Blandað eignarhald á jarðnæði

BújörðEkki er gott að átta sig á þessari ályktun. En ég held nú að það sé meint þannig að hinn almenni bóndi eigi að eiga sínar bújarðir.

Það eru þjóðlendurnar og víðernin sem marka þarf stefnu um.

Svo og, að ekki sé hægt að stofna hér kínversk furstadæmi.

Best er að bændur eigi að öðru jöfnu sínar jarðir og séu sem frjálslegustu í fasi. Þá kemur í ljós hverjir eru búmenn og hverjir búskussar.

ÚtivistRíkið eigi alltaf eitthvað af jarðnæði fyrir frumbýlinga. Og þéttbýlisbúar geti átt sínar spildur til að sinna sínum áhugamálum. Þannig mun okkur farnast best. Svo þarf að fara vel yfir lögfestingu ábúðarskyldunnar sem var afnuminn en er verið að íhuga að setja aftur í lög. Hún verður þó að vera þannig að hún sé þjóðhagslega hagkvæm.

En að einstaklingar eigi fleiri þúsund hektara er algerlega út úr mínum kortum og þeir hafa í raun ekkert með það að gera.

Samvinna milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, bænda og einstaklinga um útivist og umgengni stærri svæða er bara gott mál að mínu mati og þar lít ég helst til meðferðar á þjóðlendum í framtíðinni.


mbl.is Einkaeign á landi úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband