll er búin að vera lengi neikvæður er það refsivert.
Þetta er alþýðumanna löngu ljóst.
Þess vegna er spurning hvort ekki sé rétt að gera öll þessi mál upp með löggjöf, því málferlin verða svo dýrkeypt þeim sem eiga hlut að máli.
Sett yrðu lög um að allar prívateignir svo og aðrar eignir væru innkallaðar sem tengjast hruninu og dæmið gert upp og menn fengju einhverskonar sakaruppgjöf á móti.
Þeir sem þráuðust við væru dregnir fyrir dómsstóla.
![]() |
Vísbendingar um refsiverða háttsemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.4.2010 | 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staða Reykvíkinga eru verri en hreppsómaga þegar kemur að fulltrúalýðræðinu í sveitarstjórnakosningum.
Þegar vinstrimeirihlutinn komst til valda 1978 var fulltrúum fjölgað úr 15 í 21. Strax og Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur til valda fækkaði hann fulltrúum aftur í 15.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum gilda eftirfarandi reglur um fjölda sveitarstjórnarmann í sveitarstjórnum miðað við íbúafjölda, lög nr. 45 1998:
12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn. Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
a. þar sem íbúar eru innan við 200 35 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 200999 57 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 1.0009.999 711 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 10.00049.999 1115 aðalmenn,
e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 1527 aðalmenn.
Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem Þór Saari flytur er lagt til að fjöldi sveitarstjórnarmanni verði eftirfarandi mál nr. 15:
a. þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 1.0004.999: 11 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 5.00024.999: 17 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 25.00049.999: 31 aðalmaður,
e. þar sem íbúar eru 50.00099.999: 47 aðalmenn,
f. þar sem íbúar eru 100.000199.999: 61 aðalmaður,
g. þar sem íbúar eru 200.000399.999: 71 aðalmaður.
Í greinargerð með frumvarpinu og töflum kemur eftirfarandi fram um stöðuna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi:
Ísland | Íbúar | Sveitarstjórnarmenn |
Reykjavík | 119.547 | 15 |
Kópavogur | 29.976 | 11 |
Hafnarfjörður | 25.850 | 11 |
Akranes | 6.609 | 9 |
Ísafjarðarbær | 3.972 | 9 |
Akureyri | 17.541 | 11 |
Fjarðabyggð | 4.723 | 9 |
Fljótsdalshérað | 3.695 | 11 |
Hornafjörður | 2.112 | 7 |
Vestmannaeyjar | 4.086 | 7 |
Árborg | 7.922 | 9 |
Það sem vekur athygli er mikill mismunur milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Í Reykjavík er 119 þús íbúar en ekki nema 15 sveitarstjórnarmenn. Í Kópavogi t.d eru 30 þús íbúar og 11 sveitarstjórnarmenn. Þarna munar 4 sveitarstjórnarmönnum en 90 þús íbúum.
Gefum okkur að atkvæðavægi í Kópavogi sé rétt og sanngjarnt, 30 þús deilt með 11 sveitarstjórnarmönnum þá þarf 2727 íbúa til að koma manni að.
Segjum svo að þessi reikniregla verði heimfærð upp á Reykjavík 15 sveitarstjórnarmenn x 2727 íbúar=40905 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum.
Í Reykjavík eru 119500 íbúar og aðeins þarf 40900 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum að samkvæmt Kópavogsreglunni þá eru 79 þús íbúar afgangs.
Þessi lýðræðismál eru mikið alvörumál og ég er svolítið undrandi hve þeim er lítill gaumur gefinn, en ég hef verið svolítið að benda á þetta.
Ég er svolítið farinn að upplifa mig með tilfinningar Þormóðs Kolbrúnarskálds í leikritinu Gerplu þar sem hann hékk staurnum og var búin að gleyma kvæðinu sem hann ætlaði að flytji konungi.
![]() |
Helga leiðir Frjálslynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.4.2010 | 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vorljóð
Gakktu út í gróandann
gerast ævintýr.
Röðull skín og roðabjartur
risinn er dagur nýr.
Vorið vermir sál og sinni
er vetur burtu flýr.
Hvað er betra börnum landsins
en birta vorsins skær.
Hlýja loftið, ljúfa angan
á landið ljóma slær.
Syngur lækur í laut og móa,
lifnar sérhver bær.
Borgin lifnar líkt og landið
loftið fyllist klið.
Barnafjöld með bolta hlaupa
og bregða sér í lið.
Alla þyrstir í sumarsælu.
sólinni gleðjast við.
Kviknar líf í laufum trjánna,
lyftir þröst á flug.
Af vetrardrunga vorsins ylur
vermir okkar hug.
Vekur vonir, eflir andann,
vorsins styrk og dug.
Inga Þórunn Halldórsdóttir
Maí 2007
![]() |
Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2010 | 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er mjög skynsamleg ákvörðun að gera hlé á búskapnum, ekki að hætta. Ýmsir möguleikar felast í því. Það er hægt að koma gripum í framleiðslufóður hjá öðrum, leigja gripina um lengri eða skemmri tíma með kvóta. Það er þekkt úr búnaðarsögu okkar, en þá oftast í sambandi við sauðfé, fóðurfénaður. Þá er einnig hægt að halda framleiðsluferlinum í gangi á viðkomandi bújörð fram á sumar hvað snertir kúabúskap en heldur örðugra er að parraka lambfé í hólfum. Sauðfé þarf að komast í bithaga en ljóst er að þeir verða ekki í boði allsstaðar eftir því sem fréttir herma.
Ákvörðun er tekin að eigin vilja sem getur verið stefnumarkandi og til leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og léttir þeim með hvaða hætti er hægt að móta ákvörðun vegna afurðar og búskapartjóns sem við blasir.
Tjón fá bændur úr Bjargráðasjóði, Viðlagasjóði og þá hugsanlega ef viðkomandi bóndi er með einhverskonar frjálsábyrgðartryggingu, allt eftir eðli tjóns og ábyrgð sjóða.
Þessar aðstæður eru búnar að vera erfiðar fyrir bændunurnar að búa við þessar náttúruhamfarir og stöðuga óvissu um afdrif búskaparins. Því fylgja erfiðar tilfinningar að þurfa að bregða búi á sjá á eftir búsmala sínum.
Rétt er að benda á að íslenskir bændur hafa margir hverjir þurft að ganga í gegn um slíka reynslu þegar hjarðir þeirra hafa verið felldar vegna riðuniðurskurðar. En bændur koma oftast jafnfætis standandi niður úr slíkum áföllum.
Færsluritari þekkir þessar tilfinningar eftir að hafa þurft að fella bústofn sinn daginn fyrir sumardaginn fyrsta fyrir 14 árum vegna riðuveiki. Það var afleitur sumardagurinn fyrsti en hann er hátíðisdagur í hugum margra bænda.
Á riðuveikisárunum var ekki talað um áfallahjálp til bænda en hefði svo sannarlega verið þörf á slíkum aðgerðum. Það er þó bót harmi gegn að bændastéttina skipa engir aumingjar og þess vegna lifir stéttin alltaf af plágur og náttúruhamfarir.
![]() |
Gerir hlé á ræktun og búskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2010 | 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gaman þegar einhver nennir að fara í mál út af æru sinni. Orði meiðyrði þýðir ærumeiðandi orð, svívirðileg orð, meiðandi orð. Orði fjölmæli er líka til yfir þessa háttsemi.
Fjölmæli, heitir doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen fv forsætisráðherra og lagaprófessors og fjallar um þessa grein lögfræðinnar. Ritgerðin var tekin gild og varinn við Háskóla Íslands 20. desember 1967.
Mér finnst flest öll ummælin sem um er deilt ekki gefa tilefni til málshöfðunar en lýsa miklum tilfinningum en allt er þetta háð mati þeirra sem hlut eiga að máli.
Sum ummælin eru kómísk eins og þau koma fyrir í dómi Hæstaréttar Íslands á heima síðu hans.
Ég er svo lítið hissa á að málskostnaður hafi verið felldur niður.
![]() |
Enn sýknað í langvinnu meiðyrðamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2010 | 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 31
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 429
- Frá upphafi: 601513
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 365
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar