Vanir Strandamenn

Árneshreppsbúar eru nú vanir ýmsu og kalla ekki allt ömmu sína. Ég hringdi í í skólabróður minn og frænda af Pálsætt á Ströndum, Úlfar Eyjólfsson bónda á Krossnesi í Árneshreppi og spurði hann hvernig hann hefði það og hvernig ástandið væri.

,, Það er allt gott að frétta af okkur og hér amar ekkert að" sagði Úlfar hinn hressasti og hafði ekki miklar áhyggjur af ástandinu. Þeir eru vanir einangruninni Árneshreppsbúar og það er hluti af þeirra lifnaðarháttum og lífsstíl.

Í Norðurfirði er allgóð höfn og sjóleiðin til Skagastrandar fær eftir því sem sjólag er hverju sinni.

Þeir hafa aðgang  að meðulum en veiki punkturinn er ef til vill að komast undir læknishendur ef brýna nauðsyn ber til, og þyrfti að huga að þeirri lausn. 3 tíma sigling er til Skagastrandar. Þeir geta haft talstöðvarsamband ef sími bilar sagði Úlfar mér.

Bændur eru vel birgir af heyjum og ég held að íbúarnir spjari sig nú eins og þeir hafa alltaf gert.


mbl.is Hefur áhyggjur af Árneshreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem íbúi Árneshrepps get ég ekki þagað núna. Þó svo að sé taldtöð á Krossnesi hjá Úlfari bónda þá er ekki talstöðvar á bæjunum hérna, nema kannski á einstaka bæ. Ef síminn liggur niðri í sveitinni eins og hefur verið fram til kl 16:00 þá er ekkert samband nema 3G. Einnig er teljandi á fingrum annarar handar þeir bændur sem hafa bát undir höndum og ekki er ég viss um að Skagaströnd, sem er hinum megin við Húnaflóann, yrði fyrir valinu að sigla til. Það er meira en að segja það að sigla yfir.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir. (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 18:47

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sæl Jóhanna Ósk

Eitt sinn í mínum búskap var 24 gráðu frost og olíuleiðslan fraus og það drapst á kyndingunni. Þetta var um nótt og síminn virkaði ekki. Gamli sveitasíminn, ein stutt og tvær langar.

Nú, nú, það var ekki að annað að gera en að hlaupa á næsta bæ til að fá aðstoð með gastæki. Þegar þangað kom var frosið fyrir kjaftinn á mér og tók dágóða stund að þýða skeggið. Vitanlega var mér og fjölskyldunni hjálpað.

Já það er margt sem bændur mega þola.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.2.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband