Söngveisla Karlakórs Bólstarhlíðarhrepps í Langholtskirkju 5. mars s.l.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og hljómsveit Skarphéðins Einarssonar, voru með söngdagskrá í Langholtskirkju um síðustu helgi. Var hún nefnd; Söngperlur Vilhjálms og Ellýjar Villhjálms.

Stjórnandi kórs var Riddari af hinni íslensku fálkaorðu í Skagafirði Sveinn Árnason. Einsöngvarar voru Ástrós Elíasdóttir og Húgrún Sif Hallgrímsdóttir, Sævar Sigurðsson var forfallaður.

Ég mun nú að gamni  mín fara aðeins yfir sönginn og það sem ég punktaði niður hjá mér á meðan á dagskránni stóð. Þetta eru nú engin vísindi hjá mér aðeins það sem kom upp í hugan á meðan á tónleikum stóð. Ekki verður tíundað laga og textahöfundar.

Kórinn byrðjaði á því að syngja Þórð sjóara, það fanst mér fyndið, en bændurnir tóku hraustlega á því eins og þeir hefðu allir með tölu verið til sjós, mjög vel sungið og hraustleg innkoma. Í textanum kemur fram að Þórður þessi hafi ekki ,,kært sig um konur" ,ólíkt því sem venja er um sjómenn og því kemur upp sú spurning hvort hann hafi verið hommi?

Næsta lag var Frostrósir. Hófst lagið með glæsilegum blæstri trompetsins hjá Skarphéðni. Einsöng í laginu söng Hugrún Sif. Það var dágóður og öflugur söngur og söngkonan hafði gott vald á aðstæðu og söngnum.

Ég fer í nótt var næsta lag. Kórinn naut sín í þessu lagi undir agavaldi riddarans og var hvergi gefið eftir, randdbeiting hárnákvæm og hlutfalla góð.

Næst var sungið hið ljúfa lag Alparós, mjúkur og hlýr söngur, sungið af myndugleik og tilfinningu af Ástrós Elíasdóttur.

Bíddu pabbi, bassaraddir áberandi við innkomu og ríkjandi í laginu og það fór í allastaði vel hjá kórnu, hárnákvæmt og vel sungið.

Heyr mína bæn var næsta lag þar sem Ástrós Elíasar söng einsöng. Fínn söngur flutningurinn óaðfinnanlegur, enda melódíst lag sem gott er að syngja.

Þegar hér var komið sögu var mönnum orði mál að kveða vísur og létu það eftir sér og flugu ferskeytlur fram og til baka milli kórs og hljómsveitar.

Jamaica líflega sungið lag og vel flutt.

Litla sæta ljúfan góða sem er lag um hjón og sambýlisfólk og ætti að vera öllu nærtækt, bæði kór og hljómsveit höfðu örugga innkomu í laginu, ekkert fálm og reddingar eftir hinum rétta tóni. Taktfast lag hjá listamönnunum fínasta djaveveisla gott lag fyrir dansfígúrur.

Þá var gert 15 mínútna hlé og gátu þá vinir og sveitungar heilsast og spurt tíðinda og fengið fréttir.

Ástarsorg var fyrst á dagskrá eftir hlé, hljómfallegt og kærleiksríkt lag sem naut sín í flutningi kórsins.

Ramóna var næst, einsöngur hjá Ástrós Elíasdóttur, hún var í svaka flottum rauðum kjól sem passaði akkúrat við lagið, dýrðlegur og dreyminn einsöngur með góðum undirtón hjá kórnum.

Næst var sungin Einbúinn, í upphafi léku flautur forustuhlutverk hjá hljómsveit, agaður taktur hjá kór og hljómsveit.

Vegir liggja til allra átta, lag sem öllum þykir vænt um, þó sá vegur liggi nú að margra mati norður í Skagafjörð.Einsöng í þessu lagi söng Hugrún Sif. Góð og örugg innkoma kórsins sem er aðalsmerki hans, að vera ekki með eitthvert fip og fálm, allir sem einn maður. Flott útsetning og prýðilegur einsöngur sem kom frá hjartanu.

Þá kom sumarsession lagið sem allir þeir sem hafa sofið í tjaldi hjá kvennmanni í Vaglaskógi elska. Vor í Vaglaskógi. Gítarar voru í fyrirrúmi við upphaf lagsins eins og allþekkt er og mikill kalarlakórsbragur á söngnum og teseróni flaut niður af sviðinu. Mjög fallega flutt.

Næst var lagið Árið 2012. Fjör og gleði fínn flutningur.

Lítill drengur, mjúkt og vel flutt.

Ég veit þú kemur var næst og sú á rauða kjólnum söng einsöng. Lagið hófst á blæstri, mjög flott, söngurinn góður og kórinn tók vel undir einsönginn enda kominn fiðringur kórfélaga að komast og eitthvað að skemmta sér sem var eðlilegt og sjálfsagt í svona aðstæðum.

Satt að segja var þetta alveg rosa vel lukkuð dagskrá hjá kórnum og þessi lög fara kórnum afar vel og þetta er allt snilldar vel útfært. Kórinn er í eðli sínu og frá fornu fari hefðbundin karlakór með gamlalaginu upprunnin fram á Evindastaðarheið þar sem má heita að hann hafi verið stofnaður, En þarna er eitthvað nýtt að gerast sem fengur væri að fá á disk, ég vildi svo sannarlega eiga þetta í skápnum hjá mér. Félagssvæði kórsins er Austur-Húnavatnsýsla þó lengst hafi Bólhlíðingar og Svínvetningar borið uppi kórstarfið. Ég átti þess kost að starfa með kórnum um nokkurt skeið og var það einkar ánægjulegt, en ég man að ég fékk að fara á æfingu með fóstra mínu og Pétri á Höllustöðum 1956 og fanst það minna skemmtilegt en ég átti og hafði væntingar um og beið allt kvöldið eftir kaffinu til að geta guffað í mig jólakökum og öðru góðgæti, en kórfélagar höfðu með sér nesti og svo var spjallað og er það ekki síður tilgangur að vera í félagsambndi.

Ástarþakkir fyrir fyrir stórkostlegt prógramm. Þetta var menningarviðburður af hæsta gæðaflokki Það er engin spurning í mínum huga.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband