Rétt ákvörðun

Þetta er mjög skynsamleg ákvörðun að gera hlé á búskapnum, ekki að hætta. Ýmsir möguleikar felast í því. Það er hægt að koma gripum í framleiðslufóður hjá öðrum, leigja gripina um lengri eða skemmri tíma með kvóta.  Það er þekkt úr búnaðarsögu okkar, en þá oftast í sambandi við sauðfé, fóðurfénaður. Þá er einnig hægt að halda framleiðsluferlinum í gangi á viðkomandi bújörð fram á sumar hvað snertir kúabúskap en heldur örðugra er að parraka lambfé í hólfum. Sauðfé þarf að komast í bithaga en ljóst er að þeir verða ekki í boði allsstaðar eftir því sem fréttir herma.

Ákvörðun er tekin að eigin vilja sem getur verið stefnumarkandi og til leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og léttir þeim með hvaða hætti er hægt að móta ákvörðun vegna afurðar og búskapartjóns sem við blasir.

Tjón fá bændur úr Bjargráðasjóði, Viðlagasjóði og þá hugsanlega ef viðkomandi bóndi er með einhverskonar frjálsábyrgðartryggingu, allt eftir eðli tjóns og ábyrgð sjóða.

Þessar aðstæður eru búnar að vera erfiðar fyrir bændunurnar að búa við þessar náttúruhamfarir og stöðuga óvissu um afdrif búskaparins. Því fylgja erfiðar tilfinningar að þurfa að bregða búi á sjá á eftir búsmala sínum.

Rétt er að benda á að íslenskir bændur hafa margir hverjir þurft að ganga í gegn um slíka reynslu þegar hjarðir þeirra hafa verið felldar vegna riðuniðurskurðar. En bændur koma oftast jafnfætis standandi niður úr slíkum áföllum.

Færsluritari þekkir þessar tilfinningar eftir að hafa þurft að fella bústofn sinn daginn fyrir sumardaginn fyrsta fyrir 14 árum vegna riðuveiki. Það var afleitur sumardagurinn fyrsti en hann er hátíðisdagur í hugum margra bænda.

Á riðuveikisárunum var ekki talað um áfallahjálp til bænda en hefði svo sannarlega verið þörf á slíkum aðgerðum. Það er þó bót harmi gegn að bændastéttina skipa engir aumingjar og þess vegna lifir stéttin alltaf af plágur og náttúruhamfarir.


mbl.is Gerir hlé á ræktun og búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband