Heim í héruð

Búnaðarfélaga Háfjallahrepps harmar það ósamkomulag sem virðist upp komið vegna framlagningu frumvarps um sjávarútvegsmál bæði hið minna og hið stærra og hið lægra og hið æðra.

Telur Búnaðarfélagið einboðið að vísa málinu heim í héruð til að heimamenn geti fjallað um málið á raunhæfan hátt, nú eftir að vetrarvertíð er lokið og sauðburður kláraður.

Þar sem engin búnaðarfélög eru í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður?  svo og Suðvestur kjördæmi? er einsýnt að heimamenn á þeim slóðum hafa ekkert um málið að segja og verða því framangreind frumvörp ekki borin út í þeim kjördæmum.

Búnaðarfélagið telur að nauðsynlegt sé að einbeitt sátt náist um þessi veigamiklu atriði sem varða svo mikla hagsmuni sem í framan greindum frumvörðum felast.

Telur Búnaðarfélagið að sjávarútvegsráðherra reyni að ná samningum við útvegsbændur eins og tíðkað hefur verið um landbændur um þessi mikilsverðu mál.

Orðugra getur verið ef engir samningar takast og hver siglir sinn sjó.

Verður því trauðla trúað að mál geti farið á þann veg!!!


mbl.is Vill vísa kvótafrumvarpi frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband