Hliðarráðstafanir á Hrafnistuheimilunum varðandi heimsóknir.

Ég er algerlega sammál þessu sjónarmiði sem borið er fram í greininni, sérstaklega hvað varðar Alzheimer-sjúklinga.

Misjafnt er hvað dvalargestir á heimilum aldraðar geta haft gagn af félagslegum samskiptum og eru því oft á tíðum mikið einir í sínum heimi. Sérstakleg á þetta við um Alzheimer-sjúklinga sem eru algerlega einir á báti í sinni veröld. Þeir njóta þess að fá heimsókir á meðan heimsóknni stendur, þó hún sé gleymd og rokin út í veður og vind þegar upp er staðið.

Einhverstaðar sé ég það haft eftir séra Jónu Bolladóttur að Alzheimar-sjúklingar hafi mikið gagn af heimsóknum þó svo að margir haldi að það sé ekki raunin. Þeir fyllast öryggi þegar þeir fá heimsókn og njóta nærverunnar. Ef þeim er sagt eitthvað sem þeir vita en eru ekki vissir um þá segir viðkomandi kannske ,, Já það var gott að þú minntir mig á þetta ég þarf að skrifa þetta hjá mér. Þeir geta verið að spyrja um hvernig hinn eða þessi ættingi hafi það sem er þeim nákominn. ,, Það er gott að vita. Þá eru þeir oft ekki vissir hvar þeir eigi heima og ef þeim er sagt það þá líður þeim betur. Ég segi systur minni að hún hafi hér ábúðar- og kosningarrétt og engin geti sett hana í burtu og þá verður allt í himnalagi og hún fyllist öryggi.

Svo þurfa þessar heimsóknir ekki að vera þannig að lengi sé dvalið, bara láta sjá sig. Engin er að anda ofan í hálsmálið á dvalargestum og snertingar óþarfar.

Þannig að niðurstaða mín er að það ætti að endurskoða þessa ákvörðun og athuga hvort það væri ekki hægt að breyta þessu. Jafnvel halda fund með aðstandendum og athuga hvað viðhorf er ríkjandi og hvort þeir samsinni að gera hliðarráðsafanir.

Þá er hægt að hafa það þannig að ekki sé verið að umgangast aðra dvalargesti, hafa lítð mótttökuherbergi t.d..

Að lokum vil ég þakka þessu yndislega fólki sem var að stytta gamlafólkinu stundirnar fyrir það frumkvæði að efn til þessarar útitónleika. Maður fann allt í einu að þrátt fyrir allt í þessu þjóðfélagi þá eru til ærlegar menneskjur sem gef af sér. Ég sá það á systur minni þegar hún veifaði fólkinu að þá kunni hún að meta þetta. Hún kann að veifa eins og þjóðhöfðingi enda var hún í mannfjöldanum þegar Elísabet Englandsdrottning var krýnd hér um árið og hefur oft haft orð á því. Mig minnir að hún hafi sagt að prinsessan hafi verið ríðandi, rétt eins og íslenskar stelpur í göngu og smalamennskum.

Nú þarf Beta að far að hætta að vera drottning og leyfa Kalla sínum að taka við. Hann er nú farinn að kunna að vera kóngur, en það eru allt önnur fræði.


mbl.is Ákvörðun sem stenst ekki skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband