Ekki er gott að átta sig á þessari ályktun. En ég held nú að það sé meint þannig að hinn almenni bóndi eigi að eiga sínar bújarðir.
Það eru þjóðlendurnar og víðernin sem marka þarf stefnu um.
Svo og, að ekki sé hægt að stofna hér kínversk furstadæmi.
Best er að bændur eigi að öðru jöfnu sínar jarðir og séu sem frjálslegustu í fasi. Þá kemur í ljós hverjir eru búmenn og hverjir búskussar.
Ríkið eigi alltaf eitthvað af jarðnæði fyrir frumbýlinga. Og þéttbýlisbúar geti átt sínar spildur til að sinna sínum áhugamálum. Þannig mun okkur farnast best. Svo þarf að fara vel yfir lögfestingu ábúðarskyldunnar sem var afnuminn en er verið að íhuga að setja aftur í lög. Hún verður þó að vera þannig að hún sé þjóðhagslega hagkvæm.
En að einstaklingar eigi fleiri þúsund hektara er algerlega út úr mínum kortum og þeir hafa í raun ekkert með það að gera.
Samvinna milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, bænda og einstaklinga um útivist og umgengni stærri svæða er bara gott mál að mínu mati og þar lít ég helst til meðferðar á þjóðlendum í framtíðinni.
![]() |
Einkaeign á landi úr sögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.11.2011 | 21:33 (breytt kl. 21:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisvaldið er þrískipt.
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.
Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.
Dómendur fara með dómsvaldið.
Hver maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð.
Grímsstaðir á Fjöllum er í eigu Íslendinga og mun svo verða um ókomna framtíð.
Það eru lögin sem stjórna þjóðfélaginu en ekki svokallaðir ,, valdhafar" eins og sumir misskilja.
![]() |
Lárus Welding í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.11.2011 | 18:57 (breytt kl. 18:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Landstjórnarvald á Íslandi er hjá Alþingi Íslendinga. Alþingi setur lög sem fara ber eftir. Lind lagauppsprettunnar er hjá þjóðinni. Hún hefur síðasta orðið með lagasetningarvald, ef aðstæður bera þannig að. Íslendingar ráða því sjálfir hverjir ráða löndum hér á landi.
Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum er í sameign eftir því sem mér skilst og á íslenska ríkið 25 % af jörðinni í óskiptiri sameign. Við slíkar aðstæður er mjög erfitt að selja jörð vegna þess að það þarf samþykki allra til að veðsetja jörð eða fá leyfi til framkvæmda.
Þess vegna er mjög óvíst að nokkur vilji raunverulega kaupa jörð þar sem ríkið hefur raunverulegt neitunarvald í málefnum jarðar og þeir sem mundu kaupa 75 % af jörð mundu strax rekast á vegg ef ekki væri vilji hjá ríkinu að aðhæfast eitthvað um málefni jarðnæðisins.
Fram hefur komið að aðrir eigendur jarðarinnar Grímstaðar, en ríkið, telja sig eiga 220 ferkílómetra eða 22000 hektara af jörðinni og ásett verð sé 40þús/ha.
Talið er að hlutur ríkisins sé 8000 ha í jörðinni það x 40þús gera 320 milljónir. Tilboð Kínverjans var kynnt fyrir almenningi, einn milljarður. Ein leið til að knýja fram niðurstöðu í málefnum, þar sem fasteign er í sameign, er að óska eftir uppboði til slita á sameign. Það væri hægt í þessu tilfelli af hálfu ríkisins eða annarra landeigenda.
Fram hefur komið í fjölmiðlum að eigendur aðrir en ríkið íhugi skaðabótarmál vegna Kínverjamálsins. Engin veit af hverju Kínverjinn vill eiga jörð á Íslandi í óskiptri sameign með íslenska ríkinu, þar sem hann kæmist hvorki lönd né strönd með málefni jarðnæðisins.
Að mínu mati er skaðabótarmál afar torsótt. Erfitt verður fyrir sameigendur ríkisins að sýna fram á tjón eða skaða og ekkert hefur verið frá þeim tekið. Þeir njóta áfram arðs af eigninni og geta átt þar heima og starfað á jörðinni.
![]() |
Þessi stjórnsýsla er með ólíkindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.11.2011 | 22:48 (breytt kl. 23:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er rétt að leggja þetta Grímsstaða mál til hliðar um sinn og einbeita sér að undirbúning að jólum og áramótum.
Eftir að við erum búnir að sprengja alla okkar kínverja upp um áramótin vær áhugavert að stofna til viðræðna við Kínverja um ferðaþjónustu á miðhálendinu.
Eins og kunnugt er eru stór landsvæði að falla til ríkisins í formi þjóðlendna. Forsætisráðherra fer með málefni þjólendna en þær tilheyra ríkinu en bændur hafa beitarrétt víðast í þeim. Sumar þjóðlendur eru illafarnar vegna ofbeitar og væri hægt að sína fram á það með ítölu (hvað má beita mörgum kindum í afrétt), og þyrfti að friða þær fyrir ágangi búfjár.
Mér hefur alltaf þótt vænt um kommúnista og talið að þeir væru sameignarmenn. En ég hef andvara á auðugum kommúnistum sem vilja kaupa upp óskipulögð víðerni, prívat og persónulega.
Áhugavert væri að taka upp viðræður við Kínversk stjórnvöld um uppbyggingu ferðaþjónustu á miðhálendinu. Íslendingar legðu fram land í formi þjóðlendna og Kínverjar kæmu með fjármagnið.
Þetta yrði ekki einhvert einkapot auðmanna í frjálshyggju stíl, heldur samvinnu og sameignarverkefni Alþýðulýðveldisins Kína og Lýðveldisins Íslands, um skýrt afmarkað verkefni.
Íslendingar ættu alltaf sitt land eins og Kínverjar eiga sitt land, en verkefnið væri sameiginlegt. Nú er að sjá hvort raunverulegur áhugi er á málinu.
![]() |
Ekki hlutverk ráðuneytisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.11.2011 | 16:11 (breytt kl. 16:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
,,Á einu augabragði" skipast veður í lofti.
Ef Sigmundur vill ekki vera í vistinni hjá Ögmundi gæti hann hugsanlega fengið vetrarmanns stöðu á Grímstöðum á Fjöllum.
En þar er nú víst brjálað veður og ekki hundi út sigandi á þessum tíma.
Þessu málið er lokið.
![]() |
Brjáluð ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.11.2011 | 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hjörleifur Stefánsson lýsir í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur ýmsum meinbugum, annmörku og þverbrestum, vegna undirbúning og byggingar Þorláksbúðar. Setur hann fram m.a. 12 atriði sem orka meir en tvímælis um að undirbúningur og málatilbúnaður byggingarinnar sé lögmætur ef sannar reynast.
Ég leyfi mér að stikla á stóru um efnisatriði málsins eins og Hjörleifur setur þau fram í yfirlýsingu í verulega styttu máli;
Byggingarleyfi ekki fyrir hendi/ Kirkjuráð blekkt/ Sagt ósatt um samþykki höfundarrétta/ Fornleyfareglur sniðgengnar/ Teikningar lagðar fram og samþ. í nafni manns, sem ekki hannaði húsið/ Deiliskipulag heimilar ekki byggingu hússins/ Kirkjuráð sagt ósatt og blekkt í annað sinn.
Þetta eru býsna alvarlegir hlutir sem hafa átt sér stað í Skálholti, sérstaklega þar sem í máli þessu mætast hið Þjóðkirkjulega vald og svo hið veraldlega vald sem birtist í athöfnum þingmanns Sjálfstæðisflokksins Árna Johnsens formanns Þorláksbúðarfélagsins.
Þannig að þetta mál er að taka allt aðra stefnu og snúast um meir en klömbruhnausa, sniddur og torfstrengi og byggingarlist frá fornum tíma.
Það virðist vera farið að snúast um siðfræði og framkomu á nýrri öld.
![]() |
Segir af sér vegna Skálholts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.11.2011 | 17:37 (breytt kl. 18:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekki liggur fyrir í lögum um ríkisendurskoðun, ótvírætt, hvort ríkisendurskoðanda beri að gera þetta arðsemismat eða að hann geti vikið sér undan því.
Af þein sökum getur hann ekki neitað því nema hann hafi rökstutt lögfræðiálit í höndunum um það.
Víst er það heiðarlegt af ríkisendurskoðanda að upplýsa og gera grein fyrir mágsemdum sínum við Kristján Möller, hafi umhverfis og samgöngunefndarmönnum ekki verið það kunnugt.
Vanhæfismáli er hægt að leysa með því að ríkisendurskoðandi víki í þessu tiltekna máli og annar sé skipaður í málið.
Þá getur nefndin fengið óháðan aðila, helst erlenda verkfræðiskrifstofu, til að framkvæma þetta mat og væri það best úr því sem komið er.
![]() |
Kallaður fyrir nefndina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.11.2011 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður að fara yfir þetta mál og og kíkja í rekstrarreikninginn með hagsmuni allra að leiðarljósi, starfsmanna, ríkissjóðs, fyrirtækisins, orkusalans og almennra umhverfishagsmuna.
Það hafur komið fram að hagnaður fyrirtækisins hefur verið s.l. 10 ár 2.5 milljarður. Örðugt getur verið fyrir reksturinn að borga meiri skatta en nemur hagnaði. Þess vegna er það sjónarmið út af fyrir sig að skattar taki mið af rekstrarafkomu. Eins er þvi haldið fram í þessu máli að ríkið hafi gert samkomulag við stóriðjufyrirtæki 2009 um málefni þeirra. Reyna verður til þrautar að halda það samkomulag að því gefnu að það sé hægt.
Verði Elkem að loka er ekki hægt að unað því að menn segi bara ,, lok lok og læs og allt í stáli". Það verður þá ef í þeirra tilviki stefnir í þá átt að gerast á einhverju áarabili. Þeir geta ekki snúið lyklinum bara si svona eða selt verksmiðjuna til niðurrifs Til þess þarf leyfi stjórnvalda (byggingarnefndar). Fyrirtækið er væntanlega með ýmsa samninga svo sem orkukaupsamning og framleiðslusamning. Einhvað verður að gera við þá? Það er ekki bara hægt að hlaupa í burtu.
Í Markaðshagkerfinu er þá eðlilegt að bjóða verksmiðjuna til sölu með afföllum. Það væri drengilegt. Ef engin kaupandi finnist yrði löggjafin að hlutast til um málefni verksmiðjunnar svo sem að taka hana eignarnámi eða þjóðnýta hana vegna almannahagsmuna í samvinnu við heimamenn og starfsmenn.
Þannig að að það er ekki allt sem sýnist í þessu máli og menn verða að ræða það til þrautar.
![]() |
Loka ef skattur verður lagður á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.11.2011 | 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú ekki tímabært að taka ákvörðun um að skotvopn ættu að vera til taks í lögreglubílum.
Þá og þegar sú ákvörðun væri tekin væri ástæðulaust að gefa það upp. Spurning um fælingaráhrif.
En við höfum vopnaða sérsveit og best væri að láta það duga.
En einhverskonar leinivopn þarf lögreglan að koma sér upp. Er þá rétt að horfa til þorskastríðsins, sem við háðum með leynivopninu það er ,,klippunum".
Árifaríkast væri að hanna einhverskonar skutul sem hægt væri að skjóta í bíl sem væri á flótta sem festist í boddýinu og væri hægt að kyrrsetja bílin með dráttarspili á augabragði.
Þá kemur einhverskonar Markúsarnet eða snara til mála sem hægt væri að skjóta að ofbeldismönnum með hliðarráðstöfunum sem fælist í því að sprauta þokuúða í lit að glæpamönnum þannig að þeir kæmust hvorki lönd né strönd og væðu í villu og svima.
Þá þarf lögreglan fortakslaust að eignast nokkra Hummerjeppa sem hægt væri að beita þegar stöðva þarf glæpaþrjóta án þess að setja lögreglumenn í hættu.
![]() |
Vopn í lögreglubílum möguleiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.11.2011 | 17:18 (breytt kl. 17:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú stendur yfir jólaundirbúningur Sjálfstæðisflokksins og er þar ýmislegt til skemmtunar svo sem ræður og gamansögur. Enginn söngur er stundaður.
Jón Magnússon hrl. vakti athygli á því á bloggi sínu og saknaði þess að íslenski þjóðfáninn var ekki upp á setningarfundi en taldi ræðu formansins góða skipulagað og vel uppbyggða, enda hefur líklega verið legið yfir henni upp í Valhöll í lengri tíma.
Það sem skyggt hefur á samkomuna er að menn frá borgini komu og sektuðu samkomugesti fyrir að legggja ólöglega við Laugardalshöll. Eins hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum hve fátt af fólki er á Landsfundinum en fundarsalurinn er oftast hálf tómur þegar myndir eru sýndar þaðan. En á því hlýtur að vera sú skýring að fólk sé í bakherbergjum í jólaföndri.
Davíð Oddson var fenginn til að segja gamansögur ( Gamall Matthildingur ) og lyfta húmornum svolítið upp. Þá vildi nú ekki betur til en svo að hann kunni ekki neinar skemmtilegar sögur nema af Vinstri grænum. Er það væntanlega vegna þess að Sjálfstæðismenn liggja heima við, í þunglyndi sbr. hálftómann fundarsal.
Aðal stuðið verður þegar jólapakkarnir verða teknir upp og hvað verður í þeim. Það eru kosningarnar. Viðbúið er að Pétur Blöndal verður í einum jólapakkanum sem varaformansefni Hönnum Birnu. Þó er þetta víst ekki fastmælu bundið. En Pétur hefur verið að pakka sjávarútvegsstefnunni inn í skrautpappír.
Jólagjöf sem á að endast í 40 ár.
Já þeir geta verið gamansamir sjálfstæðismenn á þessum síðustu og verstu tímum og ber að þakka það.
![]() |
Þrennt bjargaði Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.11.2011 | 15:55 (breytt 15.12.2015 kl. 18:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 7
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601416
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 406
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar