Fátækt fólk

Áskrifendum Morgunblaðsins hefur fækkað um 15000 að sögn Jóhannesar í Bónus.

Fátækt er orðin svo mikil á Íslandi að fólk getur ekki keypt Morgunblaðið.

Hvar er allur auðurinn og peningarnir?

Allur síldargróðinn, allur orkugróðinn, allur verslunargróðinn, allur kvótagróðinn, allur verðbréfa og vaxtagróðinn, allur gróðinn af steypu og fasteignum, o.s.frv.?

Bara skuldir skildar eftir í landinu. Og hver á að borga þetta allt?


mbl.is Jóhannes segir fréttina ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver skilur skuldirnar eftir í landinu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2010 kl. 15:39

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,, Engar eignir fundust í búinu" Eru fréttirnar ekki einhvern vegin svona af gjaldþrotunum hjá hlutafélögunum.

Það er nú meira hvað allir eru orðnir fátækir.

Allt tómt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.2.2010 kl. 15:55

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ef engar eignir finnast í fórum auðkýfinganna -spyr ég - hvernig getur það þá staðist að þeir reki milljarða fyrirtæki ?

Ég spyr líka - ef "eign fyrirtækis" er 180 milljónir - en engar eignir finnast hjá hugsanlega skráðum eiganda (lepp)- hver á þá þessa eign upp á 180 milljónair? Eða einhverja aðra tölu.

Hver ráðstafar þá þeirri eign? Eign sem enginn á. Eign sem finnst ekki í fórum eins eða neins.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.2.2010 kl. 16:52

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðjöfurinn Jóhannes Jónsson hefur ennþá efni á að segja fjölmiðlum fyrir verkum. Hann á Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna og margar aðrar útvarpsstöðvar. Þá hefur hann greiðan aðgang að DV. SAmt skuldar hann meira en 1000 milljarða umfram eignir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2010 kl. 16:57

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s. Falleg myndin her að ofan Þorsteinn. Hvaðan er hún?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2010 kl. 16:58

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ólafur, ég get bara ekki svarað þessu þetta er allt svo skrýtið. Skatturinn ætti nú að geta útskýrt þetta.

Heimir, myndin hér að ofan er tekin af dráttarvél sem ég gerði upp og stóð eitt sumar upp á Árbæjarsafni. Það er svolítið blöff í myndinni, en mér fannst vanta svona fallega á og kjarr svo það er tekið úr annarri mynd sem ég man ekki alveg hvaðan er og skeytt saman.

Þetta verk gerði tengdadóttir mín svona haganlega.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.2.2010 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband