Leppstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar?

2014-06-24_09_15_40.jpgLÆTUR FORSETINN GRAFA SIG LIFANDI?
Það sem upp úr stóð á fréttamannafundi sem forsetinn boðaði til sl. mánudag var að niðurstaðan í þeirri pólitísku stöðu sem uppi er yrði að vera í sæmilegri sátt við þingið og þjóðina.
Sú uppstilling sem nú blasir við er dónaleg móðgun við hvort tveggja. Þess vegna verður forsetinn að skerast í leikinn og skipa stjórn sem flestir geta unað við og starfað getur fram að kosningum sem verður að halda fljótt að afloknum forsetakosningum.
Ef hann gerir þetta ekki og leggur blessun sína yfir þann hráskinnaleik sem nú er uppi í stjórnmálum Íslendinga eru orð hans á blaðamannafundinum á mánudaginn dauð og ómerk og í stað þess að standa við þau grefur hann sig og forsetaembættið lifandi. Yrði það hraklegur endir á embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Vonandi eigum við ekki eftir að sjá það gerast.

Heimild: Facebooksíða Ámunda Loftssonar vinar míns í Noregi

Fyrirsögnin er færsluritara.

Siðasta verk Ólafs er að veita Leppstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar brautargengi. En ég held að þetta hafi verið gert óvart hann réð ekki við aðstæður.2014-06-19_18_50_30_1280126.jpg


mbl.is Boða til mótmæla við Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2016 kl. 09:17

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mér sýnist Simundur sé að máta forsetan. Alla vega eru fáir leikir eftir í stöðunni.

Forseti gæti samþykkt lausnarbeiðnina og tekið sér sólarhrings frest, og sent liðið heim til sín sem nú stormar að Bessastöðum eins og þeir eigi ríkistjórnina einir, en það er fátt um fína drætti á Bessastöðum nú um stundir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.4.2016 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband