Kjarkmikill skólastjóri- börn verða óttasleginn

Það eru endurtekin áföll vegna bruna í Seljaskóla og gott fyrir samfélagið að eiga skólastjóra sem telur  kjark í sitt fólk og vill drífa skólastarfið áfram, en lippast ekki niður á vettvangi.

Börn verða óttasleginn út af svona hlutum og halda að þetta séu endlok þeirra veru í skóla og því þurfa kennarar að halda utan um sína hópa, en auðvitað kunna kennarar þetta allt saman betur en ég og vita hvaða aldurshópar eru viðkvæmastir fyrir svona áföllum.

Þá þarf að ígrunda með öryggiskerfi í skólum almennt. Eru þau í viðunandi lagi, raflagnir endast ekki til eilífðar og þarf að gefa gaum að því að yfirfara þær og endurnýja. Þær rýrna og skorpna og fara að leiða út og þá getur komið eldur ef einangrunin minnkar í rafleiðslum og hún hitnar. Allt þetta lendir á húsverði og skólastjóra að fylgjast með og fá skólayfirvöld í lið mé sér til að vinna að umbótum og viðhaldi í sínum skóla.

Ætli allir nemendur í Seljaskóla þekki orðið að ,,ígrunda´´. Auðvitað er íslenskan á undanhaldi því tilveru heimur barna er að skreppur saman og afi og amma eru að öðru jöfnu ekki á heimilum eins og í gamladaga. ,, Að skreppa saman og tilveru heimur´´ hvað er nú það?

Hverskonar fokking kjaftæði er þetta í manninum? Er hann að koma af fjöllu eða hvað?


mbl.is „Það drepur ekkert skólastarf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Eina vörnin gegn íkveikjum er sprinklerkerfi

Halldór Jónsson, 12.5.2019 kl. 21:28

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Satt segir þú Halldór Ég veitti því athygli hjá Halldóru systur minni sem er á Hrafnistu í Garðabæ að þar er svoleiðis í loftinu.

Takk fyrir að benda á þetta.  En er búiða að staðfesta að um íkvækju sé að ræða. Kv, ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.5.2019 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband