Óskað verð eftir uppboði á Grímstöðum á Fjöllum til slita á sameign. Kínverjinn blekktur.

Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum er í sameign eftir því sem mér skilst og á íslenska ríkið 25 % af jörðinni í óskiptiri sameign. Þess vegna þarf samþykki allra til að veðsetja jörð eða fá leyfi til framkvæmda.

Ríkið hefur raunverulegt neitunarvald í málefnum jarðar og þeir sem mundu kaupa 75 % af jörð mundu strax rekast á vegg ef ekki væri vilji hjá ríkinu að aðhæfast eitthvað um málefni jarðnæðisins.

Fram hefur komið að aðrir eigendur jarðarinnar Grímstaðar, en ríkið, telja sig eiga 220 ferkílómetra eða 22000 hektara af jörðinni og ásett verð sé 40þús/ha. Ekki hafa komið fram upplýsingar um fasteignamat jarðarinnar, en það væri væntanlega hið rétta verð.

Talið er að hlutur ríkisins sé 8000 ha í jörðinni það x 40þús gera 320 milljónir. Þá eru ótalin vatnsréttindi jarðarinnar. Ein leið til að knýja fram niðurstöðu í málefnum, þar sem fasteign er í sameign, er að óska eftir uppboði til slita á sameign. Það væri hægt í þessu tilfelli af hálfu ríkisins eða annarra landeigenda. 

Það er með ólíkindu að einhver landeigendur ætli sér að selja jörð sem er í sameign og óskipt og séu búnir að gera kaupsamning um slík án þess að ræða við sameigand um það. Það kallast ekki háttvísi og slík vinnu brögð falla um sjálft sig. 

Ef Samfylkingin vill endilega líma sig upp við þennan Kínverja umfram annað fólk þá held ég að rétt væri að ríkið óska eftir uppboði á Grímstöðum á Fjöllum til slita á sameigninni. Þá gætu ýmsir félagshópar mætt á svæði og gerst samlagshópar með ríkinu á uppboðinu.

Það er mitt mat að kínverjin hafi verið blekktur og honum ekki verið gert nægjanlega ljóst að jörðin væri í sameign ríkisns.


mbl.is Björn: Hversu langt gengur Samfylkingin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband