Halldór Jónsson á Furðuströndum og Jón Magnússon hrl, fjölflokka- og lausafylgismaður , efast um áherslur VG í efnahagslegu tilliti á bloggsíðum sínum nú um stundir og krefja Katrínu Jakobsdóttur forsætiráðherra svara

Ætli Furðustrandir eigi sér ekki lögheimili í bókinni ENDMÖRK VAXTARINS, sem kom fyrst út í Bandaríkjunum 1972 undir heitinu Limits to growth. Á bókarkápu segir svo um innihaldið:

Boðskapur ritsins er í senn brýnn og vafningslaus:

,,Mannkynið fær ekki ætlað sér þá dul að margfaldast með sívaxandi hraðan og láta efnislegar framfarir sitja í fyrirrúmi án þess að rata í ógöngur á þeirri vegferð"

Þannig farast framkvæmdanefnd Rómarsamtakanna orð í upphafi þess rits, en samtökin fólu sumarið 1970 nokkrum vísindamönnum við Tækniháskólann í Massachusetts að kanna slíka höfuðþætti sem fólksfjölda, matvælaframleiðslu, iðnvæðingu, mengun og notkun auðlinda, sem verða ekki endurnýjaðar.

Skrifari var á fyrirlestri í gær hjá dr. Hrönn Egilsdóttur um súrnun sjávar þar sem mælingar á ph gildið virðist fara hratt lækkandi, en það hefur þær afleiðingar að lífverur sem nota kalk til að mynda skel eiga erfitt uppdráttar.

Skrifari benti á að um 1970 hefði mikið verið rætt um súrt regn og það mundi leiða til eyðingu skóga. Urðu margir skíthræddir og þar á meðal skrifari. Skrifari var á ferð í Svíþjóð vor er leið áður en skógareldarnir blossuðu upp. Ákvað hann þá að gefa gaum ástandi gróðurs þó ekki væri um formlega rannsókn að ræða. Hvarvetna blasti við öflugur vöxur jarðargróðurs og fannst ekkert einasta tré sem var illa á sig komið.

Hrönn benti á það að einmitt eftir þessa umræðu eftir 1970 hefði víða í Evrópu verið hafist handa um að stöðva vöx mengunar eins og kostur var frá iðjuverum og allri þeirri mengun sem hönd á festi t.d brennisteinsvetni og slíkum óþrifa skaðlegum lofttegundum.

Skrifari er ekki mikill heimsendisspámaður og telur að náttúran finn sér farveg til að komast af fyrir sína parta.

Gamall maður sagði við skrifara eitt sinn að það yrði heimsendir á hverjum degi og jafn vel oft á dag, nú hvernig þá spurði skrifari, ja í hvert skipti sem einhver deyr verður heimsendir.

Jörðinni er alveg nákvæmlega saman um mannkynið en mannkynið verur að hafa jörðina í jafnvægi svo það komist af.

Þessvegna er alveg nauðsynlegt að gefa allri breytingu á vistkerfum gaum og far vel með auðlindir og spara aðföng.

En þeir fóstbræður Halldór Jónsson og Jón Magnússon ættu að hætta spyrja Katrínu Jakobsdóttur spurning. Lesa þessa bók, Endimörk vaxtarins og hlýða hvor öðrum yfir og spyrja svo hvern anna. Svo getur sá svarað sem hefur meira vit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband