Alþingiskæran-stöðuyfirlit

Færsluhöfundur hefur verið að vinna í máli sem lítur að jöfnum kosningarétti landsmanna til Alþingis.

Staða málsins er þessi, skýrsla:

Misvægi atkvæða við Alþingiskosningar eftir búsetu

Dagsetningar og atvikalýsing

 

  1. Þann 1. maí 2009 Rituð kæra vegna alþingiskosninganna 25.apríl 2009 og send dómsmálaráðuneyti með vísan í ákvæði 118. og 120 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.
  2. Föstudaginn 15. maí 2009 kl:16:00 mælti Helgi Hjörvar formaður kjörbréfanefndar Alþingis fyrir áliti kjörbréfanefndar sem allir nefndarmenn höfðu undirritað, en Margrét Tryggvadóttir með fyrirvara sem laut að því að Alþingi hafði borist kosningakæra og lýsti áðurnefndur þingmaður sig í meginatriðum sammála innihaldi kærunnar. Engin alþingismaður tók til máls um álit kjörbréfanefndar og var það samþykkt.
  3. 16. júní 2009 birtist frétt og viðtal í Morgunblaðinu, Missti mannréttindi við að flytja, við annan kærandann, Þorstein.
  4. 5. ágúst 2009 birtist í Morgunblaðinu blaðagrein; Úreltar forsendur fyrir ójafnræði milli kjósenda. Höfundar, Erlendur Smári Þorsteinsson reiknifræðingur og Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lögfræðingur.
  5. 10. ágúst 2009 ritar annar kærandinn, Ingibjörg Hauksdóttir dóms og kirkjumálaráðuneytinu bréf og spyrst fyrir um meðferð og lyktir kærunnar.
  6. 18. ágúst 2009 svarar dóms og kirkjumálaráðuneytið bréfi Ingibjargar.
  7. 11. jan. 2010 er forseta Alþingis sent bréf og greint frá því að Alþingi hafi ekki svarað hverjar hafi verið lyktir Alþingiskærunnar og óskað efir formlegum svörum frá Alþingi.
  8. 11. jan. 2010 er umboðsmanni Alþingis ritað erindi um ábendingu um meinbugi á lögum varðandi kosningar til Alþingis, sbr 11. gr. laga um umboðsmann Alþingis.
  9. Í janúar spyr embætti umboðsmanns Alþingis lögmann kærenda hvort líta berið á erindið sem kæru eða ábendingu. Ákvörðun tekin um að lít á erindið sem kæru.
  10.  2. febr. 2010 ritar umboðsmaður Alþingis lögmanni okkar erindi þar sem staðfest er að erindið er móttekið og hafi fengið málsnúmer 5903/2010

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband