Búnaðarþing var sett í dag við hátíðlega athöfn.
Prúðbúnir bændur og þeirra hjú sátu undir borðum og hlýddu á Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra segja frá því hvernig Síminn misnotar þorramatinn til að auglýsa pítsur.
Þarna var Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum en hann hefur gjarnan verið mönnum til halds og trausts í upphafi Búnaðarþings.
Búnaðarfélag Svínavatnshrepps er elsta starfandi búnaðarfélag landsins stofnað 1842 og hét þá Jarðarbótafélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhrepps og hefur allatíð starfað að framfaramálum í landbúnaði.
Þegar ég varð formaður þess félags á áttundaáratug síðustu aldar fór ég að leita að lögum félagsins svo ég hefði einhverja leiðsögn um starfshætti félagsins og skipurit. Komst ég þá að því að síðustu samþykktu lög félagsins voru handskrifuð frá 1882 að því að mig minnir.
Voru bændur svo uppteknir við bústörf sín að þeim hafði láðst að uppfæra löginn en því var breitt snarlega.
Ég var fljótlega felldur sem formaður, þar sem ég eyddi öllum peningum félagsins í að láta smíða valtara, flaggrindur og kaupa herfi fyrir félagið.
Á framangreindu menningarsvæði starfar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Bráðlega ætlar kórinn að fara halda söngskemmtanir og eiga þær að vera tileinkaðar fv. nágranna mínu Birni á Löngumýri. Hann var nú að vísu ekki lagviss og starfaði aldrei með kórnum en Björn var gamansamur og þeir ætla að láta þetta vera svona í bland.
Svona geta bændur verið útsjónarsamir til að komast að heiman og gera sér glaðan dag.
![]() |
Búnaðarþing var sett í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.2.2010 | 20:39 (breytt kl. 21:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áskrifendum Morgunblaðsins hefur fækkað um 15000 að sögn Jóhannesar í Bónus.
Fátækt er orðin svo mikil á Íslandi að fólk getur ekki keypt Morgunblaðið.
Hvar er allur auðurinn og peningarnir?
Allur síldargróðinn, allur orkugróðinn, allur verslunargróðinn, allur kvótagróðinn, allur verðbréfa og vaxtagróðinn, allur gróðinn af steypu og fasteignum, o.s.frv.?
Bara skuldir skildar eftir í landinu. Og hver á að borga þetta allt?
![]() |
Jóhannes segir fréttina ranga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.2.2010 | 14:18 (breytt kl. 14:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Árneshreppsbúar eru nú vanir ýmsu og kalla ekki allt ömmu sína. Ég hringdi í í skólabróður minn og frænda af Pálsætt á Ströndum, Úlfar Eyjólfsson bónda á Krossnesi í Árneshreppi og spurði hann hvernig hann hefði það og hvernig ástandið væri.
,, Það er allt gott að frétta af okkur og hér amar ekkert að" sagði Úlfar hinn hressasti og hafði ekki miklar áhyggjur af ástandinu. Þeir eru vanir einangruninni Árneshreppsbúar og það er hluti af þeirra lifnaðarháttum og lífsstíl.
Í Norðurfirði er allgóð höfn og sjóleiðin til Skagastrandar fær eftir því sem sjólag er hverju sinni.
Þeir hafa aðgang að meðulum en veiki punkturinn er ef til vill að komast undir læknishendur ef brýna nauðsyn ber til, og þyrfti að huga að þeirri lausn. 3 tíma sigling er til Skagastrandar. Þeir geta haft talstöðvarsamband ef sími bilar sagði Úlfar mér.
Bændur eru vel birgir af heyjum og ég held að íbúarnir spjari sig nú eins og þeir hafa alltaf gert.
![]() |
Hefur áhyggjur af Árneshreppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.2.2010 | 17:35 (breytt kl. 17:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Búvörulögin líta bara í þau. Þar hljóta skýringarnar að vera hvernig menn bregðast við. Lesa greinargerðina með frumvarpinu.
Tala við hugmyndafræðingana að því landbúnaðarkerfi sem sett var á fót með búvörulögum nr. 46 frá 1986 og framsali kvótans og hvað þeir meintu.
Ræða við þá sem töluðu fyrir hagræðingunni í landbúnaði og ráðlögðu þessa leið og stækkun búanna og offjárfestingu í tækjum kvóta og byggingum.
Það þýðir ekkert að kenna hruninu um þó það vissulega lagi það ekki.
Þessi vandræði í landbúnaði er af mannavöldum. Sem betur fer eru til gætnir, útsjónarsamir og ráðdeildarsamir bændur og birgir af heyjum og eiga fyrir áburði í vor, sem standa sæmilega og þeir munu bjarga þjóðinni.
Ef nú á að fara dæla peningum í skuldahítina af mannavöldu er hætt við að margir sem urðu að hætta búskap vegna ofstjórnar landbúnaðarkerfisins vilji bara fara að fá sínar jarðir og kvóta aftur.
Á Íslandi á að reka dreifðan landbúnað þannig tryggir þjóðin framtíðarhagsmuni sína best og hafa búin alls ekki of stór. Bara svona fjölskyldubú. Þannig að krakkarnir ráði við að reka kýrnar á beit.
Og fjárbúin alls ekki stærri en verðlagsgrundvallabúið gamla. Leið fólksins liggur aftur til sveitanna.
Alþingi verður að óska eftir því að þeir gefi sig fram sem töluðu fyrir þessum breytingu á landbúnaði og þeim verði gert að ganga í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta frá Lækjartorgi að Bændahöllinni, svo almenningur geti skoðað hvernig þeir líta út.
![]() |
Óska eftir úrræðum fyrir bændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.2.2010 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluhöfundur hefur verið að vinna í máli sem lítur að jöfnum kosningarétti landsmanna til Alþingis.
Staða málsins er þessi, skýrsla:
Misvægi atkvæða við Alþingiskosningar eftir búsetu
Dagsetningar og atvikalýsing
- Þann 1. maí 2009 Rituð kæra vegna alþingiskosninganna 25.apríl 2009 og send dómsmálaráðuneyti með vísan í ákvæði 118. og 120 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.
- Föstudaginn 15. maí 2009 kl:16:00 mælti Helgi Hjörvar formaður kjörbréfanefndar Alþingis fyrir áliti kjörbréfanefndar sem allir nefndarmenn höfðu undirritað, en Margrét Tryggvadóttir með fyrirvara sem laut að því að Alþingi hafði borist kosningakæra og lýsti áðurnefndur þingmaður sig í meginatriðum sammála innihaldi kærunnar. Engin alþingismaður tók til máls um álit kjörbréfanefndar og var það samþykkt.
- 16. júní 2009 birtist frétt og viðtal í Morgunblaðinu, Missti mannréttindi við að flytja, við annan kærandann, Þorstein.
- 5. ágúst 2009 birtist í Morgunblaðinu blaðagrein; Úreltar forsendur fyrir ójafnræði milli kjósenda. Höfundar, Erlendur Smári Þorsteinsson reiknifræðingur og Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lögfræðingur.
- 10. ágúst 2009 ritar annar kærandinn, Ingibjörg Hauksdóttir dóms og kirkjumálaráðuneytinu bréf og spyrst fyrir um meðferð og lyktir kærunnar.
- 18. ágúst 2009 svarar dóms og kirkjumálaráðuneytið bréfi Ingibjargar.
- 11. jan. 2010 er forseta Alþingis sent bréf og greint frá því að Alþingi hafi ekki svarað hverjar hafi verið lyktir Alþingiskærunnar og óskað efir formlegum svörum frá Alþingi.
- 11. jan. 2010 er umboðsmanni Alþingis ritað erindi um ábendingu um meinbugi á lögum varðandi kosningar til Alþingis, sbr 11. gr. laga um umboðsmann Alþingis.
- Í janúar spyr embætti umboðsmanns Alþingis lögmann kærenda hvort líta berið á erindið sem kæru eða ábendingu. Ákvörðun tekin um að lít á erindið sem kæru.
- 2. febr. 2010 ritar umboðsmaður Alþingis lögmanni okkar erindi þar sem staðfest er að erindið er móttekið og hafi fengið málsnúmer 5903/2010
Stjórnmál og samfélag | 21.2.2010 | 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í okkar lögum og stjórnkerfi eru fyrir heimildir um að stofna svokölluð byggðasamlög. Sameinast þá gjarnan smærri sveitarfélög um ákveðin verkefni svo sem skólahald, slökkvilið, bókasöfn og ýmsa þjónustu sem erfitt er að reka nema í samvinnu við aðra vegna kostnaðar.
Gjarnan er kostnaðinum deilt niður eftir ákveðinni reiknireglu svo sem íbúafjölda hlutfalli fasteignagjalda o.s.frv., sem ég kann ekki ekki alveg skil á nákvæmlega.
Nú ætla þeir í Evrópusambandinu að fara stofna svona byggðasamlag um frjálst fjármagnsflæði sem hefur verið ein af skrautfjöðrum frjálsrar markaðshagfræði og markaðar.
Þetta eru mikil tíðindi en viðurkenning að þessi peninga- og bankamál eru komin í þrot hugmyndafræðilega séð á hinu Evrópska-markaðssvæði.
Það sem gerðis í Icesave hér á landi er óræk sönnun þess að svona geta þessi mál ekki gengi sjálfala lengur. Almenningur á Íslandi getur ekki virkað sem sjálfsali fyrir óprúttna fjármálamenn.
Nauðsynlegt er að þessi hugmynd um stofnsjóð verði afturvirk og nái til Icesave, a.m.k. verði gerðar hliðarráðstafanir varðandi það mál.
Ríkisstjórnin ætti að nota tækifærið og það hlé sem er að skapast vegna falls hollenskustjórnarinnar og senda erindreka til ESB og tala fyrir þessu máli með einhverjum hætti.
Það er alveg sjálfsagt að borga Icesave-skuldina miðaða við fólksfjölda og hlutfall fasteignarskatta á Íslandi, miðað við Breta og Hollendinga t.d.
Auk þess væri svo hægt að tryggja Bretum og Hollendingu auka ívilnanir ef uppgjör á þrotabúi Landsbankans heitins gengur vel.
![]() |
Stofna sameiginlegan sjóð innistæðutryggjenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2010 | 11:36 (breytt kl. 14:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá eru samningarnefndarmenn Hollendinga orðnir umboðslausir og einboðið að engar viðræður geta haldið áfram að sinni. Það hlýtur öllum að vera ljóst.
Nauðsynlegt er að einhenda sér í það að klára þjóðaratkvæðagreiðsluna og vera ekki tengja hana við einhver önnur máli. Þjóðaratkvæðagreiðslan er eitt aðskilið mál sem hefur komið til úrlausnar hjá þjóðinni og er ástæðulaust að alþingismenn sé að fikta með hana. Það hleypir bara illu blóði í fólk.
Síðan er nauðsynlega að ríkisstjórnin noti tíman til að huga að áburðarkaupum og sjá til þess að sem flestir bændur fái einhvern áburð í vor. Nú eru þeir tímar liðnir að hægt er að fara upp í Gufunes, þetta eru nú allar framfarirnar sem við eru að upplifa. Engin sjálfbær áburðarverksmiðja lengur til í landinu. Við verðum að fara að skilja að landið er eyja og aðdrættir erfiðir yfir Norður-Atlandshaf.
Þá getur ríkistjórnin sett einhverja í það að huga að veiðarfæru og skipakosti og allt sé í standi á því sviði.
Raforkuver og hitaveitur þarf að líta á og sjá til þess að eðlilegt viðhald geti farið fram og nóg sé til varahlutum og aðföngum.
Almenningur ætti að fara að huga að því að fá sér kartöfluútsæði til að setja kartöflur niður í vor.
![]() |
Hollenska stjórnin fallin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2010 | 09:36 (breytt 28.1.2013 kl. 16:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þegar ég var að alast upp var sauðatað stungið út og það þurrkað til eldiviðar og brennt til upphitunar og til að elda mat.
Fólk gekk í ullarnærfötum og sparaði talsvert með því. En það hefur sennilega aldrei verið reiknað út hve mikið í krónum og aurum var sparað.
Það var gaman að sjá þegar reyk lagði upp frá bæjunum í dalnum, þá vissi maður að fólk væri komið á fætur og farið að sýsla. Nú er engin reykur sjáanlegur á bæjum og engin veit hvort jarðirnar séu í eyði eða ábúð.
Aðalkosturinn við jarðhitann er hve hann mengar andrúmsloftið lítið. Þó er leiðinda brennisteinsfýla hér á höfuðborgarsvæðinu, stundum.
Menn hlógu dulítið að Magnúsi Kjartanssyni fv. iðnaðarráðherra heitnum, þegar hann stakk upp á því að farið væri að kynda hýbýli með rafmagni. Að því hlær engin nú og það er talið sjálfsagt að hita hús upp með rafmagni.
Ég bjó eitt sinn á jörð sem hafði jarðhita. Mér skilst að það geti gengið á slíkan orkuforða ef hann er ofnýttur.
Orkuverð til stóriðju þarf að vera í orsakasambandi við þá vöru sem framleidd er með orkunni. Og það ber brýna nauðsyn til að fullvinna álið sem hér er framleitt í verðmæta markaðsvöru.
Það væri gaman að það væri reiknað út, hve við gætum aukið rafmagn til ráðstöfunar til iðnaðar með því að gera könnun á því hve mikið við gætum minnkað rafmagnsnotkun án þess að líða fyrir það í búsetulegum skilningi og liði jafn vel.
![]() |
Jarðhitinn sparar 50 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.2.2010 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi frétt er með nokkrum ólíkindum og ekki gott að henda reiður á henni.
Pistillinn sem fréttamaður RUV fór með í Speglinum áðan er þó með þvílíkum endemum, samantvinnað að það þarf að hafa varan á áður en maður fari að tjá sig um efnið.
Þar ægði öllu saman í einum hrærigraut.
Ég held að birting svona leyniskjala þjóni nú litlum tilgangi og/ef leyniskjal skuli kalla og hef mikinn efa á svona málflutningi og að þarna séu hlutirnir hafðir rétt eftir.
En það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum. Svo finnst mér þessir embættismenn farnir svolítið fram úr sjálfum sér ef þetta er rétt eftir haft.
![]() |
Reyndi að fá Norðmenn til að lána Íslandi fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.2.2010 | 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er gamall siður að reyna hengja öskupoka aftan í náungan. Voru þetta litlir pokar, oft skræpóttir og litríkir með beygðum títuprjón til að næla í bakhluta viðkomandi. Vandinn var að næla þá í viðkomandi þannig að hann yrði ekki var við þetta og best og kátlegast þótti að viðkomandi bæri pokann sem lengst, helst allan daginn.
Fóstra mín sagði mér að maður yrði að ganga yfir þrjá þröskulda svo gagn væri að hrekknum.
Eitt sinn körpuðum við um það að hún gæti aldrei hengt öskupoka aftan í mig. Ég myndi alltaf verjast því.
Leið nú dagurinn og ekkert gerðist. Að áliðnum degi biður fóstra mín mig að fara gefa hænsnum og taka pokaskjatta með, undirburði undir hænsnin. Tek ég nú fötuna með fóðrinu og snara pokanum á bak mér og kjaga á stað. Þungfært var upp að hænsnahúsinu vegna snjóa og hafði gert hundslappadrífu og var ekki gott skyggni.
Uppeftir komst ég og gaf hænsnunum og dreifði öskunni úr pokanum til að þurrt væri hjá pútunum. Hirti ég svo eggin og hélt glaður í bragði til bæjar.
Þegar heim var komið minnti fóstra mín mig á það að ég hafi paufast með öskupoka á bakinu, langa leið til hænsnanna. Þótti mér súrt í broti að hún hafði snúið svona á mig en hún hló langt fram á kvöld.
![]() |
Líf og fjör á lögreglustöðvum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.2.2010 | 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 159
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 557
- Frá upphafi: 601641
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 483
- Gestir í dag: 141
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar