Harmoníkan

Listaverk í Flugstöð Leifs EiríkssonarHarmoníkan  hefur verið vinsælt hljóðfæri hjá Íslendingum í árana rás. Hún er þægileg að ferðast með hana og hægt er að halda upp dúndrandi fjöri á böllum með einni nikku.

Á tímabili var eins og harmoníkan væri á undanhaldi en væntanlega er að glæðast áhug á hljóðfærinu enda bíður það upp á mikla möguleika.

Hér í eina tíð var ekki sjálfgefið að hljóðfæri væri til í kirkjum. Var þá söfnuðurinn að reiða sig á lagvissan söngmann. Þannig var móðurafi minna Magnús Guðmundsson forsöngvari í Eyrarkirkju við Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi og var kallaður Mangi fori.

Harmonikuleikari á sjómannadaginn 2011Þetta safn sem Ásgeir S. Sigurðsson á Ísafirði á og rekur er í senn fágæt og magnað og þessi mikli fjöldi af harmoníkum kitlar músikanta í fingurna. Maður lítur ef til vill við þarna næst þegar maður verður á Ísafirði og tekur einn vals.


mbl.is Á yfir 180 harmonikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband