Þjóðmál

Mál fv. ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og síðar menntamálaráðuneytinu er þjóðmál, sem lýtur lögmálum stjórnmálaumræðu almennings.

Því er ekkert um það að sakast að fjölmiðlar fjalli um það. ,, Þjóð veit þá þrír vita."

Það er einkennilegt orðalag sem lögmaður fv. ráðuneytisstjórans temur sér, þegar hann segir að ráðuneytisstjórinn fv. hafi hrakist úr starfi. Það er eins og hann reyni að gera stöðu hans verri en efni standa til. Ráðuneytisstjórinn fv. er enginn sveitarómagi sem verður að sæta hreppaflutningum.

Hið rétta er að ráðuneytisstjórinn fv. sagði sjálfur upp starfi sínu og ber einn ábyrgð á því hvernig komið er högum hans nú um stundir.

Vonandi rætist úr fyrir honum og hann fái einhversstaðar griðastað. Réttarkerfi landsins er einfaldlega að vinna sín störf og á meðan engin dómur er fallinn skoðast viðkomandi aðili saklaus.

Áhugavert er að vita hvernig því er háttað hjá öðrum þjóðum hvort háttsettum embættismönnum er heimilt að stunda kaup og sölu hluta- og verðbréfa á fjármálamörkuðum samhliða embættisstörfum og hvaða reglur gilda þar um.


mbl.is Rannsóknin á vitorði fjölda manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband