Skjónumálið og Stalín

Svo merkilegt er það að Stalín kom við sögu í svokölluðu Skjónumáli sem var háð hér upp á Íslandi vegna eignarumráða á skjóttri hryssu norður í landi . Nándartiltekið Löngumýrar-Skjónu.

Björn Pálsson bóndi á Ytri-Löngumýri var í málferlum út af skjóttri hryssu sem hann taldi sig eiga og þurfti að færa sönnur á  hve gömul hún væri og hvort hún væri fædd honum.

Kom fyrir dóminn vitni Áslaug Björnsdóttir og var spurð hvort hún vissi hvenær Skjóna væri fædd. Það stóð ekki á svarinu: ,, Vorið sem Stalín dó" var svarið hjá þeirri stuttu.


mbl.is Sextíu ár liðin frá dauða Stalíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband