Hlutafélög

Hluthafar bera einungis ábyrgð á rekstri hlutafélaga með hlutafé sínu.

Stjórnir hlutafélaga bera margvíslegar skyldur.

Ein sú ríkasta skylda er sú að rýra ekki veð og möguleika lánadrottna til að fá kröfum sínum fullnægt ef í óefni stefnir með rekstur.

Hlutafélagsstjórnum og svo sem öðrum, sem eru í einhverskonar rekstri verða því að stöðva reksturinn í tíma, annaðhvort með ósk til  fógeta um greiðslustöðvun eða ósk um gjaldþrotameðferð tímanlega svo kröfuhafar tapi ekki öllum sínum möguleikum.

Oft eru allmiklar eignir til í þrotabúum sem geta gengið upp í kröfur. 

Nú hinsvegar er það meir og minna regla að engar eignir eru til í þrotabúnum en himinháar milljarðaskuldir, sem sýnir það að einhversstaðar hefur verið glannalega veitt lán og tekið á móti lánum, sem engin möguleiki er á að greiða. Ef höfuðstóll er búin að vera lengi neikvæður er það refsivert.

Þetta er alþýðumanna löngu ljóst.

Þess vegna er spurning hvort ekki sé rétt að gera öll þessi mál upp með löggjöf, því málferlin verða svo dýrkeypt þeim sem eiga hlut að máli.

Sett yrðu lög um að allar prívateignir svo og aðrar eignir væru innkallaðar sem tengjast hruninu og dæmið gert upp og menn fengju einhverskonar sakaruppgjöf á móti.

Þeir sem þráuðust við væru dregnir fyrir dómsstóla.


mbl.is Vísbendingar um refsiverða háttsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband