Leifturárás fjármagns á lítið þjóðríki

Þetta er alveg hárrétt sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir í viðtali við Sjónvarpi að það sé leitt að þessir Icesavesamningar hafi ekki verið settir í stærra pólitískt samhengi, en endað sem tvíhliða lánasamningur, annarsvegar milli Íslands og Hollands og Bretlands.

Samningsniðurstaðan í Icesavemálinu  er mistök og með öllu ófyrirgefanleg. Hugmyndagrunnur að samningnum er rangur. Það ætti að vera öllum sæmilega greindum mönnum ljóst að Evrópusambandi á að koma að þessum samningi. Ef reglur Sambandsins eru svo meingallaðar að þær geti raskað tilveru þjóðríkis þá ber Evrópusambandið fulla ábyrgð á slíkum meinbugsreglum. Það er varla ætlunin með Evrópusambandinu að reglur þess kollvarpi tilveru heillar þjóðar eða hvað?

Þess vegna á Alþingi að skipa nýja samninganefnd og bera þessi sjónarmið fram við Evrópusambandið sem Ingibjörg reifaði í sjónvarpinu og fresta frekari umræðu um málið á Alþingi.

Ég hef áður vikið að þessari hugmynd í færslu sem heitir Fjármagnsruðningur og vissi þá ekki af þessum sjónarmiðum, sem Ingibjörg Sólrún hafði uppi í fyrrgreindu viðtali.

Íslendingar verða að krefjast skaðabóta, ef þetta mál á að ganga svona hindrunarlaust fram. Það verður bara að undirbúa málsókn á ríkisstjórnina ef hún ætlar að fara að leggja einhvern Icesaveskatt á borgarana út af þessu máli.


mbl.is Hefði viljað stærri pólitískan samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband