Kútter Haraldur

Ekki bjóst ég við þessari niðurstöðu. Miðað við yfirlýsingar sem gefnar voru í bardaganum að vilja ekki vera í aftursætinu o.þ.h.

Ekki er gott að segja hvaða áhrif það hefur að 2 efstu frambjóðendurnir séu í raun frá Akranesi en svo eru gloppur annarstaðar í kjördæminu, eins og Húnavatnssýslurnar báða. Þannig að eðlilegt er að syngja: Kátir voru karlar á kútter Haraldi til fiski veiða fóru frá Akranesi.

Ef Haraldur fer ekki á listan sýnist mér að það gerist að bændur hafi ekki fulltrúa úr stéttinni á Alþingi og hvað verður þá um orða tiltækið stétt með stétt. Raunar skil ég ekki í því að bændur hafi látið þetta gerast. Og nú er spurnig hvort komið sé að því að stofna bændaflokk. Nóg er tilefnið.

Ekki hikuðu bændur við að standa þétt saman þegar átti að hrifsa af þeim lögbundna hækkun á afurðaverði og létu það ekki ganga yfir sig. Það er ef til vill viðkvæmt að fara svona í málið, þar sem Framsónarflokkurinn er í raun tvær fylkingar og getur í raun ekki klofnað meira, svo eru þeir komnir með löggu í fyrsta sætið sem kemur alltaf annað slagið í sjónvarpið í fullum skrúða til að minna á sig og þá verða bændur óttaslegnir og far heim.

Þannig að málið er brýnt og ef til vill er þetta upphafið að falli bændastéttarinnar.

Vestfirðir voru að lenda í því sama og Húnvetningar að fá engan frambjóðanda á sitt svæði í öruggt sæti, þegar prófkjör fóru þannig hjá VG og xB í Skagafirði að efstu menn listanna eru báðir komnir með trygga þingmenn á svæðið, þannig að kjördæmið er allt að riðlast vegna skringilegra prófkjöra. Siglfirðingar hafa ekki neinn þing mann í augsýn og hafa því ekkert að gera á kjörstað og geta þess vegna farið í kaffi hvors til annars, eða niður á bryggju að veiða marhnúta.

Teitur Björn Einarsson hefur sterka stöðu til að fara fram með óháðan lista á Vestfjörðum, þó Lilja Rafney mundi saxa óvægilega í það fylgi en hún hafði vit á því að halda sínu sæti sem kom út úr prófkjörinu, en missti tryggt sæti sem var nú ekki fallegt af fólki að launa henni störf sín með þeim hætti. Svona eru prófkjörin andstyggileg, allt í tómu rugli.

Versta ruglið er auðvitað að vægi atkvæða á landsvísu er mjög mismunandi eftir hvar fólk býr og ætti að taka á því máli.


mbl.is Þórdís sigraði, Haraldur í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband