Hálftómur salur á jólaskemmtun Sjálfstæðisflokksins

JólasveinnNú stendur yfir jólaundirbúningur Sjálfstæðisflokksins og er þar ýmislegt til skemmtunar svo sem ræður  og gamansögur. Enginn söngur er stundaður.

Jón Magnússon hrl. vakti athygli á því á bloggi sínu og saknaði þess að íslenski þjóðfáninn var ekki upp á setningarfundi en taldi ræðu formansins góða skipulagað og vel uppbyggða, enda hefur líklega verið legið yfir henni upp í Valhöll í lengri tíma.

Það sem skyggt hefur á samkomuna er að menn frá borgini komu og sektuðu samkomugesti fyrir að legggja ólöglega við Laugardalshöll. Eins hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum hve fátt af fólki er á Landsfundinum en fundarsalurinn er oftast hálf tómur þegar myndir eru sýndar þaðan. En á því hlýtur að vera sú skýring að fólk sé í bakherbergjum í jólaföndri.

Davíð Oddson var fenginn til að segja gamansögur ( Gamall Matthildingur ) og lyfta húmornum svolítið upp. Þá vildi nú ekki betur til en svo að hann kunni ekki neinar skemmtilegar sögur nema af Vinstri grænum. Er það væntanlega vegna þess að Sjálfstæðismenn liggja heima við, í þunglyndi sbr. hálftómann fundarsal.

Aðal stuðið verður þegar jólapakkarnir verða teknir upp og hvað verður í þeim. Það eru kosningarnar. Viðbúið er að Pétur Blöndal verður í einum jólapakkanum sem varaformansefni Hönnum Birnu.  Þó er þetta víst ekki fastmælu bundið. En Pétur hefur verið að pakka sjávarútvegsstefnunni inn í skrautpappír.

Jólagjöf sem á að endast í 40 ár.

Já þeir geta verið gamansamir sjálfstæðismenn á þessum síðustu og verstu tímum og ber að þakka það.


mbl.is Þrennt bjargaði Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Salurinn hálftómur?  Er hann þá ekki líka hálffullur?   Glas drykkjumanns er hálftómt og hann sér fram á tómt tjón. Neikvæðni.   Glas hinna er hálffullt.  Jákvæðni og engar áhyggjur.

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 20:01

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Skemmtileg þula hjá þér Hilmar. Ert þú líka í gríninu?

Bermudaskál!!! ( Í vatni ).

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband