Skoðum þessar teikningar seinna

Eitt sinn var húsasmíðameistari í Reykjavík að undirbúa verk með smiðum sínum í vinnuskúr á verkstaði. ( Þeir voru flestir af Guðlaugstaðaætt í Blöndudal ).

Meistarinn var að skoða og velta fyrir sér teikningum af verkinu og reyna að glöggva sig á verkefninu. Dróst nokkuð að menn hæfu verkið enda var slabbveður úti og kalsamt.

Ákafamaður nokkur í hópnum stóð þá skyndilega upp og sagði: ,, Við skulum fara að koma okkur að verki drengir , þetta hangs gengur ekki. Við getum alltaf skoðað þessar teikninga seinna".

Ég tek því undir með Jóni Bjarnasyni. Göngum út í sólina og höfum það gott yfir verslunarhelgina.

Það er alltaf hægt að skoða þessi mál seinna og teikna nýjar teikningar.

Svo er hægt að nota tímann til að afla nýrra markaða fyri fiskafurðir okkar þær eru eftirsóttar því allir þurfa að borða fisk.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband