Allsherjarvottorð

Við hjónin tókum okkur upp og skruppum til Færeyja með öðru fólki á líkum aldri á ný skveraðri Norrænu. Þetta var svona ferðaskrifstofa sem datt niður úr skýunum og var að ráðskast og humyndavinna þessa löngun okkar til að fara til Færeyja, þessa perlu í miðju Atlanshafi hérna rétt við bæjardyr Íslendinga.

Það er hægt lengja vorið og haustið á Íslandi með því að skreppa þangað.

Þegar ég var ungur þá fór ég oft fram hjá Færeyjum og hofði á þær og fannst ekkert til um þær. Þær voru bara þarna og einhverjir kallar sem höfðu verið á vertíð í Sandgerði og víðar áttu heima þarna með kellingar sínar og börn. En í síðasta skiptið vorum við Færeyjar um mitt sumaið 1963 á M/S Öskju sem sem var gerð út af Eimskipafélagi Reykjavík og einhver gömul kona átti. Skipstjóri var Gunnar Helgason, afskapalega flottur skipstjóri og bauð af sér góðan þokka. Veðrið var alveg vita snarvitlaust þarna um há sumar og við heyrðum á fullu, en slegið var af þegar brotsjóir byrtust fyrir framan stefnið og ekkert gekk. Þarna vorum við nærri því í sólarhring. Skipstjórinn var einn með flesnsu og átti bágt, ældi og leið illa, en reyndi að vera sem mest uppi og stjórna með áhöfn sinni. Þetta var engin covit bara pest eins og gengur. Loksins gekk veðrið niður og við losnuðum úr prísundinni og skipið fór að þokast norður á bóginn.

Aldrei komst ég til Færeyja og ekki til Noregs heldur, Þessir staðir norrænnan manna höfðuðu til mín Þaðan sem við réttilega erum komnir frá. Langaamma konu minnar var frá Klakksvík, svo erindi konunnar var svo sannarlega fyrir hendi.

Landnáms menn komu til Íslands með dót sitt og búsmala við tvísýnar aðstæður, þó það sé lítið mál að fara þarna á milli í góðu veðri að sumri til, en þó getur brugðið til beggja vona.

Forfeður okkar komu skilríkja lausir. Með engin heilbrigðisvottorð nema að líta vel út, útiteknir og vel á sig komnir.

 Ég var búin að heita mér því að komast til þessara staða við einhver tækifæri og var búin að koma til Noregs og linnti ekki látanum fyrr en ég komst í Raumsdal til að kanna sviðið, þaðan sem þeir Norðmenn sem komu í Vatnsdal voru frá. Þótt ég telji mig ekki að öllu leiti Húnvetning nema að vissu leiti, þá fannst mér áhugavert að athuga þær aðstæður og lönd sem þessir menn komu frá. Eins er með Færeyjar. Þar er áhugavert að koma og margt að skoða. Við fórum í mörg covit test og komum til Íslands með allsherjarvottorð um heilbrigði að vísu bara á frönsku og pólsku svo einkennilegt sem það er, komið frá Embætti landlækni og Almannavörnum, mál sem fáir kunnu í þessum hópi.

 Það verður að segjast eins og er að Færeyjar eru nýtýsku þjóðfélag og þeir eru búnir á ná langt í því að gera samfellt vegakerfi um allar eyjarnar og mörg göng. Hægt er að mæla með að þarna fari fólk á öllum aldri. Þetta er auðvelt með þennan aðgang að Norrænu og hægt að taka bílinn með og ferðast á eigin vegum, frjálst og ekki svo dýrt. Ég mæli svo sannarlega með Færeyjum. Fara á Ólafsvöku og skemmta sér ekki að vera fullir, heldur sjá daginn og veginn.

Svona geta eldri borgarar leitt forustuna og verið góð fyrirmynd.


mbl.is Lítið vitað um indverska afbrigðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband