Hamfarir

Þetta eru miklar náttúruhamfarir. En það eru nú líka miklar mannlífsraunir sem almúginn má reyna vítt og breytt um landið vegna hrunsins.

En við munum standa þetta allt af okkur og þetta herðir okkur bara og eykur samkenndina.

Hjá bændum er orðin  talsverður skaði og öll tilfærsla á búum erfiðleikum háð og varla til umræðu. En það er seigla í bændum. Framleiðsluferlarnir í mjólkurframleiðslu eru ornir fyrir skaða bæði koma þeir mjólkinni ekki frá sér og svo verður ótvírætt röskun á fóðrun gripa þegar svona er ástatt.

Aðalatriðið er að ekki verði mannskaðar, því hlutirnir geta gerst býsna hratt.

Forfaðir minn, Jón Steingrímsson eldklerkur, hafði þann háttinn á að syngja messu þegar líkt stóð á og núna. Þá er spurningin hvort einhverjir séu jafn máttugir í klerkastétt núna.

Sjálfboðaliðar í björgunarsveitum vinna feikna mikið starf núna og er það ómetanlegt.


mbl.is Stórflóð á leið úr Gígjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband