Skortur á upplýsingum farinn að skaða hagsmuni Íslendinga

Þetta er hörmulegt slys og mikið lagt á aðstandendur, björgunarfólk heilbrigðisstarfsfólk og alla sem hlut eiga að máli.

En lífið heldur áfram og allir verða að mæta því.


Í umfjöllun Sky segir að ein af hverjum fjórum einnar akreinar brúa á landinu séu rúmlega sextíu ára gamlar og margar þeirra standist ekki nútímastaðla varðandi burðargetu og öryggi. Þá vísar Sky til ummæla Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í kjölfar slyssins um að viðhald á vegum landsins hafi ekki verið nægjanlegt á undanförnum árum og mikil þörf væri á endurbótum.

Sky ræddi við Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, sem sagði að til hafi staðið að skipta um allar einnar akreinar brýr sem fleiri en 200 bílar keyra yfir á dag en fjármagn hafi gert það erfitt.


„Vegakerfið var byggt á síðustu hundrað árum af 355 þúsund manna þjóð og nú erum við með 2,5 milljónir ferðamanna á þessum vegum, svo augljóslega hefur álagið á vegakerfinu aukist til muna,“ sagði Bergþóra við Sky.

Heimild Visir.is

---------------------

Íslendingar hafa nú ekki náð 355 þúsundu þann tíma sem sem þetta vegakerfi var í byggingu. Það má í raun segja að það sé einstakt afreka að koma þó því á sem fyrir liggur í vegagerð hjá svo fámennrar þjóðar. Þeir Íslenskir ökumenn sem hafa ekið þetta vegakerfi hafa að mestu lært að aka það og komist blessunarlega frá því að lenda í slysum, vegna gætni, reynslu og þekkingar á vegakerfinu og landi sínu og veðurfari, sem erlenda ferðamenn skortir.

En nú er svo komið að ekki er hægt lengur að draga það að upplýsa þó það sem nefndin, sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur. Því upp er dregin mynd af aðstæðum sem vissulega eru ekki góðar og fólk fyllist réttlátri gremju í garð stjórnvalda sem fólk telur sig hafa verið svikið, fjármunir degnir í önnur verkefni. Þetta er farið að skaða orðspor þjóðarinnar út á við samanber fréttina á SKY og ekki gott ef það fera að hlaðast upp fleiri svona fréttir. Þó það væri svo sem í lagi að þeir sem ekki kunna að aka við íslenskar aðstæður slepptu því að koma hingað.

Það eru sex gerendur þegar slys eiga sér stað að mínu mati.

1. Ökumaðurinn og hans athafnir,

2. Veðurfar, skyggni, úrkoma, hálka.

3. Ástand ökutækis.

4. Ástand vega og umbúnaður hans.

5. Önnur umferð.

6. Umhverfi: Fólk gangandi og hjólandi vegfarendur, dýr, fuglar.

Það þarf að upplýsa hraða bifreiðarinnar þegar hún kemur inn á brúna. Mér skilst að hann liggi fyrir, eða að það sé hægt að nálgast upplýsingar um hann í búnaði bifreiðarinnar, Það ætti varla að spilla heildar niðurstöðum nefndarinnar.

Ökumaðurinn er einn af gerendum þessa atburðar, sem þjóðin er farin að líða fyri með sjálfri sér og að orðspori hennar er að laskast. Ökumaðurinn er í góðum höndu á spítala og meðal heilbrigðisstarfsfólks.


mbl.is Enn ekkert hægt að staðfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er bara einn gerandi, einn sem ber ábyrgð ef slys ber að höndum og það er ökumaðurinn. Þú kennir ekki veðurfari, skyggni, hálku, ástandi ökutækis eða ástandi vega um eitt né neitt. Ökumanni ber að haga akstri sínum í samræmi við aðstæður.

Ofangreind atriði geta verið skýring á óhöppum en ástæðan er ökumaðurinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2018 kl. 15:31

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég er svo sem sammála þér í þessu að flestu leiti, en tímarnir eru viðkvæmir og ég nenni ekki að taka snerru út af þessu. En þakka ábendinguan.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.12.2018 kl. 15:43

3 Smámynd: Aztec

Í athugasemdum í Daily Mail fóru menn á flug með getgátur, Einn hélt því fram að botnplata á brúnni hefði losnað, sem var bara tilbúningur. Orsök slyssins var of hraður akstur miðað við aðstæður (hálka vegna bleytu), því að annars hefði bíllinnn ekki haft nægan skriðþunga til að kastast uppá vegriðið og renna meðfram því áður en bíllinn datt niður. Ég reyndi að svara athugasemdinni en af einhverjum ástæðum leyfðist mér það ekki.

Þessi of mikli hraði gæti hugsanlega stafað af því að ökumaðurinn ætlaði sér að komast yfir brúna áður en hann þyrfti að víkja fyrir umferð á móti.

Aztec, 30.12.2018 kl. 18:49

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Azter. Þú segir að orsökin hafi verið of hraður akstur? Er það þín ágiskun eða hefur þú eitthvað fyrir þér í þeim efnum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.12.2018 kl. 09:42

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er ekki gott ef verið er að básúna það út um allan heim að allt sé í tómu tjóni hér hjá okkur heima þegar erlendir ökumenn aka með þeim hætti að slys hlýst af aksturslagi þeirra.

Heyrst hefur  að viðkomandi ökumaður sem lenti með áhöfn sína í þessu slysi hafi verið að taka framm úr bíl sem var að hægja á sér til að undarbúa sig að fara yfir brúna. Hraðinn hafi verið um mjög mikill. Jafnvel 3 stafa tala.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.12.2018 kl. 15:04

6 Smámynd: Aztec

Þorsteinn, þetta er það sem er kallað "qualified guess", rökfærsla byggð á staðreyndum sem hafa komið fram í fréttinni. Bíll sem ekur á eðlilegum hraða yfir brúna, þótt hálka sá, mun ekki kastast upp í loft og lenda ofan á vegriði, halda síðan áfram meðfram vegriðinu nokkurn spöl áður en hann fellur niður hinum megin við vegriðið. Skriðþunginn, sem er massi (bílsins + farþega) sinnum hraðinn þarf þá að vera það mikill, að hraðinn hefur verið vel yfir 100 km/klst.

Með eðlilegum hraða og hálli málmgrind hefði bíllinn í versta falli einfaldlega lent utan í vegriðinu og kastast tilbaka á brúna, án þess að neinn týndi lífi.

Aztec, 31.12.2018 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband