Nýtt byggðasamlag

Í okkar lögum og stjórnkerfi eru fyrir heimildir um að stofna svokölluð byggðasamlög. Sameinast þá gjarnan smærri sveitarfélög um ákveðin verkefni svo sem skólahald, slökkvilið, bókasöfn og ýmsa þjónustu sem erfitt er að reka nema í samvinnu við aðra vegna kostnaðar.

Gjarnan er kostnaðinum deilt niður eftir ákveðinni reiknireglu svo sem íbúafjölda hlutfalli fasteignagjalda o.s.frv., sem ég kann ekki  ekki alveg skil á nákvæmlega.

Nú ætla þeir í Evrópusambandinu að fara stofna svona byggðasamlag um frjálst fjármagnsflæði sem hefur verið ein af skrautfjöðrum frjálsrar markaðshagfræði og markaðar.

Þetta eru mikil tíðindi en viðurkenning að þessi peninga- og bankamál eru komin í þrot hugmyndafræðilega séð á hinu Evrópska-markaðssvæði.

Það sem gerðis í Icesave hér á landi er óræk sönnun þess að svona geta þessi mál ekki gengi sjálfala lengur. Almenningur á Íslandi getur ekki virkað sem sjálfsali fyrir óprúttna fjármálamenn.

Nauðsynlegt er að þessi hugmynd um stofnsjóð verði afturvirk og nái til Icesave, a.m.k. verði gerðar hliðarráðstafanir varðandi það mál.

Ríkisstjórnin ætti að nota tækifærið og það hlé sem er að skapast vegna falls hollenskustjórnarinnar  og senda erindreka til ESB og tala fyrir þessu máli með einhverjum hætti.

Það er alveg sjálfsagt að borga Icesave-skuldina miðaða við fólksfjölda og hlutfall fasteignarskatta á Íslandi, miðað við Breta og Hollendinga t.d.

Auk þess væri svo hægt að tryggja Bretum og Hollendingu auka ívilnanir ef uppgjör á þrotabúi Landsbankans heitins gengur vel.


mbl.is Stofna sameiginlegan sjóð innistæðutryggjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband